Ástæðan er að það vantar framan á aðra höndina hans en hann lét það ekki stoppa sig og komst í leikmannahópinn hjá NFL-liði Seattle Seahawks.
Um helgina fékk Griffin verðlaunin „Game Changer Award“ á verðlaunahátíð NFL-deildarinnar en það eru verðlaun fyrir þann leikmann í NFL-deildinni sem „brýtur múra“ eða skrifar nýjan kafla í sögu deildarinnar.
Shaquem Griffin þakkaði fyrir sig eftir að hann fékk verðlaunin og hélt fallega ræðu sem hitti flesta beint í hjartastað.
Það er hægt að sjá þessa ræðu hér fyrir neðan en í ræðinni talar hann meðal annars um það að leyfa neikvæðni annarra ekki að ná til sín.
Shaquem Griffin's speech last night at the NFL Honors should be heard by every human in the world. Football fan or not a football fan. It doesn't matter. Just listen. pic.twitter.com/dId3w4kw8W
— NFL Update (@MySportsUpdate) February 3, 2019