Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. febrúar 2019 19:30 Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefásson deila parketinu í síðasta sinn á fimmtudagskvöldið. vísir/vilhelm Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson, tveir fremstu körfuboltamenn Íslandssögunnar, kveðja landsliðið á fimmtudagskvöldið þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021 í Laugardalshöll. Það er engin spurning um að þeirra verður sárt saknað en hvað er það sem hverfur úr liðinu með þessum tveimur reynsluboltum. Íþróttadeild leitaði svara á blaðamannafundi KKÍ í dag. „Þarna fara leiðtogahæfileikar, reynsla og bara menn sem setja gott fordæmi. Þetta eru leikmenn sem berjast harðar en allir og gera allt eins vel og þeir geta. Svona er þetta á hverri einustu æfingu. Þeir eru alltaf jafn einbeittir. Við höfum oft talað um að yngri leikmenn þurfi að fylgja þeirra fordæmi þegar kemur að undirbúningi fyrir hverja einustu æfingu.“ Svo mörg voru þau orð hjá landsliðsþjálfaranum Craig Pedersen sem stýrir Jóni og Hlyni í síðasta sinn á fimmtudagskvöldið.Martin Hermannsson tekur við keflinu af Jóni Arnóri.vísir/vilhelmKoma aldrei aftur En, hvað segja strákarnir sem hafa barist með þessum hetjum á parketinu undanfarin ár? Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnórs sem er leikmaður sem mótaði okkar fremsta körfuboltamann í dag. „Þarna eru að fara tveir af fremstu körfuboltamönnum okkar allra tíma. Þetta eru menn sem eru búnir að gefa líf og sál í þetta í einhver fimmtíu ár liggur við. Við eigum eftir að átta okkur á því þegar að þeir eru farnir hvað þeir gera mikið bæði inn á vellinum og fyrir utan. Þetta er fyrirliðinn okkar og svo besti íslenski körfuboltamaður allra tíma. Það er skrítið að hugsa út í það, að þeir komi aldrei aftur,“ segir Martin. „Jón Arnór hefur alltaf verið mín stærsta fyrirmynd. Það sést á mér á vellinum hvernig ég hreyfi mig. Maður er alltaf að reyna að herma eftir skotunum hans og varnarleiknum. Ég er bara stoltur af því að hafa lært af honum.“Tryggvi Snær sér nú um baráttuna undir körfunni.vísir/vilhelmTveir durgar Á sama tíma og Martin reynir að líkjast Jóni Arnóri tekur risinn úr Bárðardalnum, Tryggvi Snær Hlinason, við aðalhlutverkinu undir körfunni af Hlyni Bæringssyni þar sem hann er búinn að djöflast við sér mun stærri menn í tæpa tvo áratugi. „Bara að sjá þennan bardagamann. Þó að hann sé orðinn eldri núna er ótrúlegt að sjá hvað hann berst og getur gert. Það er ótrúlegt að sama á móti hverjum hann spilar er hann alltaf Hlynur. Hann er alltaf traustur,“ segir Tryggvi sem er mun stærri en Hlynur en hefur lært mikið þegar kemur að hjarta og baráttu af landsliðsfyrirliðanum. „Ég hef oft horft upp til Hlyns, sérstaklega þegar kemur að baráttu og ég tel mig ekki enn þá vera kominn nálægt honum. Ég vil komast það hátt að ég geti sagt að ég berjist jafn mikið og Hlynur. Hlynur er með alvöru íslensku baráttuna eins og Jón Arnór. Þeir eru báðir durgar sem eru alltaf í bardaga og alltaf harðir,“ segir Tryggvi Snær Hlinason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Arnór og Hlynur kveðja Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hlynur kveður íslenska landsliðið líka á fimmtudagskvöldið Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, mun spila sinn síðasta landsleik á fimmtudaginn alveg eins og Jón Arnór Stefánsson. 18. febrúar 2019 11:30 Hlynur: Langaði að hætta meðan ég var enn valinn Hlynur Bæringsson leikur sinn síðasta landsleik á fimmtudagskvöldið. 18. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson, tveir fremstu körfuboltamenn Íslandssögunnar, kveðja landsliðið á fimmtudagskvöldið þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021 í Laugardalshöll. Það er engin spurning um að þeirra verður sárt saknað en hvað er það sem hverfur úr liðinu með þessum tveimur reynsluboltum. Íþróttadeild leitaði svara á blaðamannafundi KKÍ í dag. „Þarna fara leiðtogahæfileikar, reynsla og bara menn sem setja gott fordæmi. Þetta eru leikmenn sem berjast harðar en allir og gera allt eins vel og þeir geta. Svona er þetta á hverri einustu æfingu. Þeir eru alltaf jafn einbeittir. Við höfum oft talað um að yngri leikmenn þurfi að fylgja þeirra fordæmi þegar kemur að undirbúningi fyrir hverja einustu æfingu.“ Svo mörg voru þau orð hjá landsliðsþjálfaranum Craig Pedersen sem stýrir Jóni og Hlyni í síðasta sinn á fimmtudagskvöldið.Martin Hermannsson tekur við keflinu af Jóni Arnóri.vísir/vilhelmKoma aldrei aftur En, hvað segja strákarnir sem hafa barist með þessum hetjum á parketinu undanfarin ár? Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnórs sem er leikmaður sem mótaði okkar fremsta körfuboltamann í dag. „Þarna eru að fara tveir af fremstu körfuboltamönnum okkar allra tíma. Þetta eru menn sem eru búnir að gefa líf og sál í þetta í einhver fimmtíu ár liggur við. Við eigum eftir að átta okkur á því þegar að þeir eru farnir hvað þeir gera mikið bæði inn á vellinum og fyrir utan. Þetta er fyrirliðinn okkar og svo besti íslenski körfuboltamaður allra tíma. Það er skrítið að hugsa út í það, að þeir komi aldrei aftur,“ segir Martin. „Jón Arnór hefur alltaf verið mín stærsta fyrirmynd. Það sést á mér á vellinum hvernig ég hreyfi mig. Maður er alltaf að reyna að herma eftir skotunum hans og varnarleiknum. Ég er bara stoltur af því að hafa lært af honum.“Tryggvi Snær sér nú um baráttuna undir körfunni.vísir/vilhelmTveir durgar Á sama tíma og Martin reynir að líkjast Jóni Arnóri tekur risinn úr Bárðardalnum, Tryggvi Snær Hlinason, við aðalhlutverkinu undir körfunni af Hlyni Bæringssyni þar sem hann er búinn að djöflast við sér mun stærri menn í tæpa tvo áratugi. „Bara að sjá þennan bardagamann. Þó að hann sé orðinn eldri núna er ótrúlegt að sjá hvað hann berst og getur gert. Það er ótrúlegt að sama á móti hverjum hann spilar er hann alltaf Hlynur. Hann er alltaf traustur,“ segir Tryggvi sem er mun stærri en Hlynur en hefur lært mikið þegar kemur að hjarta og baráttu af landsliðsfyrirliðanum. „Ég hef oft horft upp til Hlyns, sérstaklega þegar kemur að baráttu og ég tel mig ekki enn þá vera kominn nálægt honum. Ég vil komast það hátt að ég geti sagt að ég berjist jafn mikið og Hlynur. Hlynur er með alvöru íslensku baráttuna eins og Jón Arnór. Þeir eru báðir durgar sem eru alltaf í bardaga og alltaf harðir,“ segir Tryggvi Snær Hlinason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Arnór og Hlynur kveðja
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hlynur kveður íslenska landsliðið líka á fimmtudagskvöldið Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, mun spila sinn síðasta landsleik á fimmtudaginn alveg eins og Jón Arnór Stefánsson. 18. febrúar 2019 11:30 Hlynur: Langaði að hætta meðan ég var enn valinn Hlynur Bæringsson leikur sinn síðasta landsleik á fimmtudagskvöldið. 18. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Hlynur kveður íslenska landsliðið líka á fimmtudagskvöldið Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, mun spila sinn síðasta landsleik á fimmtudaginn alveg eins og Jón Arnór Stefánsson. 18. febrúar 2019 11:30
Hlynur: Langaði að hætta meðan ég var enn valinn Hlynur Bæringsson leikur sinn síðasta landsleik á fimmtudagskvöldið. 18. febrúar 2019 20:00
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum