Klókir njósnarar Guðmundur Steingrímsson skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Einhvern tímann skoðaði ég á Pinterest uppskriftir að stökkum sesamkjúklingi í súrsætri sósu að asískum hætti. Ég eldaði góða uppskrift og hlaut mikið hrós fyrir frá mínu fólki. Síðan þá hef ég stundum gripið aftur til þessarar uppskriftar og árangurinn verður sífellt betri og betri. Ég má heita sérfræðingur, orðið, í sesamkjúklingi að asískum hætti. En hvað um það. Það sem er athyglisvert við þetta litla framtak mitt, er það að fólkið á Pinterest-skrifstofunni er greinilega rosalega upptekið af því að ég skuli hafa leitað að uppskrift hjá þeim að sesamkjúklingi. Alveg síðan ég leitaði að þessu fyrst, fyrir um fjórum árum, hafa stöðugt komið frá Pinterest fleiri tillögur að alls konar uppskriftum að slíkum kjúklingi. Athugaðu þessar uppskriftir að stökkum sesamkjúklingi, Guðmundur! kemur reglulega í pósthólfið mitt. Mér líður eins og þau þarna á Pinterest haldi að þetta sé það eina sem ég geri: Að elda sesamkjúkling. Það er eins og þau átti sig ekki á því, að leit minni að hinum fullkomna sesamkjúklingi er lokið.Snjöll sölumennska Pinterest telur greinilega líka að eftir að ég skoðaði mismunandi útfærslur af stigum og smíðaði stiga fyrir nokkrum árum, sé ég enn að smíða stiga. Skoðaðu þennan stiga, Guðmundur! kemur reglulega í pósthólfið, á milli kjúklinganna. Pinterest heldur kannski að ég sé endalaust að bæta við stigann, til að komast hærra. Konan mín pantaði einu sinni gistingu fyrir okkur hjónin á fallegu nýju hóteli við Úlfljótsvatn. Þetta hótel reyndist áður hafa verið meðferðarheimilið Byrgið — sem gerði mig að Guðmundi í Byrginu um stundarsakir — en það sem skiptir máli hér, er það að hotels.com er alveg með það á hreinu að konan mín leiti enn að gistingu á þessum slóðum. Samkvæmt hotels.com linnir hún ekki látum. Hún verður að þefa uppi fleiri gistingar við Úlfljótsvatn. Skoðaðu þetta hótel við Úlfljótsvatn! kemur í pósthólfið hennar.Hver er ég? Ég er viss um að borgarstjórnarminnihlutinn, eftir að hafa gúgglað pálmatré alla síðustu viku, mun fá sendar tillögur að síðum um pálmatré í áratugi hér eftir. Svona gengur algóriþmum stórfyrirtækjanna vel að skilgreina áhugasvið neytendanna, eða hitt þó heldur. Mikið er rætt þessa dagana um njósnir Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, netverslana og bókunarsíðna. Um það hvernig upplýsingum er safnað um hegðun fólks og þær ganga kaupum og sölum. Óprúttnir aðilar reyna að færa sér þetta í nyt. Auðvitað er þetta áhyggjuefni og auðvitað þarf að setja þessari gagnaöflun skorður og það þarf að tryggja vernd persónuupplýsinga. En hitt er aftur annað mál: Ég held að það sé full ástæða til þess að minna sig ítrekað á það, að alveg sama hvað Zuckerberg — eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður — safnar mörgum leitarorðum frá mér, þá veit hann samt auðvitað ekki hver ég er. Allar manneskjur eru miklu flóknari, dýpri og meira spennandi en öll leitarorð heimsins geta sagt til um. Ég er ekki miðillinn sem ég nota eða netið sem ég skoða. Að því sögðu er ég rokinn á Úlfljótsvatn til að smíða stiga og búa til sesamkjúkling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Einhvern tímann skoðaði ég á Pinterest uppskriftir að stökkum sesamkjúklingi í súrsætri sósu að asískum hætti. Ég eldaði góða uppskrift og hlaut mikið hrós fyrir frá mínu fólki. Síðan þá hef ég stundum gripið aftur til þessarar uppskriftar og árangurinn verður sífellt betri og betri. Ég má heita sérfræðingur, orðið, í sesamkjúklingi að asískum hætti. En hvað um það. Það sem er athyglisvert við þetta litla framtak mitt, er það að fólkið á Pinterest-skrifstofunni er greinilega rosalega upptekið af því að ég skuli hafa leitað að uppskrift hjá þeim að sesamkjúklingi. Alveg síðan ég leitaði að þessu fyrst, fyrir um fjórum árum, hafa stöðugt komið frá Pinterest fleiri tillögur að alls konar uppskriftum að slíkum kjúklingi. Athugaðu þessar uppskriftir að stökkum sesamkjúklingi, Guðmundur! kemur reglulega í pósthólfið mitt. Mér líður eins og þau þarna á Pinterest haldi að þetta sé það eina sem ég geri: Að elda sesamkjúkling. Það er eins og þau átti sig ekki á því, að leit minni að hinum fullkomna sesamkjúklingi er lokið.Snjöll sölumennska Pinterest telur greinilega líka að eftir að ég skoðaði mismunandi útfærslur af stigum og smíðaði stiga fyrir nokkrum árum, sé ég enn að smíða stiga. Skoðaðu þennan stiga, Guðmundur! kemur reglulega í pósthólfið, á milli kjúklinganna. Pinterest heldur kannski að ég sé endalaust að bæta við stigann, til að komast hærra. Konan mín pantaði einu sinni gistingu fyrir okkur hjónin á fallegu nýju hóteli við Úlfljótsvatn. Þetta hótel reyndist áður hafa verið meðferðarheimilið Byrgið — sem gerði mig að Guðmundi í Byrginu um stundarsakir — en það sem skiptir máli hér, er það að hotels.com er alveg með það á hreinu að konan mín leiti enn að gistingu á þessum slóðum. Samkvæmt hotels.com linnir hún ekki látum. Hún verður að þefa uppi fleiri gistingar við Úlfljótsvatn. Skoðaðu þetta hótel við Úlfljótsvatn! kemur í pósthólfið hennar.Hver er ég? Ég er viss um að borgarstjórnarminnihlutinn, eftir að hafa gúgglað pálmatré alla síðustu viku, mun fá sendar tillögur að síðum um pálmatré í áratugi hér eftir. Svona gengur algóriþmum stórfyrirtækjanna vel að skilgreina áhugasvið neytendanna, eða hitt þó heldur. Mikið er rætt þessa dagana um njósnir Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, netverslana og bókunarsíðna. Um það hvernig upplýsingum er safnað um hegðun fólks og þær ganga kaupum og sölum. Óprúttnir aðilar reyna að færa sér þetta í nyt. Auðvitað er þetta áhyggjuefni og auðvitað þarf að setja þessari gagnaöflun skorður og það þarf að tryggja vernd persónuupplýsinga. En hitt er aftur annað mál: Ég held að það sé full ástæða til þess að minna sig ítrekað á það, að alveg sama hvað Zuckerberg — eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður — safnar mörgum leitarorðum frá mér, þá veit hann samt auðvitað ekki hver ég er. Allar manneskjur eru miklu flóknari, dýpri og meira spennandi en öll leitarorð heimsins geta sagt til um. Ég er ekki miðillinn sem ég nota eða netið sem ég skoða. Að því sögðu er ég rokinn á Úlfljótsvatn til að smíða stiga og búa til sesamkjúkling.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun