Læknafélag Íslands: Áfengis- og fíknisjúkdómar ekki algengari hjá læknum en öðrum starfstéttum Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2019 18:47 Verkefnastjóri hjá Landlækni gagnrýndi í fréttinni sjálfsávísanir lækna og sagði fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Læknar geta eins og aðrir orðið áfengis- og fíknisjúkdómum að bráð, en ekkert bendir til að slíkt sé algengara á meðal íslenskra lækna en öðrum starfstéttum. Þetta kemur fram í ályktun Læknafélags Íslands sem send var út í dag í tilefni af frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um að þriðjungur íslenskra lækna, um 500 af 1.500, hafi á síðasta ári ávísað lyfjum á eigin kennitölu. Verkefnastjóri hjá Landlækni gagnrýndi í fréttinni sjálfsávísanir lækna og sagði fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Læknafélag Íslands telur að á þessu séu í langflestum tilfellum eðlilegar skýringar svo sem starfstengdar lyfjaútskriftir lækna sem annast vakta- og vitjanaþjónustu eða þurfa að bregðast við í bráðatilfellum utan heilbrigðisstofnana, en í einhverjum tilfellum lyf til eigin nota. „LÍ telur að þær tölur sem fram komu í fréttinni bendi almennt til ábyrgra lyfjaávísana íslenskra lækna og þykir leitt ef framsetning fréttarinnar hefur valdið misskilningi á eðli slíkra starfstengdra útskrifta á lyfjum,“ segir í ályktuninni.Geta leitt til sviptingar réttinda Þá segir að í þeim tilfellum sem læknar leita sér aðstoðar eða fara í meðferð vegna áfengis- eða fíknisjúkdóma komi fyrir að þeir leggi tímabundið inn leyfi sitt til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Í undantekningatilfellum leiða veikindi þeirra til sviptingar slíkra réttinda, tímabundið eða til lengri tíma. „LÍ veitir læknum við slíkar aðstæður ráðgjöf og styður í gegnum það meðferðar- og bataferli sem tekur við til að öðlast aftur fyrri starfsréttindi ef þess er óskað. Í nýlegri könnun LÍ á heilsu- og starfsaðstæðum lækna kom fram að einungis helmingur lækna hefur skráðan heimilislækni og að hátt hlutfall lækna er undir miklu álagi í daglegu starfi. LÍ telur mikilvægt að á þessu verði breyting og hefur kallað eftir samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og Embætti landlæknis til að bregðast við þeirri stöðu,“ segir í ályktuninni sem lesa má í heild sinni á vef félagsins.Sjá má frétt Stöðvar 2 frá í gær að neðan. Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Læknar geta eins og aðrir orðið áfengis- og fíknisjúkdómum að bráð, en ekkert bendir til að slíkt sé algengara á meðal íslenskra lækna en öðrum starfstéttum. Þetta kemur fram í ályktun Læknafélags Íslands sem send var út í dag í tilefni af frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um að þriðjungur íslenskra lækna, um 500 af 1.500, hafi á síðasta ári ávísað lyfjum á eigin kennitölu. Verkefnastjóri hjá Landlækni gagnrýndi í fréttinni sjálfsávísanir lækna og sagði fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Læknafélag Íslands telur að á þessu séu í langflestum tilfellum eðlilegar skýringar svo sem starfstengdar lyfjaútskriftir lækna sem annast vakta- og vitjanaþjónustu eða þurfa að bregðast við í bráðatilfellum utan heilbrigðisstofnana, en í einhverjum tilfellum lyf til eigin nota. „LÍ telur að þær tölur sem fram komu í fréttinni bendi almennt til ábyrgra lyfjaávísana íslenskra lækna og þykir leitt ef framsetning fréttarinnar hefur valdið misskilningi á eðli slíkra starfstengdra útskrifta á lyfjum,“ segir í ályktuninni.Geta leitt til sviptingar réttinda Þá segir að í þeim tilfellum sem læknar leita sér aðstoðar eða fara í meðferð vegna áfengis- eða fíknisjúkdóma komi fyrir að þeir leggi tímabundið inn leyfi sitt til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Í undantekningatilfellum leiða veikindi þeirra til sviptingar slíkra réttinda, tímabundið eða til lengri tíma. „LÍ veitir læknum við slíkar aðstæður ráðgjöf og styður í gegnum það meðferðar- og bataferli sem tekur við til að öðlast aftur fyrri starfsréttindi ef þess er óskað. Í nýlegri könnun LÍ á heilsu- og starfsaðstæðum lækna kom fram að einungis helmingur lækna hefur skráðan heimilislækni og að hátt hlutfall lækna er undir miklu álagi í daglegu starfi. LÍ telur mikilvægt að á þessu verði breyting og hefur kallað eftir samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og Embætti landlæknis til að bregðast við þeirri stöðu,“ segir í ályktuninni sem lesa má í heild sinni á vef félagsins.Sjá má frétt Stöðvar 2 frá í gær að neðan.
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00