Skúli Gunnar kærir Svein Andra fyrir að kæra sig Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. febrúar 2019 06:00 Sveinn Andri Sveinsson. Vísir/Vilhelm Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir með því að hafa með rangri kæru leitast við að koma því til leiðar að Skúli og aðrir nafngreindir einstaklingar yrðu ranglega sakaðir um brot gegn almennum hegningarlögum,“ eins og segir í kærunni sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í henni segir að Sveinn hafi lýst því ranglega í fimm kæruliðum í kæru til Sérstaks saksóknara síðastliðið haust að kærandi hefði meðal annars framið auðgunarbrot, skjalafals, rangfærslu sönnunargagna o.fl. Er í kærunni leitast við að gera grein fyrir og leiðrétta meintar rangfærslur í fyrrgreindri tilkynningu Sveins til Sérstaks saksóknara og tekið fram að Skúli eigi engan annan kost en að kæra Svein Andra fyrir rangar sakargiftir með alvarlegum hætti, enda hafi ásakanir hans jafnframt valdið honum (Skúla) álitshnekki og mikilli slæmri fjölmiðlaumfjöllun. „Vegna þessarar kæru Skúla þá er rétt að taka fram að ég lagði ekki fram kæru eins og hann vísar til heldur tilkynnti ég héraðssaksóknara grunsemdir mínar um hugsanlega refsiverða háttsemi," segir Sveinn Andri Sveinsson þegar viðbragða hans er leitað. Hann segir kæruna skjóta skökku við enda hafi lögmenn Skúla meðal annars byggt á því í kvörtunum til héraðsdóms að skiptastjóra beri skylda til að senda saksóknara slíkar tilkynningar telji hann tilefni til rökstudds gruns um að þrotamaður eða aðrir kunni að hafa gerst sekir um refsiverða háttsemi. Deilur þeirra Sveins Andra og Skúla eiga sér orðið langa sögu og varða heildsölufélag sem Skúli átti en var úrskurðað gjaldþrota og Sveinn Andri Sveinsson skipaður skiptastjóri fyrir. Kærur hafa gengið á víxl lengi og mörg dómsmál sprottið af skiptaferlinu sem ekki hafa öll verið til lykta leidd. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00 Sveinn Andri kærður til héraðssaksóknara Skúli í Subway hefur kært Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmann til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir í starfi hans sem skiptastjóri félagsins EK1923. Háttsemi Sveins fer í bága við siðareglur lögmanna að mati úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands. 16. nóvember 2017 06:00 Skiptastjóri hefur fengið 66,5 milljónir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður fékk að meðaltali fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra vegna starfa sinna fyrir þrotabú heildverslunar Eggerts Kristjánssonar. Hann segir að mikil vinna hafi farið í að rannsaka málið. 20. júní 2018 06:00 Tilkynnir Skúla aftur til saksóknara Skiptastjóri EK1923 ehf. telur að eigandi og fyrirsvarsmenn Sjöstjörnunnar ehf. hafi gerst brotlegir í störfum sínum fyrir félagið. Hann hefur sent tilkynningu til héraðssaksóknara um þann grun sinn. 11. september 2018 05:45 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir með því að hafa með rangri kæru leitast við að koma því til leiðar að Skúli og aðrir nafngreindir einstaklingar yrðu ranglega sakaðir um brot gegn almennum hegningarlögum,“ eins og segir í kærunni sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í henni segir að Sveinn hafi lýst því ranglega í fimm kæruliðum í kæru til Sérstaks saksóknara síðastliðið haust að kærandi hefði meðal annars framið auðgunarbrot, skjalafals, rangfærslu sönnunargagna o.fl. Er í kærunni leitast við að gera grein fyrir og leiðrétta meintar rangfærslur í fyrrgreindri tilkynningu Sveins til Sérstaks saksóknara og tekið fram að Skúli eigi engan annan kost en að kæra Svein Andra fyrir rangar sakargiftir með alvarlegum hætti, enda hafi ásakanir hans jafnframt valdið honum (Skúla) álitshnekki og mikilli slæmri fjölmiðlaumfjöllun. „Vegna þessarar kæru Skúla þá er rétt að taka fram að ég lagði ekki fram kæru eins og hann vísar til heldur tilkynnti ég héraðssaksóknara grunsemdir mínar um hugsanlega refsiverða háttsemi," segir Sveinn Andri Sveinsson þegar viðbragða hans er leitað. Hann segir kæruna skjóta skökku við enda hafi lögmenn Skúla meðal annars byggt á því í kvörtunum til héraðsdóms að skiptastjóra beri skylda til að senda saksóknara slíkar tilkynningar telji hann tilefni til rökstudds gruns um að þrotamaður eða aðrir kunni að hafa gerst sekir um refsiverða háttsemi. Deilur þeirra Sveins Andra og Skúla eiga sér orðið langa sögu og varða heildsölufélag sem Skúli átti en var úrskurðað gjaldþrota og Sveinn Andri Sveinsson skipaður skiptastjóri fyrir. Kærur hafa gengið á víxl lengi og mörg dómsmál sprottið af skiptaferlinu sem ekki hafa öll verið til lykta leidd.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00 Sveinn Andri kærður til héraðssaksóknara Skúli í Subway hefur kært Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmann til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir í starfi hans sem skiptastjóri félagsins EK1923. Háttsemi Sveins fer í bága við siðareglur lögmanna að mati úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands. 16. nóvember 2017 06:00 Skiptastjóri hefur fengið 66,5 milljónir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður fékk að meðaltali fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra vegna starfa sinna fyrir þrotabú heildverslunar Eggerts Kristjánssonar. Hann segir að mikil vinna hafi farið í að rannsaka málið. 20. júní 2018 06:00 Tilkynnir Skúla aftur til saksóknara Skiptastjóri EK1923 ehf. telur að eigandi og fyrirsvarsmenn Sjöstjörnunnar ehf. hafi gerst brotlegir í störfum sínum fyrir félagið. Hann hefur sent tilkynningu til héraðssaksóknara um þann grun sinn. 11. september 2018 05:45 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00
Sveinn Andri kærður til héraðssaksóknara Skúli í Subway hefur kært Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmann til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir í starfi hans sem skiptastjóri félagsins EK1923. Háttsemi Sveins fer í bága við siðareglur lögmanna að mati úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands. 16. nóvember 2017 06:00
Skiptastjóri hefur fengið 66,5 milljónir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður fékk að meðaltali fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra vegna starfa sinna fyrir þrotabú heildverslunar Eggerts Kristjánssonar. Hann segir að mikil vinna hafi farið í að rannsaka málið. 20. júní 2018 06:00
Tilkynnir Skúla aftur til saksóknara Skiptastjóri EK1923 ehf. telur að eigandi og fyrirsvarsmenn Sjöstjörnunnar ehf. hafi gerst brotlegir í störfum sínum fyrir félagið. Hann hefur sent tilkynningu til héraðssaksóknara um þann grun sinn. 11. september 2018 05:45