Skólinn, birtan og klukkan Kristín Bjarnadóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Allt fram á tíunda áratug tuttugustu aldar þótti nauðsynlegt að tvísetja skóla. Hvorki var þá forgangsmál að byggja skólahúsnæði né var unnt að sjá kennurum fyrir fullu starfi við að kenna einum 20–25 barna hópi. Þá þurfti að byrja snemma á morgnana því að skólastarfið stóð yfir fram til kl. fimm eða sex síðdegis. Á sjötta áratugnum voru barnaskólar, til dæmis Austurbæjarskólinn, þrísettir fyrir yngstu börnin. Fyrsti hópurinn kom laust fyrir níu, annar á tólfta tímanum og sá þriðji laust fyrir klukkan tvö síðdegis. Þá var vetrartími frá fyrsta vetrardegi. Af þessu sést að jafnvel á tíma, þegar skólum var haldið í kreppu húsnæðisleysis, var minnstu börnunum hlíft eins og kostur var við myrkrinu. Þau komu í skólann um það bil hálfri annarri klukkustund nær dagrenningu en nú gerist. Nú eru aðrir tímar. Skólar eru einsetnir og reglulegu skólastarfi er víðast lokið upp úr klukkan tvö síðdegis. Nú er lag að gera róttækar breytingar á vinnulagi skólanna og margra landsmanna um leið. Annars vegar að hefja starf grunnskóla um klukkan níu að morgni. Hins vegar að stilla klukkuna sem næst sólartíma og miða allt árið við lengdarbauginn 15° vestlægrar lengdar sem liggur um Fljótsdalshérað í stað þess að miða við tíma kenndan við Greenwich í London. Margar mótbárur munu heyrast við þessari tillögu. Ein er sú að foreldrar hefji vinnu snemma á morgni og muni ekki geta komið börnunum af stað í skólann á réttum tíma. Því er til að svara að margir foreldrar þurfa ekki að hefja störf svo snemma. Þeir sem hafa sveigjanlegan vinnutíma hafa jafnvel kosið að hefja sína vinnu snemma barnanna vegna. Verslanir opna margar ekki fyrr en tíu eða ellefu og starfsfólk þar er ekki bundið af fótaferðartíma fyrir kl. 7 að morgni. Rétt er að geta þess að til eru framhaldsskólar sem hafa gert tilraun til að hefja reglulega kennslu kl. níu, en telja reynsluna vera að það skipti engu máli. Foreldrar séu of snemma á bak og burt til að ýta við unglingunum. Því er til að svara að margir nemendur á framhaldsskólaaldri eru miklar svefnpurkur vegna þess þroska sem þeir eru að taka út og tilraunin er því ekki marktæk. Miklu fremur ætti að hugsa um yngstu börnin sem þurfa að paufast í skólann í myrkrinu. Ekki verður myrkrið forðast á öllum árstímum en sem betur fer fellur jólafrí saman við svartasta skammdegið. Þegar börnin koma aftur í skólann viku af janúar verður birting laust fyrir kl. níu og sólris upp úr kl. tíu væri klukkunni breytt. Svo færast þessir tíma fram með hverri viku nýs árs.Höfundur er fyrrverandi prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Allt fram á tíunda áratug tuttugustu aldar þótti nauðsynlegt að tvísetja skóla. Hvorki var þá forgangsmál að byggja skólahúsnæði né var unnt að sjá kennurum fyrir fullu starfi við að kenna einum 20–25 barna hópi. Þá þurfti að byrja snemma á morgnana því að skólastarfið stóð yfir fram til kl. fimm eða sex síðdegis. Á sjötta áratugnum voru barnaskólar, til dæmis Austurbæjarskólinn, þrísettir fyrir yngstu börnin. Fyrsti hópurinn kom laust fyrir níu, annar á tólfta tímanum og sá þriðji laust fyrir klukkan tvö síðdegis. Þá var vetrartími frá fyrsta vetrardegi. Af þessu sést að jafnvel á tíma, þegar skólum var haldið í kreppu húsnæðisleysis, var minnstu börnunum hlíft eins og kostur var við myrkrinu. Þau komu í skólann um það bil hálfri annarri klukkustund nær dagrenningu en nú gerist. Nú eru aðrir tímar. Skólar eru einsetnir og reglulegu skólastarfi er víðast lokið upp úr klukkan tvö síðdegis. Nú er lag að gera róttækar breytingar á vinnulagi skólanna og margra landsmanna um leið. Annars vegar að hefja starf grunnskóla um klukkan níu að morgni. Hins vegar að stilla klukkuna sem næst sólartíma og miða allt árið við lengdarbauginn 15° vestlægrar lengdar sem liggur um Fljótsdalshérað í stað þess að miða við tíma kenndan við Greenwich í London. Margar mótbárur munu heyrast við þessari tillögu. Ein er sú að foreldrar hefji vinnu snemma á morgni og muni ekki geta komið börnunum af stað í skólann á réttum tíma. Því er til að svara að margir foreldrar þurfa ekki að hefja störf svo snemma. Þeir sem hafa sveigjanlegan vinnutíma hafa jafnvel kosið að hefja sína vinnu snemma barnanna vegna. Verslanir opna margar ekki fyrr en tíu eða ellefu og starfsfólk þar er ekki bundið af fótaferðartíma fyrir kl. 7 að morgni. Rétt er að geta þess að til eru framhaldsskólar sem hafa gert tilraun til að hefja reglulega kennslu kl. níu, en telja reynsluna vera að það skipti engu máli. Foreldrar séu of snemma á bak og burt til að ýta við unglingunum. Því er til að svara að margir nemendur á framhaldsskólaaldri eru miklar svefnpurkur vegna þess þroska sem þeir eru að taka út og tilraunin er því ekki marktæk. Miklu fremur ætti að hugsa um yngstu börnin sem þurfa að paufast í skólann í myrkrinu. Ekki verður myrkrið forðast á öllum árstímum en sem betur fer fellur jólafrí saman við svartasta skammdegið. Þegar börnin koma aftur í skólann viku af janúar verður birting laust fyrir kl. níu og sólris upp úr kl. tíu væri klukkunni breytt. Svo færast þessir tíma fram með hverri viku nýs árs.Höfundur er fyrrverandi prófessor.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun