Stuðningur og ráðgjöf vegna krabbameina Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Að greinast með krabbamein er flestum mikið áfall og einnig þeim sem nákomnir eru. Margir fara í gegnum erfiðar tilfinningar eins og ótta, reiði, örvæntingu, depurð og sektarkennd auk þess sem óvissan um framtíðina getur tekið mikið á. Það er oft þarna sem viðkomandi og hans nánustu uppgötva í fyrsta sinn að þessi daglega rútína, eins og að fara til vinnu, sinna heimili og áhugamálum, er dýrmætari en við gerum okkur oft grein fyrir. Það getur reynt verulega á að vera kippt skyndilega út úr hinu venjubundna lífi inn í heim veikindanna. Það ræðst þó oft af eðli sjúkdómsins og einstaklingsbundnum þáttum hversu mikil áhrif krabbameinið og meðferð hefur á líf fólks. Sennilega er þó óhætt að fullyrða að áhrifin séu alltaf einhver á daglegt líf, andlegt jafnvægi og lífssýn viðkomandi. Rannsóknir sýna að einstaklingar sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra hafa ríka þörf fyrir sálfélagslegan stuðning, bæði í veikindunum og eftir að krabbameinsmeðferð lýkur. Í dag læknast mun fleiri af krabbameini en áður og einnig eru fleiri sem lifa með ólæknandi krabbamein í lengri tíma en áður hefur þekkst. Þetta eru gleðilegar staðreyndir sem kalla hins vegar á aukinn stuðning við þá sem takast á við einkenni og fylgikvilla til lengri tíma vegna krabbameins eða krabbameinsmeðferðar. Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins býður upp á ráðgjöf og stuðning við þá sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Fjölbreytt námskeið og opnir tímar eru einnig í boði. Þjónustan er einnig ætluð þeim sem hafa misst ástvin úr krabbameini. Ráðgjafarþjónustan hefur aðsetur í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, á fyrstu hæð í heimilislegu og notalegu rými. Þar starfa sem ráðgjafar hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingur og kynfræðingur. Viðtalsþjónustan er fólki að kostnaðarlausu. Starfsemin miðar að því að gefa viðkomandi verkfæri í hendurnar til að takast á við tilfinningar, hugsanir, streitu og líkamleg einkenni sem geta komið upp í veikindunum og eftir veikindin. Það er mikilvægt að þeir sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra leiti eftir þessum verkfærum til að vinna úr reynslu sinni og til að geta sem best hugað að sér og sinni líkamlegu og andlegu heilsu til framtíðar. Nánari upplýsingar er að finna á krabb.is. Í tilefni af Alþjóðlega krabbameinsdeginum, 4. febrúar, hafa krabbameinsfélög um allan heim sameinast í þriggja ára herferð sem gengur út á að fækka krabbameinstilfellum með forvörnum, þekkingu á einkennum, greiningu og meðferð. Hluti meðferðar er að hlúa á heildrænan hátt að þörfum þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda. Þar getum við orðið að liði með margþættum stuðningi og ráðgjöf. Við erum við símann á virkum dögum og hvetjum þá sem þurfa ráðgjöf eða stuðning til að hringja í síma 800 4040 eða senda okkur tölvupóst á netfangið radgjof@krabb.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Fleiri skoðanir Hörður Ægisson Skoðun Hættum griðkaupum Fastir pennar Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Fjármálalæsi Lóu Eyþór Arnalds Skoðun Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Súr skattur Davíð Þorláksson Bakþankar Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Að greinast með krabbamein er flestum mikið áfall og einnig þeim sem nákomnir eru. Margir fara í gegnum erfiðar tilfinningar eins og ótta, reiði, örvæntingu, depurð og sektarkennd auk þess sem óvissan um framtíðina getur tekið mikið á. Það er oft þarna sem viðkomandi og hans nánustu uppgötva í fyrsta sinn að þessi daglega rútína, eins og að fara til vinnu, sinna heimili og áhugamálum, er dýrmætari en við gerum okkur oft grein fyrir. Það getur reynt verulega á að vera kippt skyndilega út úr hinu venjubundna lífi inn í heim veikindanna. Það ræðst þó oft af eðli sjúkdómsins og einstaklingsbundnum þáttum hversu mikil áhrif krabbameinið og meðferð hefur á líf fólks. Sennilega er þó óhætt að fullyrða að áhrifin séu alltaf einhver á daglegt líf, andlegt jafnvægi og lífssýn viðkomandi. Rannsóknir sýna að einstaklingar sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra hafa ríka þörf fyrir sálfélagslegan stuðning, bæði í veikindunum og eftir að krabbameinsmeðferð lýkur. Í dag læknast mun fleiri af krabbameini en áður og einnig eru fleiri sem lifa með ólæknandi krabbamein í lengri tíma en áður hefur þekkst. Þetta eru gleðilegar staðreyndir sem kalla hins vegar á aukinn stuðning við þá sem takast á við einkenni og fylgikvilla til lengri tíma vegna krabbameins eða krabbameinsmeðferðar. Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins býður upp á ráðgjöf og stuðning við þá sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Fjölbreytt námskeið og opnir tímar eru einnig í boði. Þjónustan er einnig ætluð þeim sem hafa misst ástvin úr krabbameini. Ráðgjafarþjónustan hefur aðsetur í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, á fyrstu hæð í heimilislegu og notalegu rými. Þar starfa sem ráðgjafar hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingur og kynfræðingur. Viðtalsþjónustan er fólki að kostnaðarlausu. Starfsemin miðar að því að gefa viðkomandi verkfæri í hendurnar til að takast á við tilfinningar, hugsanir, streitu og líkamleg einkenni sem geta komið upp í veikindunum og eftir veikindin. Það er mikilvægt að þeir sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra leiti eftir þessum verkfærum til að vinna úr reynslu sinni og til að geta sem best hugað að sér og sinni líkamlegu og andlegu heilsu til framtíðar. Nánari upplýsingar er að finna á krabb.is. Í tilefni af Alþjóðlega krabbameinsdeginum, 4. febrúar, hafa krabbameinsfélög um allan heim sameinast í þriggja ára herferð sem gengur út á að fækka krabbameinstilfellum með forvörnum, þekkingu á einkennum, greiningu og meðferð. Hluti meðferðar er að hlúa á heildrænan hátt að þörfum þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda. Þar getum við orðið að liði með margþættum stuðningi og ráðgjöf. Við erum við símann á virkum dögum og hvetjum þá sem þurfa ráðgjöf eða stuðning til að hringja í síma 800 4040 eða senda okkur tölvupóst á netfangið radgjof@krabb.is.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar