Hægt að hindra þriðjung dauðsfalla af krabbameini Sveinn Arnarsson skrifar 4. febrúar 2019 06:00 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins sem hefur herferð í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Í fyrra létust tæplega 700 manns á Íslandi af völdum krabbameina. Krabbameinsfélagið telur að hægt væri að koma í veg fyrir að minnsta kosti þriðjung þessara dauðsfalla með auknum forvörnum, þekkingu á einkennum, snemmgreiningu og meðferð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í tilefni þess að í dag er alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Vinnuvikan sem er að hefjast verður tileinkuð fræðslu tengdri krabbameinum og forvörnum gegn þeim. Þá hefst í dag þriggja ára herferð krabbameinsfélaga um allan heim. Hefur Krabbameinsfélagið fengið fyrirtæki til liðs við sig sem skuldbinda sig til að láta til sín taka í baráttunni gegn krabbameinum. Þessi fyrirtæki munu miðla upplýsingum til starfsmanna sinna og stuðla að heilsusamlegu vinnuumhverfi. Þá eru önnur fyrirtæki hvött til að skrá sig til leiks og verður boðið upp á fyrirlestra í fyrirtæki, ráðgjöf og fjölbreytt námskeið. Haft er eftir Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins, að allir þurfi að vera meðvitaðir um lífsstílsþætti sem eru fyrirbyggjandi gegn krabbameinum. Fyrirtæki geti stutt við starfsmenn sína með því að auðvelda þeim að velja heilbrigða lifnaðarhætti og um leið unnið gegn krabbameinum. „Aukin þekking hjálpar okkur að vera vakandi fyrir einkennum, taka upplýstar ákvarðanir um heilsu okkar og takast á við ótta og misskilning um krabbamein,“ segir Halla. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Virkja krabbameinsáætlun í fyrsta sinn Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir nýsamþykkta krabbameinsáætlun tímamótaplagg enda í fyrsta sinn sem slík áætlun er virkjuð hér á landi. Hún vonast til að stjórnvöld dragi ekki lappirnar í úrvinnslu hennar. 31. janúar 2019 21:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Sjá meira
Í fyrra létust tæplega 700 manns á Íslandi af völdum krabbameina. Krabbameinsfélagið telur að hægt væri að koma í veg fyrir að minnsta kosti þriðjung þessara dauðsfalla með auknum forvörnum, þekkingu á einkennum, snemmgreiningu og meðferð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í tilefni þess að í dag er alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Vinnuvikan sem er að hefjast verður tileinkuð fræðslu tengdri krabbameinum og forvörnum gegn þeim. Þá hefst í dag þriggja ára herferð krabbameinsfélaga um allan heim. Hefur Krabbameinsfélagið fengið fyrirtæki til liðs við sig sem skuldbinda sig til að láta til sín taka í baráttunni gegn krabbameinum. Þessi fyrirtæki munu miðla upplýsingum til starfsmanna sinna og stuðla að heilsusamlegu vinnuumhverfi. Þá eru önnur fyrirtæki hvött til að skrá sig til leiks og verður boðið upp á fyrirlestra í fyrirtæki, ráðgjöf og fjölbreytt námskeið. Haft er eftir Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins, að allir þurfi að vera meðvitaðir um lífsstílsþætti sem eru fyrirbyggjandi gegn krabbameinum. Fyrirtæki geti stutt við starfsmenn sína með því að auðvelda þeim að velja heilbrigða lifnaðarhætti og um leið unnið gegn krabbameinum. „Aukin þekking hjálpar okkur að vera vakandi fyrir einkennum, taka upplýstar ákvarðanir um heilsu okkar og takast á við ótta og misskilning um krabbamein,“ segir Halla.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Virkja krabbameinsáætlun í fyrsta sinn Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir nýsamþykkta krabbameinsáætlun tímamótaplagg enda í fyrsta sinn sem slík áætlun er virkjuð hér á landi. Hún vonast til að stjórnvöld dragi ekki lappirnar í úrvinnslu hennar. 31. janúar 2019 21:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Sjá meira
Virkja krabbameinsáætlun í fyrsta sinn Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir nýsamþykkta krabbameinsáætlun tímamótaplagg enda í fyrsta sinn sem slík áætlun er virkjuð hér á landi. Hún vonast til að stjórnvöld dragi ekki lappirnar í úrvinnslu hennar. 31. janúar 2019 21:00