Kvennaslægð Guðrún Vilmundardóttir skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Konur hafa löngum brugðið á margvísleg ráð til að reyna að bæta heiminn. Í fyrsta bindi af þriggja binda útgáfu af 1001 nótt er sagan Kvennaslægð á bls 467. Sagan gerist í Bagdad, fyrir langalöngu. Yndisleg stúlka gengur fram hjá sölubúð og lætur það, eðlilega, fara í taugarnar á sér að á skilti yfir búðinni stendur: „Engin slægð er til nema karlmannaslægð, því hún er máttugri en kvennaslægð,“ í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar. Í stuttri endursögn kemur yndislega stúlkan kaupmanninum í vandræði, með slægð, en þegar hann spyr, örvæntingarfullur: Hvers á ég að gjalda, svarar hún einfaldlega að hún hafi verið að sýna honum fram á að þetta skilti væri út í hött. „Þá fékk kaupmaðurinn undir eins einum af þrælum sínum gullpening og mælti: „Far þú til skrifarans og bið hann að skrifa með hinu fegursta letri, bláu og gullnu, þessi orð: „Engin slægð tekur kvennaslægð fram, því hún yfirstígur slægð karlmanna og er henni stórum fremri.“ Svo giftust þau. Mér fannst alltaf furðulegt að hin yndislega stúlka vildi giftast manni sem hafði haft svo asnalegt skilti yfir búð sinni (hið fyrra). Og ekki finnst mér hann sýna mikinn félagslegan þroska með seinna skiltinu, það verð ég að segja. Til þess er þó að taka að í upphafi sögunnar í 1001 nótt er tilgreint að kaupmaðurinn hafi verið fríður sýnum, fallega vaxinn, elskulegur og borið af öðrum mönnum. Og hann sá að sér. Þau bjuggu saman í velgengni, friði og fögnuði allt til æviloka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Sjá meira
Konur hafa löngum brugðið á margvísleg ráð til að reyna að bæta heiminn. Í fyrsta bindi af þriggja binda útgáfu af 1001 nótt er sagan Kvennaslægð á bls 467. Sagan gerist í Bagdad, fyrir langalöngu. Yndisleg stúlka gengur fram hjá sölubúð og lætur það, eðlilega, fara í taugarnar á sér að á skilti yfir búðinni stendur: „Engin slægð er til nema karlmannaslægð, því hún er máttugri en kvennaslægð,“ í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar. Í stuttri endursögn kemur yndislega stúlkan kaupmanninum í vandræði, með slægð, en þegar hann spyr, örvæntingarfullur: Hvers á ég að gjalda, svarar hún einfaldlega að hún hafi verið að sýna honum fram á að þetta skilti væri út í hött. „Þá fékk kaupmaðurinn undir eins einum af þrælum sínum gullpening og mælti: „Far þú til skrifarans og bið hann að skrifa með hinu fegursta letri, bláu og gullnu, þessi orð: „Engin slægð tekur kvennaslægð fram, því hún yfirstígur slægð karlmanna og er henni stórum fremri.“ Svo giftust þau. Mér fannst alltaf furðulegt að hin yndislega stúlka vildi giftast manni sem hafði haft svo asnalegt skilti yfir búð sinni (hið fyrra). Og ekki finnst mér hann sýna mikinn félagslegan þroska með seinna skiltinu, það verð ég að segja. Til þess er þó að taka að í upphafi sögunnar í 1001 nótt er tilgreint að kaupmaðurinn hafi verið fríður sýnum, fallega vaxinn, elskulegur og borið af öðrum mönnum. Og hann sá að sér. Þau bjuggu saman í velgengni, friði og fögnuði allt til æviloka.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar