Skólinn, birtan og klukkan Kristín Bjarnadóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Allt fram á tíunda áratug tuttugustu aldar þótti nauðsynlegt að tvísetja skóla. Hvorki var þá forgangsmál að byggja skólahúsnæði né var unnt að sjá kennurum fyrir fullu starfi við að kenna einum 20–25 barna hópi. Þá þurfti að byrja snemma á morgnana því að skólastarfið stóð yfir fram til kl. fimm eða sex síðdegis. Á sjötta áratugnum voru barnaskólar, til dæmis Austurbæjarskólinn, þrísettir fyrir yngstu börnin. Fyrsti hópurinn kom laust fyrir níu, annar á tólfta tímanum og sá þriðji laust fyrir klukkan tvö síðdegis. Þá var vetrartími frá fyrsta vetrardegi. Af þessu sést að jafnvel á tíma, þegar skólum var haldið í kreppu húsnæðisleysis, var minnstu börnunum hlíft eins og kostur var við myrkrinu. Þau komu í skólann um það bil hálfri annarri klukkustund nær dagrenningu en nú gerist. Nú eru aðrir tímar. Skólar eru einsetnir og reglulegu skólastarfi er víðast lokið upp úr klukkan tvö síðdegis. Nú er lag að gera róttækar breytingar á vinnulagi skólanna og margra landsmanna um leið. Annars vegar að hefja starf grunnskóla um klukkan níu að morgni. Hins vegar að stilla klukkuna sem næst sólartíma og miða allt árið við lengdarbauginn 15° vestlægrar lengdar sem liggur um Fljótsdalshérað í stað þess að miða við tíma kenndan við Greenwich í London. Margar mótbárur munu heyrast við þessari tillögu. Ein er sú að foreldrar hefji vinnu snemma á morgni og muni ekki geta komið börnunum af stað í skólann á réttum tíma. Því er til að svara að margir foreldrar þurfa ekki að hefja störf svo snemma. Þeir sem hafa sveigjanlegan vinnutíma hafa jafnvel kosið að hefja sína vinnu snemma barnanna vegna. Verslanir opna margar ekki fyrr en tíu eða ellefu og starfsfólk þar er ekki bundið af fótaferðartíma fyrir kl. 7 að morgni. Rétt er að geta þess að til eru framhaldsskólar sem hafa gert tilraun til að hefja reglulega kennslu kl. níu, en telja reynsluna vera að það skipti engu máli. Foreldrar séu of snemma á bak og burt til að ýta við unglingunum. Því er til að svara að margir nemendur á framhaldsskólaaldri eru miklar svefnpurkur vegna þess þroska sem þeir eru að taka út og tilraunin er því ekki marktæk. Miklu fremur ætti að hugsa um yngstu börnin sem þurfa að paufast í skólann í myrkrinu. Ekki verður myrkrið forðast á öllum árstímum en sem betur fer fellur jólafrí saman við svartasta skammdegið. Þegar börnin koma aftur í skólann viku af janúar verður birting laust fyrir kl. níu og sólris upp úr kl. tíu væri klukkunni breytt. Svo færast þessir tíma fram með hverri viku nýs árs.Höfundur er fyrrverandi prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Allt fram á tíunda áratug tuttugustu aldar þótti nauðsynlegt að tvísetja skóla. Hvorki var þá forgangsmál að byggja skólahúsnæði né var unnt að sjá kennurum fyrir fullu starfi við að kenna einum 20–25 barna hópi. Þá þurfti að byrja snemma á morgnana því að skólastarfið stóð yfir fram til kl. fimm eða sex síðdegis. Á sjötta áratugnum voru barnaskólar, til dæmis Austurbæjarskólinn, þrísettir fyrir yngstu börnin. Fyrsti hópurinn kom laust fyrir níu, annar á tólfta tímanum og sá þriðji laust fyrir klukkan tvö síðdegis. Þá var vetrartími frá fyrsta vetrardegi. Af þessu sést að jafnvel á tíma, þegar skólum var haldið í kreppu húsnæðisleysis, var minnstu börnunum hlíft eins og kostur var við myrkrinu. Þau komu í skólann um það bil hálfri annarri klukkustund nær dagrenningu en nú gerist. Nú eru aðrir tímar. Skólar eru einsetnir og reglulegu skólastarfi er víðast lokið upp úr klukkan tvö síðdegis. Nú er lag að gera róttækar breytingar á vinnulagi skólanna og margra landsmanna um leið. Annars vegar að hefja starf grunnskóla um klukkan níu að morgni. Hins vegar að stilla klukkuna sem næst sólartíma og miða allt árið við lengdarbauginn 15° vestlægrar lengdar sem liggur um Fljótsdalshérað í stað þess að miða við tíma kenndan við Greenwich í London. Margar mótbárur munu heyrast við þessari tillögu. Ein er sú að foreldrar hefji vinnu snemma á morgni og muni ekki geta komið börnunum af stað í skólann á réttum tíma. Því er til að svara að margir foreldrar þurfa ekki að hefja störf svo snemma. Þeir sem hafa sveigjanlegan vinnutíma hafa jafnvel kosið að hefja sína vinnu snemma barnanna vegna. Verslanir opna margar ekki fyrr en tíu eða ellefu og starfsfólk þar er ekki bundið af fótaferðartíma fyrir kl. 7 að morgni. Rétt er að geta þess að til eru framhaldsskólar sem hafa gert tilraun til að hefja reglulega kennslu kl. níu, en telja reynsluna vera að það skipti engu máli. Foreldrar séu of snemma á bak og burt til að ýta við unglingunum. Því er til að svara að margir nemendur á framhaldsskólaaldri eru miklar svefnpurkur vegna þess þroska sem þeir eru að taka út og tilraunin er því ekki marktæk. Miklu fremur ætti að hugsa um yngstu börnin sem þurfa að paufast í skólann í myrkrinu. Ekki verður myrkrið forðast á öllum árstímum en sem betur fer fellur jólafrí saman við svartasta skammdegið. Þegar börnin koma aftur í skólann viku af janúar verður birting laust fyrir kl. níu og sólris upp úr kl. tíu væri klukkunni breytt. Svo færast þessir tíma fram með hverri viku nýs árs.Höfundur er fyrrverandi prófessor.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar