Stuðningur og ráðgjöf vegna krabbameina Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Að greinast með krabbamein er flestum mikið áfall og einnig þeim sem nákomnir eru. Margir fara í gegnum erfiðar tilfinningar eins og ótta, reiði, örvæntingu, depurð og sektarkennd auk þess sem óvissan um framtíðina getur tekið mikið á. Það er oft þarna sem viðkomandi og hans nánustu uppgötva í fyrsta sinn að þessi daglega rútína, eins og að fara til vinnu, sinna heimili og áhugamálum, er dýrmætari en við gerum okkur oft grein fyrir. Það getur reynt verulega á að vera kippt skyndilega út úr hinu venjubundna lífi inn í heim veikindanna. Það ræðst þó oft af eðli sjúkdómsins og einstaklingsbundnum þáttum hversu mikil áhrif krabbameinið og meðferð hefur á líf fólks. Sennilega er þó óhætt að fullyrða að áhrifin séu alltaf einhver á daglegt líf, andlegt jafnvægi og lífssýn viðkomandi. Rannsóknir sýna að einstaklingar sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra hafa ríka þörf fyrir sálfélagslegan stuðning, bæði í veikindunum og eftir að krabbameinsmeðferð lýkur. Í dag læknast mun fleiri af krabbameini en áður og einnig eru fleiri sem lifa með ólæknandi krabbamein í lengri tíma en áður hefur þekkst. Þetta eru gleðilegar staðreyndir sem kalla hins vegar á aukinn stuðning við þá sem takast á við einkenni og fylgikvilla til lengri tíma vegna krabbameins eða krabbameinsmeðferðar. Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins býður upp á ráðgjöf og stuðning við þá sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Fjölbreytt námskeið og opnir tímar eru einnig í boði. Þjónustan er einnig ætluð þeim sem hafa misst ástvin úr krabbameini. Ráðgjafarþjónustan hefur aðsetur í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, á fyrstu hæð í heimilislegu og notalegu rými. Þar starfa sem ráðgjafar hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingur og kynfræðingur. Viðtalsþjónustan er fólki að kostnaðarlausu. Starfsemin miðar að því að gefa viðkomandi verkfæri í hendurnar til að takast á við tilfinningar, hugsanir, streitu og líkamleg einkenni sem geta komið upp í veikindunum og eftir veikindin. Það er mikilvægt að þeir sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra leiti eftir þessum verkfærum til að vinna úr reynslu sinni og til að geta sem best hugað að sér og sinni líkamlegu og andlegu heilsu til framtíðar. Nánari upplýsingar er að finna á krabb.is. Í tilefni af Alþjóðlega krabbameinsdeginum, 4. febrúar, hafa krabbameinsfélög um allan heim sameinast í þriggja ára herferð sem gengur út á að fækka krabbameinstilfellum með forvörnum, þekkingu á einkennum, greiningu og meðferð. Hluti meðferðar er að hlúa á heildrænan hátt að þörfum þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda. Þar getum við orðið að liði með margþættum stuðningi og ráðgjöf. Við erum við símann á virkum dögum og hvetjum þá sem þurfa ráðgjöf eða stuðning til að hringja í síma 800 4040 eða senda okkur tölvupóst á netfangið radgjof@krabb.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Sjá meira
Að greinast með krabbamein er flestum mikið áfall og einnig þeim sem nákomnir eru. Margir fara í gegnum erfiðar tilfinningar eins og ótta, reiði, örvæntingu, depurð og sektarkennd auk þess sem óvissan um framtíðina getur tekið mikið á. Það er oft þarna sem viðkomandi og hans nánustu uppgötva í fyrsta sinn að þessi daglega rútína, eins og að fara til vinnu, sinna heimili og áhugamálum, er dýrmætari en við gerum okkur oft grein fyrir. Það getur reynt verulega á að vera kippt skyndilega út úr hinu venjubundna lífi inn í heim veikindanna. Það ræðst þó oft af eðli sjúkdómsins og einstaklingsbundnum þáttum hversu mikil áhrif krabbameinið og meðferð hefur á líf fólks. Sennilega er þó óhætt að fullyrða að áhrifin séu alltaf einhver á daglegt líf, andlegt jafnvægi og lífssýn viðkomandi. Rannsóknir sýna að einstaklingar sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra hafa ríka þörf fyrir sálfélagslegan stuðning, bæði í veikindunum og eftir að krabbameinsmeðferð lýkur. Í dag læknast mun fleiri af krabbameini en áður og einnig eru fleiri sem lifa með ólæknandi krabbamein í lengri tíma en áður hefur þekkst. Þetta eru gleðilegar staðreyndir sem kalla hins vegar á aukinn stuðning við þá sem takast á við einkenni og fylgikvilla til lengri tíma vegna krabbameins eða krabbameinsmeðferðar. Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins býður upp á ráðgjöf og stuðning við þá sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Fjölbreytt námskeið og opnir tímar eru einnig í boði. Þjónustan er einnig ætluð þeim sem hafa misst ástvin úr krabbameini. Ráðgjafarþjónustan hefur aðsetur í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, á fyrstu hæð í heimilislegu og notalegu rými. Þar starfa sem ráðgjafar hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingur og kynfræðingur. Viðtalsþjónustan er fólki að kostnaðarlausu. Starfsemin miðar að því að gefa viðkomandi verkfæri í hendurnar til að takast á við tilfinningar, hugsanir, streitu og líkamleg einkenni sem geta komið upp í veikindunum og eftir veikindin. Það er mikilvægt að þeir sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra leiti eftir þessum verkfærum til að vinna úr reynslu sinni og til að geta sem best hugað að sér og sinni líkamlegu og andlegu heilsu til framtíðar. Nánari upplýsingar er að finna á krabb.is. Í tilefni af Alþjóðlega krabbameinsdeginum, 4. febrúar, hafa krabbameinsfélög um allan heim sameinast í þriggja ára herferð sem gengur út á að fækka krabbameinstilfellum með forvörnum, þekkingu á einkennum, greiningu og meðferð. Hluti meðferðar er að hlúa á heildrænan hátt að þörfum þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda. Þar getum við orðið að liði með margþættum stuðningi og ráðgjöf. Við erum við símann á virkum dögum og hvetjum þá sem þurfa ráðgjöf eða stuðning til að hringja í síma 800 4040 eða senda okkur tölvupóst á netfangið radgjof@krabb.is.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun