Ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig á hálftíma fresti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 12:00 Það er ekki nóg að fara í ræktina þrisvar í viku. Mikilvægt er að forðast kyrrsetu og standa upp á hreyfa sig á hálftíma fresti. vísir/stefán Kyrrseta er sterkur áhættuþáttur ýmissa lífstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, kransæðsjúkdóma og sykursýki. Helga Margrét Skúladóttir hjartalæknir ráðleggur fólki að forðast kyrrsetu og standa að minnsta kosti upp á hálftíma fresti og hreyfa sig. Ekki sé nóg að fara bara í ræktina en hreyfa sig ekkert á öðrum tíma dagsins. Við sögðum frá því í fréttum að þó svo að mörg fyrirtæki séu komin með upphækkanleg borð þá er fólk ekki að nota þau. Dæmigerður Íslendingur situr því mikið á einum degi. Hann getur setið um hálfa klukkustund á dag í bíl í og úr vinnu. Í sex til átta klukkustundir við vinnu og kannsi í tvær klukkustundir við tölvu eða sjónvarp eftir að heim er komið. Þannig er stærstum hluta vökutímans varið í kyrrsetu. Helga Margrét ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig í að minnsta kosti eina mínútu á hálftíma fresti.Vitundarvakning nauðsynleg um áhrif kyrrsetu Helga Margrét segir að það vanti vitundarvakningu hér á landi um mikilvægi þess að forðast kyrrsetu og mælir með að fólk standi að minnsta kosti upp í mínútu á hálftíma fresti. „Það þarf að varast að sitja á rassinum tímunum saman og helst ekki meira en hálftíma í senn. Það eru mjög sterk tengsl milli þess hvað miklum tíma er varið í kyrrsetu og heilsu og langlífis,“ segir Helga Margrét. Hún segir ekki nóg að fara bara í ræktina. „Það þarf að hugsa þetta í tvennu lagi þ.e. annars vegar líkamsrækt eins og að spenna á sig hlaupaskóna eða gönguskóna. En hitt er að forðast kyrrsetu og standa og virkja stóru vöðvanna,“ segir Helga Margrét.Nánast engin hætta á sykursýki ef skrefin eru 10.000 á dag Aðspurð um hversu mikillar hreyfingar sé þá þörf segir hún að gott sé að fylgjast vel með hversu mikil hreyfingin sé yfir daginn. „Ég er farin að benda mínum skjólstæðingum á að fylgjast með skrefamæli það er mjög góð aðferð til að fylgjast með hvað við hreyfum okkur mikið í daglegu lífi. Það skiptir svo miklu máli að halda sér á hreyfingu. Þá hefur komið fram að þeir sem hreyfa sig meira en tíuþúsund skref á dag eru í nánast engri hættu á t.d. að fá sykursýki,“ segir Helga Margrét. Klippa: Ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig á hálftíma fresti Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
Kyrrseta er sterkur áhættuþáttur ýmissa lífstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, kransæðsjúkdóma og sykursýki. Helga Margrét Skúladóttir hjartalæknir ráðleggur fólki að forðast kyrrsetu og standa að minnsta kosti upp á hálftíma fresti og hreyfa sig. Ekki sé nóg að fara bara í ræktina en hreyfa sig ekkert á öðrum tíma dagsins. Við sögðum frá því í fréttum að þó svo að mörg fyrirtæki séu komin með upphækkanleg borð þá er fólk ekki að nota þau. Dæmigerður Íslendingur situr því mikið á einum degi. Hann getur setið um hálfa klukkustund á dag í bíl í og úr vinnu. Í sex til átta klukkustundir við vinnu og kannsi í tvær klukkustundir við tölvu eða sjónvarp eftir að heim er komið. Þannig er stærstum hluta vökutímans varið í kyrrsetu. Helga Margrét ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig í að minnsta kosti eina mínútu á hálftíma fresti.Vitundarvakning nauðsynleg um áhrif kyrrsetu Helga Margrét segir að það vanti vitundarvakningu hér á landi um mikilvægi þess að forðast kyrrsetu og mælir með að fólk standi að minnsta kosti upp í mínútu á hálftíma fresti. „Það þarf að varast að sitja á rassinum tímunum saman og helst ekki meira en hálftíma í senn. Það eru mjög sterk tengsl milli þess hvað miklum tíma er varið í kyrrsetu og heilsu og langlífis,“ segir Helga Margrét. Hún segir ekki nóg að fara bara í ræktina. „Það þarf að hugsa þetta í tvennu lagi þ.e. annars vegar líkamsrækt eins og að spenna á sig hlaupaskóna eða gönguskóna. En hitt er að forðast kyrrsetu og standa og virkja stóru vöðvanna,“ segir Helga Margrét.Nánast engin hætta á sykursýki ef skrefin eru 10.000 á dag Aðspurð um hversu mikillar hreyfingar sé þá þörf segir hún að gott sé að fylgjast vel með hversu mikil hreyfingin sé yfir daginn. „Ég er farin að benda mínum skjólstæðingum á að fylgjast með skrefamæli það er mjög góð aðferð til að fylgjast með hvað við hreyfum okkur mikið í daglegu lífi. Það skiptir svo miklu máli að halda sér á hreyfingu. Þá hefur komið fram að þeir sem hreyfa sig meira en tíuþúsund skref á dag eru í nánast engri hættu á t.d. að fá sykursýki,“ segir Helga Margrét. Klippa: Ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig á hálftíma fresti
Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira