Lífsháski Ólöf Skaftadóttir skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Fólk sem fast er í viðjum fíknar stendur frammi fyrir bráðum lífsháska á degi hverjum. Ekki auðnast öllum sem það reyna að losna úr fjötrunum. Það sanna dæmin. Margir sem standa í þeim sporum falla fyrir fíkninni fyrir aldur fram. Úr þeim hópi sem glímir við fíkn standa þeir sem sprauta vímuefnum í æð höllustum fæti. Ef marka má BS-ritgerð Eddu Rúnar Kjartansdóttur og Þórunnar Hönnu Ragnarsdóttur við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands frá 2017 eru einstaklingar undir 30 ára aldri sem sprauta vímuefnum í æð í um 30 sinnum meiri hættu á ótímabærum dauðdaga en jafnaldrar þeirra. Þeir eru líkamlega og andlega veikari en þeir sem glíma við annars konar fíkn. Um 12-13 einstaklingar deyja af þessum sökum ár hvert. Margar kenningar eru um hvernig samfélagið skuli nálgast vandann. Ein kenning nefnist skaðaminnkun og hefur notið vaxandi hylli undanfarna áratugi. Skaðaminnkun snýst um að draga úr þeim heilsufarslegu og félagslegu ógnum sem notkun vímuefna kallar yfir fólk, án þess að draga endilega úr vímuefnanotkuninni sjálfri. Áherslan er á að fyrirbyggja skaðann sem af vímuefnanotkuninni hlýst, fremur en neysluna sjálfa. Hér á landi komu úrræði sem teljast skaðaminnkandi fyrst til sögunnar árið 2009, þegar sérinnréttaður bíll hóf að aka um höfuðborgarsvæðið á kvöldin og veita þessum hóp heilbrigðisaðstoð. Bjóða upp á hreinar nálar, sprautur og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti á sjúkdómum eins og HIV og lifrarbólgu C. Síðan hafa fleiri úrræði litið dagsins ljós. Konukot, Gistiskýlið á Lindargötu, viðhaldsmeðferð hjá SÁÁ og móttökudeild fíknimeðferðar á Landspítalanum, svo nokkur séu nefnd. Á síðasta ári tilkynnti heilbrigðisráðherra að til stæði að opna svokölluð neyslurými í borginni á þessu ári, þar sem þeim sem sprauta vímuefnum í æð er skapað öruggt umhverfi til að neyta vímuefnanna. Þeim verði tryggður aðgangur að hreinum nálum og gjaldfrjálsri grunnheilbrigðisþjónustu. Fíklar hafa nefnilega ekki fyrirgert mannréttindum sínum. Þeir eiga rétt á að lifa við bestu mögulegu heilsu miðað við aðstæður. Í ráðuneytinu hljóta menn að vera að velta fleiru fyrir sér. Til dæmis hvort hið opinbera ætti hreinlega að útvega fíklum efnin. Margoft hefur verið sýnt fram á ofbeldið og mannúðarleysið sem þrífst í undirheimum. Slíkt gæti fækkað afbrotum, ofbeldi og útrýmt að mestu svörtum markaði með lyfseðilsskyld lyf. Önnur hugmynd væri að gefa fíklum endurgjaldslaust lyfið Naloxon, sem notað er til að endurlífga fólk sem hefur tekið of stóran skammt, sem það gengi með á sér. Þegar fólk deyr af sökum ofneyslu er það oftast annað fólk í neyslu sem er fyrst á vettvang. Með þessum aðferðum, og eflaust fleirum, má bjarga mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Fólk sem fast er í viðjum fíknar stendur frammi fyrir bráðum lífsháska á degi hverjum. Ekki auðnast öllum sem það reyna að losna úr fjötrunum. Það sanna dæmin. Margir sem standa í þeim sporum falla fyrir fíkninni fyrir aldur fram. Úr þeim hópi sem glímir við fíkn standa þeir sem sprauta vímuefnum í æð höllustum fæti. Ef marka má BS-ritgerð Eddu Rúnar Kjartansdóttur og Þórunnar Hönnu Ragnarsdóttur við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands frá 2017 eru einstaklingar undir 30 ára aldri sem sprauta vímuefnum í æð í um 30 sinnum meiri hættu á ótímabærum dauðdaga en jafnaldrar þeirra. Þeir eru líkamlega og andlega veikari en þeir sem glíma við annars konar fíkn. Um 12-13 einstaklingar deyja af þessum sökum ár hvert. Margar kenningar eru um hvernig samfélagið skuli nálgast vandann. Ein kenning nefnist skaðaminnkun og hefur notið vaxandi hylli undanfarna áratugi. Skaðaminnkun snýst um að draga úr þeim heilsufarslegu og félagslegu ógnum sem notkun vímuefna kallar yfir fólk, án þess að draga endilega úr vímuefnanotkuninni sjálfri. Áherslan er á að fyrirbyggja skaðann sem af vímuefnanotkuninni hlýst, fremur en neysluna sjálfa. Hér á landi komu úrræði sem teljast skaðaminnkandi fyrst til sögunnar árið 2009, þegar sérinnréttaður bíll hóf að aka um höfuðborgarsvæðið á kvöldin og veita þessum hóp heilbrigðisaðstoð. Bjóða upp á hreinar nálar, sprautur og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti á sjúkdómum eins og HIV og lifrarbólgu C. Síðan hafa fleiri úrræði litið dagsins ljós. Konukot, Gistiskýlið á Lindargötu, viðhaldsmeðferð hjá SÁÁ og móttökudeild fíknimeðferðar á Landspítalanum, svo nokkur séu nefnd. Á síðasta ári tilkynnti heilbrigðisráðherra að til stæði að opna svokölluð neyslurými í borginni á þessu ári, þar sem þeim sem sprauta vímuefnum í æð er skapað öruggt umhverfi til að neyta vímuefnanna. Þeim verði tryggður aðgangur að hreinum nálum og gjaldfrjálsri grunnheilbrigðisþjónustu. Fíklar hafa nefnilega ekki fyrirgert mannréttindum sínum. Þeir eiga rétt á að lifa við bestu mögulegu heilsu miðað við aðstæður. Í ráðuneytinu hljóta menn að vera að velta fleiru fyrir sér. Til dæmis hvort hið opinbera ætti hreinlega að útvega fíklum efnin. Margoft hefur verið sýnt fram á ofbeldið og mannúðarleysið sem þrífst í undirheimum. Slíkt gæti fækkað afbrotum, ofbeldi og útrýmt að mestu svörtum markaði með lyfseðilsskyld lyf. Önnur hugmynd væri að gefa fíklum endurgjaldslaust lyfið Naloxon, sem notað er til að endurlífga fólk sem hefur tekið of stóran skammt, sem það gengi með á sér. Þegar fólk deyr af sökum ofneyslu er það oftast annað fólk í neyslu sem er fyrst á vettvang. Með þessum aðferðum, og eflaust fleirum, má bjarga mannslífum.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun