Söguleg heimsókn páfa til Arabíuskaga Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. febrúar 2019 08:00 Frans páfi sést hér ásamt krónprinsinum Mohammed bin Zayed við komuna til Abú Dabí í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Frans páfi kom í gær til Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (S.A.F.) en um er að ræða sögulega fyrstu heimsókn leiðtoga kaþólsku kirkjunnar til Arabíuskaga. Það var krónprins landsins Mohammed bin Zayed sem bauð páfa til þátttöku í trúarráðstefnu. Á þriðjudag mun Frans páfi halda messu sem búist er við að um 120 þúsund manns muni sækja en tæplega milljón kaþólikka er búsett í S.A.F. Við brottförina frá Róm lagði Frans páfi áherslu á þjáningarnar sem íbúar Jemens ganga í gegnum vegna stríðsátaka í landinu en hann hefur áður biðlað til alþjóðasamfélagsins um að binda enda á átökin. Páfinn hrósaði yfirvöldum í S.A.F. í aðdraganda heimsóknarinnar og sagði þau reyna að tryggja sambúð ólíkra menningarheima. Árið 2019 hefur verið nefnt „ár umburðarlyndis“ í landinu. S.A.F. hafa ásamt Sádi Arabíu stutt stjórnarherinn í Jemen gegn uppreisnarsveitum Húta. Ýmsir hafa gagnrýnt heimsókn páfa vegna aðkomu S.A.F. að stríðinu í Jemen. Þannig sagði fyrrverandi CIA-maðurinn Emile Nakhleh að heimsóknin væri ekki réttlætanleg á meðan S.A.F. væru tengd stríðinu í Jemen. Ef páfinn myndi ekki taka málið upp í viðræðum sínum við ráðamenn í S.A.F. myndi hann tapa trúverðugleika sínum í Miðausturlöndum. Paul Lansu sem starfar hjá kaþólsku friðarsamtökunum Pax Christi International sagðist vonast til þess að páfanum tækist að sannfæra ráðamenn í S.A.F. um að breyta um stefnu varðandi stríðið í Jemen. Leiðarahöfundur í breska blaðinu The Guardian bendir á að páfinn hafi áður verið gagnrýndur fyrir að hafa svikið kaþólsku kirkjuna í Kína fyrir samkomulag við þarlend stjórnvöld. Þá hafi hann ekki viljað styggja stjórnvöld í Mjanmar með því að minnast á Róhingja í heimsókn sinni þangað. Þótt það sé ólíklegt að páfinn noti tækifærið til að ræða ástandið í Jemen séu það engu að síður mikilvæg skilaboð að kristnir geti á friðsælan hátt komið saman til trúarathafnar í múslimsku landi. Friðarviðræður milli stríðsaðila í Jemen héldu áfram í gær eftir að hafa legið niðri í um einn mánuð. Viðræðurnar fóru fram í skipi á vegum Sameinuðu þjóðanna á Rauðahafi þar sem hvorki náðist samkomulag um fundarstað á yfirráðasvæðum Húta né stjórnarhersins. Birtist í Fréttablaðinu Páfagarður Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fyrstur páfa til að sækja Arabíuskaga heim Leiðtogi kaþólsku kirkjunnar, Frans páfi, mun í dag sækja Sameinuðu arabísku furstadæmin heim. 3. febrúar 2019 16:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Frans páfi kom í gær til Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (S.A.F.) en um er að ræða sögulega fyrstu heimsókn leiðtoga kaþólsku kirkjunnar til Arabíuskaga. Það var krónprins landsins Mohammed bin Zayed sem bauð páfa til þátttöku í trúarráðstefnu. Á þriðjudag mun Frans páfi halda messu sem búist er við að um 120 þúsund manns muni sækja en tæplega milljón kaþólikka er búsett í S.A.F. Við brottförina frá Róm lagði Frans páfi áherslu á þjáningarnar sem íbúar Jemens ganga í gegnum vegna stríðsátaka í landinu en hann hefur áður biðlað til alþjóðasamfélagsins um að binda enda á átökin. Páfinn hrósaði yfirvöldum í S.A.F. í aðdraganda heimsóknarinnar og sagði þau reyna að tryggja sambúð ólíkra menningarheima. Árið 2019 hefur verið nefnt „ár umburðarlyndis“ í landinu. S.A.F. hafa ásamt Sádi Arabíu stutt stjórnarherinn í Jemen gegn uppreisnarsveitum Húta. Ýmsir hafa gagnrýnt heimsókn páfa vegna aðkomu S.A.F. að stríðinu í Jemen. Þannig sagði fyrrverandi CIA-maðurinn Emile Nakhleh að heimsóknin væri ekki réttlætanleg á meðan S.A.F. væru tengd stríðinu í Jemen. Ef páfinn myndi ekki taka málið upp í viðræðum sínum við ráðamenn í S.A.F. myndi hann tapa trúverðugleika sínum í Miðausturlöndum. Paul Lansu sem starfar hjá kaþólsku friðarsamtökunum Pax Christi International sagðist vonast til þess að páfanum tækist að sannfæra ráðamenn í S.A.F. um að breyta um stefnu varðandi stríðið í Jemen. Leiðarahöfundur í breska blaðinu The Guardian bendir á að páfinn hafi áður verið gagnrýndur fyrir að hafa svikið kaþólsku kirkjuna í Kína fyrir samkomulag við þarlend stjórnvöld. Þá hafi hann ekki viljað styggja stjórnvöld í Mjanmar með því að minnast á Róhingja í heimsókn sinni þangað. Þótt það sé ólíklegt að páfinn noti tækifærið til að ræða ástandið í Jemen séu það engu að síður mikilvæg skilaboð að kristnir geti á friðsælan hátt komið saman til trúarathafnar í múslimsku landi. Friðarviðræður milli stríðsaðila í Jemen héldu áfram í gær eftir að hafa legið niðri í um einn mánuð. Viðræðurnar fóru fram í skipi á vegum Sameinuðu þjóðanna á Rauðahafi þar sem hvorki náðist samkomulag um fundarstað á yfirráðasvæðum Húta né stjórnarhersins.
Birtist í Fréttablaðinu Páfagarður Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fyrstur páfa til að sækja Arabíuskaga heim Leiðtogi kaþólsku kirkjunnar, Frans páfi, mun í dag sækja Sameinuðu arabísku furstadæmin heim. 3. febrúar 2019 16:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Fyrstur páfa til að sækja Arabíuskaga heim Leiðtogi kaþólsku kirkjunnar, Frans páfi, mun í dag sækja Sameinuðu arabísku furstadæmin heim. 3. febrúar 2019 16:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent