Frost Guðmundur Brynjólfsson skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Ég á ekki hitamæli enda eru þeir heldur til óþurftar. Samanber það sem merkur maður suður á Vatnsleysuströnd sagði um miðja síðustu öld, þegar nágranni vildi ekki lána honum rassmæli að brúka á sig og sína fjölskyldu: „Iss, það eru alltaf veikindi þar sem til eru hitamælar.“ Samt hef ég tekið eftir því að undanfarið hefur ríkt nokkurt frost. Ég merki það helst á kettinum sem nennir ekki út en færir sig á milli stóla hér inni, fer úr leðri í pluss og úr plussi í leður en kýlir vömbina þess á milli og étur frá mér harðfiskinn og lifrarpylsuna. Auk innflutts sérfæðis sem hingað kemur með fraktskipum. Kötturinn jafnar kolefnissporið um sumur með því að drepa mýs. En mýs reka heil ósköp við og stuðla þannig að ofsafengnara veðurlagi en áður hefur þekkst. Landinn er duglegur að mynda mælaborðið í bílunum sínum, þar birtast hitatölur og vill hver maður helst ná svakalegustu mínustölunum á mynd og birta þær á samfélagsmiðlum. Óvíst er í hvaða tilgangi. Hinir svokölluðu „elstu menn“ sem eðli málsins samkvæmt eru aldrei sömu mennirnir hafa þó ekki verið spurðir út í þennan frostakafla. Líklega vegna þess að það þarf ekki að leita til nema fjórtán ára barna til þess að rifja upp skelfilegra kuldakast – en þau börn ættu flest að muna veturinn 2011. Þetta samfélag er alltaf að ná nýjum hæðum í taugaveiklun yfir aðgreindustu málum, nú er það frostið. Það er líkt og hér hafi aldrei áður fryst, sundlaugar loka, hlutdeild Sólskríkjusjóðsins í skráðum hlutafélögum fer að verða hættuleg efnahagslífinu, „elstu menn“ muna ekkert en liggja fullir á Tene. Hvað næst? Jú, bann við hitamælum: Því það eru alltaf veikindi þar sem til eru hitamælar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Ég á ekki hitamæli enda eru þeir heldur til óþurftar. Samanber það sem merkur maður suður á Vatnsleysuströnd sagði um miðja síðustu öld, þegar nágranni vildi ekki lána honum rassmæli að brúka á sig og sína fjölskyldu: „Iss, það eru alltaf veikindi þar sem til eru hitamælar.“ Samt hef ég tekið eftir því að undanfarið hefur ríkt nokkurt frost. Ég merki það helst á kettinum sem nennir ekki út en færir sig á milli stóla hér inni, fer úr leðri í pluss og úr plussi í leður en kýlir vömbina þess á milli og étur frá mér harðfiskinn og lifrarpylsuna. Auk innflutts sérfæðis sem hingað kemur með fraktskipum. Kötturinn jafnar kolefnissporið um sumur með því að drepa mýs. En mýs reka heil ósköp við og stuðla þannig að ofsafengnara veðurlagi en áður hefur þekkst. Landinn er duglegur að mynda mælaborðið í bílunum sínum, þar birtast hitatölur og vill hver maður helst ná svakalegustu mínustölunum á mynd og birta þær á samfélagsmiðlum. Óvíst er í hvaða tilgangi. Hinir svokölluðu „elstu menn“ sem eðli málsins samkvæmt eru aldrei sömu mennirnir hafa þó ekki verið spurðir út í þennan frostakafla. Líklega vegna þess að það þarf ekki að leita til nema fjórtán ára barna til þess að rifja upp skelfilegra kuldakast – en þau börn ættu flest að muna veturinn 2011. Þetta samfélag er alltaf að ná nýjum hæðum í taugaveiklun yfir aðgreindustu málum, nú er það frostið. Það er líkt og hér hafi aldrei áður fryst, sundlaugar loka, hlutdeild Sólskríkjusjóðsins í skráðum hlutafélögum fer að verða hættuleg efnahagslífinu, „elstu menn“ muna ekkert en liggja fullir á Tene. Hvað næst? Jú, bann við hitamælum: Því það eru alltaf veikindi þar sem til eru hitamælar.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar