Trump sóttist eftir háu láni frá Deutsche Bank í miðri kosningabaráttu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2019 21:00 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. Getty/Jeff J. Mitchell Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. Lánið var á vegum Trump Organization og var ætlað til þess að greiða fyrir endurbætur á Turnberry-golfvellinum í Skotlandi sem Trump keypti árið 2014.Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times þar sem segir að falast hafi verið eftir láninu á sama tíma og Trump eyddi háum fjárhæðum af eigin fjármunum í kosningabaráttuna í forkosningum Repúblikana, á sama tíma og Trump Organization, eins konar móðurfélag fjárfestinga á vegum Trump, hafði fjárfest í dýrum eignum víða um heim.Í umfjöllun Times segir að lánsumsóknin sýni fram á að Trump hafi virkur í því að stýra viðskiptum Trump Organization á sama tíma og hann var í kosningabaráttunni, sem sé líklegt til þess að vekja athygli Demókrata í fulltrúadeildinni sem hafa þegar sagst vilja rannsaka tengsl Trump og Deutsche Bank.Í fréttinni segir að til þess að viðhalda vexti félagsins var leitað til Deutsche Bank en bankinn var einn af fáum stórum bönkum heimsins sem enn var reiðubúinn til þess að lána Trump fé eftir fjögur stór gjaldþrot spilavítis- og hótelveldis Trump snemma á tíunda áratug síðustu aldar.Trump á Turnberry-vellinum.Getty/Jeff J. MitchellÁkvörðun tekin á æðstu stöðum Upphæð upphæð lánsins er sögð hafa verið hærri en tíu milljónir dollara en talskona Trump Organization segir frétt Times vera ranga. Deutsche Bank vildi ekki tjá sig. Segir í fréttinni að lánsumsóknin hafi valdið nokkrum titringi á meðal stjórnenda Deutsche Bank og meðal þess sem rætt hafi verið á milli þeirra var hvort fýsilegt væri að, ef ske kynni að Trump yrði forseti og gjaldfella þyrfti lánið, að velja á milli þess að innheimta lánið eða frysta eignir forseta Bandaríkjanna. Sótt var um lánið í útibúi Deutsche Bank í New York og vildu starfsmenn þar veita lánið. Æðstu stjórnendur í New York voru þó mjög efins enda töldu þeir lánveitinguna fela í sér mikla orðsporsáhættu fyrir bankann, ekki síst í ljósi umdeildra yfirlýsinga Trump í kosningabaráttunni. Ákvörðun var að lokum tekin í höfuðstöðvum bankans í Frankfurt þar sem nefnd á vegum innri endurskoðunar bankans tók málið fyrir. Nefndin kannar sérstaklega viðskipti sem geta skaðað orðspor bankans og var svar hennar neikvætt. Var því ákveðið að hafna lánsumsókninni. Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. Lánið var á vegum Trump Organization og var ætlað til þess að greiða fyrir endurbætur á Turnberry-golfvellinum í Skotlandi sem Trump keypti árið 2014.Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times þar sem segir að falast hafi verið eftir láninu á sama tíma og Trump eyddi háum fjárhæðum af eigin fjármunum í kosningabaráttuna í forkosningum Repúblikana, á sama tíma og Trump Organization, eins konar móðurfélag fjárfestinga á vegum Trump, hafði fjárfest í dýrum eignum víða um heim.Í umfjöllun Times segir að lánsumsóknin sýni fram á að Trump hafi virkur í því að stýra viðskiptum Trump Organization á sama tíma og hann var í kosningabaráttunni, sem sé líklegt til þess að vekja athygli Demókrata í fulltrúadeildinni sem hafa þegar sagst vilja rannsaka tengsl Trump og Deutsche Bank.Í fréttinni segir að til þess að viðhalda vexti félagsins var leitað til Deutsche Bank en bankinn var einn af fáum stórum bönkum heimsins sem enn var reiðubúinn til þess að lána Trump fé eftir fjögur stór gjaldþrot spilavítis- og hótelveldis Trump snemma á tíunda áratug síðustu aldar.Trump á Turnberry-vellinum.Getty/Jeff J. MitchellÁkvörðun tekin á æðstu stöðum Upphæð upphæð lánsins er sögð hafa verið hærri en tíu milljónir dollara en talskona Trump Organization segir frétt Times vera ranga. Deutsche Bank vildi ekki tjá sig. Segir í fréttinni að lánsumsóknin hafi valdið nokkrum titringi á meðal stjórnenda Deutsche Bank og meðal þess sem rætt hafi verið á milli þeirra var hvort fýsilegt væri að, ef ske kynni að Trump yrði forseti og gjaldfella þyrfti lánið, að velja á milli þess að innheimta lánið eða frysta eignir forseta Bandaríkjanna. Sótt var um lánið í útibúi Deutsche Bank í New York og vildu starfsmenn þar veita lánið. Æðstu stjórnendur í New York voru þó mjög efins enda töldu þeir lánveitinguna fela í sér mikla orðsporsáhættu fyrir bankann, ekki síst í ljósi umdeildra yfirlýsinga Trump í kosningabaráttunni. Ákvörðun var að lokum tekin í höfuðstöðvum bankans í Frankfurt þar sem nefnd á vegum innri endurskoðunar bankans tók málið fyrir. Nefndin kannar sérstaklega viðskipti sem geta skaðað orðspor bankans og var svar hennar neikvætt. Var því ákveðið að hafna lánsumsókninni.
Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Sjá meira
Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41