Klókir njósnarar Guðmundur Steingrímsson skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Einhvern tímann skoðaði ég á Pinterest uppskriftir að stökkum sesamkjúklingi í súrsætri sósu að asískum hætti. Ég eldaði góða uppskrift og hlaut mikið hrós fyrir frá mínu fólki. Síðan þá hef ég stundum gripið aftur til þessarar uppskriftar og árangurinn verður sífellt betri og betri. Ég má heita sérfræðingur, orðið, í sesamkjúklingi að asískum hætti. En hvað um það. Það sem er athyglisvert við þetta litla framtak mitt, er það að fólkið á Pinterest-skrifstofunni er greinilega rosalega upptekið af því að ég skuli hafa leitað að uppskrift hjá þeim að sesamkjúklingi. Alveg síðan ég leitaði að þessu fyrst, fyrir um fjórum árum, hafa stöðugt komið frá Pinterest fleiri tillögur að alls konar uppskriftum að slíkum kjúklingi. Athugaðu þessar uppskriftir að stökkum sesamkjúklingi, Guðmundur! kemur reglulega í pósthólfið mitt. Mér líður eins og þau þarna á Pinterest haldi að þetta sé það eina sem ég geri: Að elda sesamkjúkling. Það er eins og þau átti sig ekki á því, að leit minni að hinum fullkomna sesamkjúklingi er lokið.Snjöll sölumennska Pinterest telur greinilega líka að eftir að ég skoðaði mismunandi útfærslur af stigum og smíðaði stiga fyrir nokkrum árum, sé ég enn að smíða stiga. Skoðaðu þennan stiga, Guðmundur! kemur reglulega í pósthólfið, á milli kjúklinganna. Pinterest heldur kannski að ég sé endalaust að bæta við stigann, til að komast hærra. Konan mín pantaði einu sinni gistingu fyrir okkur hjónin á fallegu nýju hóteli við Úlfljótsvatn. Þetta hótel reyndist áður hafa verið meðferðarheimilið Byrgið — sem gerði mig að Guðmundi í Byrginu um stundarsakir — en það sem skiptir máli hér, er það að hotels.com er alveg með það á hreinu að konan mín leiti enn að gistingu á þessum slóðum. Samkvæmt hotels.com linnir hún ekki látum. Hún verður að þefa uppi fleiri gistingar við Úlfljótsvatn. Skoðaðu þetta hótel við Úlfljótsvatn! kemur í pósthólfið hennar.Hver er ég? Ég er viss um að borgarstjórnarminnihlutinn, eftir að hafa gúgglað pálmatré alla síðustu viku, mun fá sendar tillögur að síðum um pálmatré í áratugi hér eftir. Svona gengur algóriþmum stórfyrirtækjanna vel að skilgreina áhugasvið neytendanna, eða hitt þó heldur. Mikið er rætt þessa dagana um njósnir Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, netverslana og bókunarsíðna. Um það hvernig upplýsingum er safnað um hegðun fólks og þær ganga kaupum og sölum. Óprúttnir aðilar reyna að færa sér þetta í nyt. Auðvitað er þetta áhyggjuefni og auðvitað þarf að setja þessari gagnaöflun skorður og það þarf að tryggja vernd persónuupplýsinga. En hitt er aftur annað mál: Ég held að það sé full ástæða til þess að minna sig ítrekað á það, að alveg sama hvað Zuckerberg — eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður — safnar mörgum leitarorðum frá mér, þá veit hann samt auðvitað ekki hver ég er. Allar manneskjur eru miklu flóknari, dýpri og meira spennandi en öll leitarorð heimsins geta sagt til um. Ég er ekki miðillinn sem ég nota eða netið sem ég skoða. Að því sögðu er ég rokinn á Úlfljótsvatn til að smíða stiga og búa til sesamkjúkling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Einhvern tímann skoðaði ég á Pinterest uppskriftir að stökkum sesamkjúklingi í súrsætri sósu að asískum hætti. Ég eldaði góða uppskrift og hlaut mikið hrós fyrir frá mínu fólki. Síðan þá hef ég stundum gripið aftur til þessarar uppskriftar og árangurinn verður sífellt betri og betri. Ég má heita sérfræðingur, orðið, í sesamkjúklingi að asískum hætti. En hvað um það. Það sem er athyglisvert við þetta litla framtak mitt, er það að fólkið á Pinterest-skrifstofunni er greinilega rosalega upptekið af því að ég skuli hafa leitað að uppskrift hjá þeim að sesamkjúklingi. Alveg síðan ég leitaði að þessu fyrst, fyrir um fjórum árum, hafa stöðugt komið frá Pinterest fleiri tillögur að alls konar uppskriftum að slíkum kjúklingi. Athugaðu þessar uppskriftir að stökkum sesamkjúklingi, Guðmundur! kemur reglulega í pósthólfið mitt. Mér líður eins og þau þarna á Pinterest haldi að þetta sé það eina sem ég geri: Að elda sesamkjúkling. Það er eins og þau átti sig ekki á því, að leit minni að hinum fullkomna sesamkjúklingi er lokið.Snjöll sölumennska Pinterest telur greinilega líka að eftir að ég skoðaði mismunandi útfærslur af stigum og smíðaði stiga fyrir nokkrum árum, sé ég enn að smíða stiga. Skoðaðu þennan stiga, Guðmundur! kemur reglulega í pósthólfið, á milli kjúklinganna. Pinterest heldur kannski að ég sé endalaust að bæta við stigann, til að komast hærra. Konan mín pantaði einu sinni gistingu fyrir okkur hjónin á fallegu nýju hóteli við Úlfljótsvatn. Þetta hótel reyndist áður hafa verið meðferðarheimilið Byrgið — sem gerði mig að Guðmundi í Byrginu um stundarsakir — en það sem skiptir máli hér, er það að hotels.com er alveg með það á hreinu að konan mín leiti enn að gistingu á þessum slóðum. Samkvæmt hotels.com linnir hún ekki látum. Hún verður að þefa uppi fleiri gistingar við Úlfljótsvatn. Skoðaðu þetta hótel við Úlfljótsvatn! kemur í pósthólfið hennar.Hver er ég? Ég er viss um að borgarstjórnarminnihlutinn, eftir að hafa gúgglað pálmatré alla síðustu viku, mun fá sendar tillögur að síðum um pálmatré í áratugi hér eftir. Svona gengur algóriþmum stórfyrirtækjanna vel að skilgreina áhugasvið neytendanna, eða hitt þó heldur. Mikið er rætt þessa dagana um njósnir Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, netverslana og bókunarsíðna. Um það hvernig upplýsingum er safnað um hegðun fólks og þær ganga kaupum og sölum. Óprúttnir aðilar reyna að færa sér þetta í nyt. Auðvitað er þetta áhyggjuefni og auðvitað þarf að setja þessari gagnaöflun skorður og það þarf að tryggja vernd persónuupplýsinga. En hitt er aftur annað mál: Ég held að það sé full ástæða til þess að minna sig ítrekað á það, að alveg sama hvað Zuckerberg — eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður — safnar mörgum leitarorðum frá mér, þá veit hann samt auðvitað ekki hver ég er. Allar manneskjur eru miklu flóknari, dýpri og meira spennandi en öll leitarorð heimsins geta sagt til um. Ég er ekki miðillinn sem ég nota eða netið sem ég skoða. Að því sögðu er ég rokinn á Úlfljótsvatn til að smíða stiga og búa til sesamkjúkling.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun