Tómas Ingi: Þetta var eiginlega síðasta stoppustöð Anton Ingi Leifsson skrifar 19. febrúar 2019 22:30 Tómas Ingi Tómasson, knattspyrnuþjálfari og fyrrum leikmaður, er á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð á mjöðm í Þýskalandi í mánuðinum. Tómas hefur farið í fjórar aðgerðir á mjöðm á síðustu árum og var í yfir 200 daga á sjúkrahúsi á síðasta ári en fimmta aðgerðin var framkvæmd í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Þetta hófst allt með mjaðmaraðgerð sem misheppnaðist árið 2015 en hann hefur rætt við Stöð 2 um erfiðleikina. Hann var svo í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld um fimmtu aðgerðina. „Miðað við allt sem er búið að skera frá í fyrri aðgerðum þá held ég að þetta hafi tekist mjög vel,“ sagði Tómas Ingi í viðtali við Arnar Björnsson en Tómas er staddur í Hamburg. „Það er ekki endalaust hægt að opna menn og reyna upp á nýtt þannig að þetta var eiginlega síðasta stoppustöð. Maður var hræddur fyrir aðgerðina en ég vissi að ég væri í höndum bestu lækna í heimi.“ „Það er eins og að fara úr minni deild í Meistaradeildina að koma hingað og ég er ótrúlega glaður að ég sjái möguleika á því að ganga aftur. Að ég sé ekki bundinn hjólastól eða á hækjum eða bundinn öðru hjálpartæki.“ Tómas Ingi segir að það taki að lágmarki eitt og hálft ár að koma sér aftur á fætur en hann er bjartsýnni nú en áður. „Þeir segja að þetta taki lágmark átján mánaði að ná þeim vöðvastyrk sem ég var með fyrir,“ en fjögur ár eru langur tími:„Andlega heilsan hefur farið hrikalega langt niður.“ Hann reiknar með því að fara út af sjúkrahúsinu í Þýskalandi um miðjan mars mánuð og þá bíður hans stórt verkefni. „Þá bíður mín rosalega stórt verkefni að endurhæfa sjálfan mig og reyna að bæta á mig vöðvum til þess að halda mér gangandi. Maður sér í endamarkið í þessari baráttu og að maður geti labbað aftur. Það var ekki öruggt er ég fór hingað inn.“ Margir hafa stutt við bakið á Tómasi í baráttunni og hann er rosalega þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hann hefur fengið. „Númer eitt, tvö og þrjú er það konan mín, Helga Lund, sem hefur verið minn klettur. Einnig hefur fjölskyldan staðið þétt við bakið á mér og svo á ég ofboðslega góða vini. Það að gamlir fótboltafélagar og fullt af fólki sem maður hefur snert í lífinu komi svona sterkt inn í þetta ferli hjá mér hefur verið hvatning fyrir mig. Ég er ævinlega þakklátur því fólki.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Guðjón Guðmundsson hitti Tómas Inga Tómasson í dag og ræddi við hann um Tommadaginn á sunnudaginn kemur og hrikalegt erfið fjögur ár sem hafa verið einstaklega erfið líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans. 7. desember 2018 19:15 AGF með söfnun fyrir Tómas Inga í Danmörku Styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson og fjölskyldu hans, fer fram á sunnudaginn í Egilshöllinni en þar ætla vinir hans og félagar úr fótboltanum að safna fyrir Tómas Inga. Tómas Ingi á einnig góða að í Danmörku. 7. desember 2018 14:00 Gamlir liðsfélagar Tómasar Inga í AGF söfnuðu einni milljón króna Fyrrverandi samherjar Tómasar Inga og fleiri í kringum Árósafélagið vildu styðja við bakið á sínum manni. 12. desember 2018 10:59 Eiður Smári fór illa með Hjörvar í Tommaleiknum Í gær fór fram góðgerðaleikur milli landsliðs Eyjólfs Sverrissonar og pressuliðs Rúnars Kristinssonar en liðin mættust í Egilshöllinni. 10. desember 2018 23:15 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, knattspyrnuþjálfari og fyrrum leikmaður, er á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð á mjöðm í Þýskalandi í mánuðinum. Tómas hefur farið í fjórar aðgerðir á mjöðm á síðustu árum og var í yfir 200 daga á sjúkrahúsi á síðasta ári en fimmta aðgerðin var framkvæmd í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Þetta hófst allt með mjaðmaraðgerð sem misheppnaðist árið 2015 en hann hefur rætt við Stöð 2 um erfiðleikina. Hann var svo í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld um fimmtu aðgerðina. „Miðað við allt sem er búið að skera frá í fyrri aðgerðum þá held ég að þetta hafi tekist mjög vel,“ sagði Tómas Ingi í viðtali við Arnar Björnsson en Tómas er staddur í Hamburg. „Það er ekki endalaust hægt að opna menn og reyna upp á nýtt þannig að þetta var eiginlega síðasta stoppustöð. Maður var hræddur fyrir aðgerðina en ég vissi að ég væri í höndum bestu lækna í heimi.“ „Það er eins og að fara úr minni deild í Meistaradeildina að koma hingað og ég er ótrúlega glaður að ég sjái möguleika á því að ganga aftur. Að ég sé ekki bundinn hjólastól eða á hækjum eða bundinn öðru hjálpartæki.“ Tómas Ingi segir að það taki að lágmarki eitt og hálft ár að koma sér aftur á fætur en hann er bjartsýnni nú en áður. „Þeir segja að þetta taki lágmark átján mánaði að ná þeim vöðvastyrk sem ég var með fyrir,“ en fjögur ár eru langur tími:„Andlega heilsan hefur farið hrikalega langt niður.“ Hann reiknar með því að fara út af sjúkrahúsinu í Þýskalandi um miðjan mars mánuð og þá bíður hans stórt verkefni. „Þá bíður mín rosalega stórt verkefni að endurhæfa sjálfan mig og reyna að bæta á mig vöðvum til þess að halda mér gangandi. Maður sér í endamarkið í þessari baráttu og að maður geti labbað aftur. Það var ekki öruggt er ég fór hingað inn.“ Margir hafa stutt við bakið á Tómasi í baráttunni og hann er rosalega þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hann hefur fengið. „Númer eitt, tvö og þrjú er það konan mín, Helga Lund, sem hefur verið minn klettur. Einnig hefur fjölskyldan staðið þétt við bakið á mér og svo á ég ofboðslega góða vini. Það að gamlir fótboltafélagar og fullt af fólki sem maður hefur snert í lífinu komi svona sterkt inn í þetta ferli hjá mér hefur verið hvatning fyrir mig. Ég er ævinlega þakklátur því fólki.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Guðjón Guðmundsson hitti Tómas Inga Tómasson í dag og ræddi við hann um Tommadaginn á sunnudaginn kemur og hrikalegt erfið fjögur ár sem hafa verið einstaklega erfið líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans. 7. desember 2018 19:15 AGF með söfnun fyrir Tómas Inga í Danmörku Styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson og fjölskyldu hans, fer fram á sunnudaginn í Egilshöllinni en þar ætla vinir hans og félagar úr fótboltanum að safna fyrir Tómas Inga. Tómas Ingi á einnig góða að í Danmörku. 7. desember 2018 14:00 Gamlir liðsfélagar Tómasar Inga í AGF söfnuðu einni milljón króna Fyrrverandi samherjar Tómasar Inga og fleiri í kringum Árósafélagið vildu styðja við bakið á sínum manni. 12. desember 2018 10:59 Eiður Smári fór illa með Hjörvar í Tommaleiknum Í gær fór fram góðgerðaleikur milli landsliðs Eyjólfs Sverrissonar og pressuliðs Rúnars Kristinssonar en liðin mættust í Egilshöllinni. 10. desember 2018 23:15 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Guðjón Guðmundsson hitti Tómas Inga Tómasson í dag og ræddi við hann um Tommadaginn á sunnudaginn kemur og hrikalegt erfið fjögur ár sem hafa verið einstaklega erfið líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans. 7. desember 2018 19:15
AGF með söfnun fyrir Tómas Inga í Danmörku Styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson og fjölskyldu hans, fer fram á sunnudaginn í Egilshöllinni en þar ætla vinir hans og félagar úr fótboltanum að safna fyrir Tómas Inga. Tómas Ingi á einnig góða að í Danmörku. 7. desember 2018 14:00
Gamlir liðsfélagar Tómasar Inga í AGF söfnuðu einni milljón króna Fyrrverandi samherjar Tómasar Inga og fleiri í kringum Árósafélagið vildu styðja við bakið á sínum manni. 12. desember 2018 10:59
Eiður Smári fór illa með Hjörvar í Tommaleiknum Í gær fór fram góðgerðaleikur milli landsliðs Eyjólfs Sverrissonar og pressuliðs Rúnars Kristinssonar en liðin mættust í Egilshöllinni. 10. desember 2018 23:15