Birting dóma þegar þolendur eru börn Salvör Nordal skrifar 19. febrúar 2019 07:00 Umboðsmaður barna hefur á síðustu árum ítrekað vakið máls á því hvernig birtingu dóma sem varða börn er háttað. Sérstaklega hefur verið bent á að dómar þar sem börn eru þolendur t.d. í kynferðisafbrotamálum gangi oft nærri friðhelgi barna og persónuvernd með nákvæmum atvikalýsingum, ítarlegum lýsingum á líðan barna eða að vitnað sé beint í viðkvæmar upplýsingar sem fram hafa komið í viðtölum sálfræðinga eða sérfræðinga Barnahúss við börn. Þrátt fyrir að nafnleyndar eigi að gæta hefur nafnhreinsun ekki alltaf verið sem skyldi og einnig vandkvæðum bundið að tryggja brotaþolum persónuvernd og friðhelgi einkalífs, þrátt fyrir nafnleynd, t.d. í málum sem tengjast fámennum sveitarfélögum. Þann 30. maí á síðasta ári héldu umboðsmaður barna og dómstólasýslan fund með fulltrúum réttarvörslukerfisins og helstu stofnunum og félagasamtökum sem gæta hagsmuna barna. Á fundinum var farið yfir reglur um birtingu dóma og framkvæmdina hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum en ljóst er að mun lengra er gengið hér á landi þegar dómar eru birtir en í nágrannalöndunum. Einnig voru rædd raunveruleg dæmi og upplýsingar úr dómum sem varða börn og greindi meðal annars ungur þolandi kynferðisafbrots frá reynslu sinni í þessum efnum. Ljóst er af þessum dæmum að birting nákvæmra atvikalýsinga í dómum geta valdið börnum miklum sársauka og endurteknum áföllum. Umræðunni á fundinum var ætlað að vera mikilvægt innlegg í þá vinnu sem dómstólasýslan hefur haft með höndum um að samræma reglur við birtingu dóma og gæta hagsmuna barna. Liður í þessari vinnu var að treysta lagagrunn slíkra reglna og kynnti dómsmálaráðherra í því skyni í haust frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla og lögum um meðferð sakamála (birting dóma og myndatökur í dómhúsum) sem meðal annars sneri að því að tryggja friðhelgi barna og persónuvernd við birtingu dóma. Nú hefur verið ákveðið að taka málið af málaskrá Alþingis í ár og mun því enn frekar dragast að mikilvæg vernd barna verði tryggð. Umrætt frumvarp varðaði fleiri þætti en vernd barna og vöktu þeir þættir talsverða umræðu sem umboðsmaður barna tekur ekki afstöðu til. Aftur á móti áréttar embættið mikilvægi þess að dómstólar breyti því verklagi sem hér hefur tíðkast um árabil og hefur valdið börnum miklum sársauka enda kveður Barnasáttmálinn á um að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stofnanir, dómstólar, stjórnvöld og löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn. Embættið skorar því á dómsmálaráðherra að endurskoða umrædda ákvörðun og leggja fram frumvarp á Alþingi sem hefur þann megintilgang að tryggja hagsmuni barna og vernd þeirra gegn birtingu viðkvæmra og persónugreinanlegra upplýsinga úr dómsmálum.Höfundur er umboðsmaður barna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Félagsmál Salvör Nordal Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Umboðsmaður barna hefur á síðustu árum ítrekað vakið máls á því hvernig birtingu dóma sem varða börn er háttað. Sérstaklega hefur verið bent á að dómar þar sem börn eru þolendur t.d. í kynferðisafbrotamálum gangi oft nærri friðhelgi barna og persónuvernd með nákvæmum atvikalýsingum, ítarlegum lýsingum á líðan barna eða að vitnað sé beint í viðkvæmar upplýsingar sem fram hafa komið í viðtölum sálfræðinga eða sérfræðinga Barnahúss við börn. Þrátt fyrir að nafnleyndar eigi að gæta hefur nafnhreinsun ekki alltaf verið sem skyldi og einnig vandkvæðum bundið að tryggja brotaþolum persónuvernd og friðhelgi einkalífs, þrátt fyrir nafnleynd, t.d. í málum sem tengjast fámennum sveitarfélögum. Þann 30. maí á síðasta ári héldu umboðsmaður barna og dómstólasýslan fund með fulltrúum réttarvörslukerfisins og helstu stofnunum og félagasamtökum sem gæta hagsmuna barna. Á fundinum var farið yfir reglur um birtingu dóma og framkvæmdina hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum en ljóst er að mun lengra er gengið hér á landi þegar dómar eru birtir en í nágrannalöndunum. Einnig voru rædd raunveruleg dæmi og upplýsingar úr dómum sem varða börn og greindi meðal annars ungur þolandi kynferðisafbrots frá reynslu sinni í þessum efnum. Ljóst er af þessum dæmum að birting nákvæmra atvikalýsinga í dómum geta valdið börnum miklum sársauka og endurteknum áföllum. Umræðunni á fundinum var ætlað að vera mikilvægt innlegg í þá vinnu sem dómstólasýslan hefur haft með höndum um að samræma reglur við birtingu dóma og gæta hagsmuna barna. Liður í þessari vinnu var að treysta lagagrunn slíkra reglna og kynnti dómsmálaráðherra í því skyni í haust frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla og lögum um meðferð sakamála (birting dóma og myndatökur í dómhúsum) sem meðal annars sneri að því að tryggja friðhelgi barna og persónuvernd við birtingu dóma. Nú hefur verið ákveðið að taka málið af málaskrá Alþingis í ár og mun því enn frekar dragast að mikilvæg vernd barna verði tryggð. Umrætt frumvarp varðaði fleiri þætti en vernd barna og vöktu þeir þættir talsverða umræðu sem umboðsmaður barna tekur ekki afstöðu til. Aftur á móti áréttar embættið mikilvægi þess að dómstólar breyti því verklagi sem hér hefur tíðkast um árabil og hefur valdið börnum miklum sársauka enda kveður Barnasáttmálinn á um að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stofnanir, dómstólar, stjórnvöld og löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn. Embættið skorar því á dómsmálaráðherra að endurskoða umrædda ákvörðun og leggja fram frumvarp á Alþingi sem hefur þann megintilgang að tryggja hagsmuni barna og vernd þeirra gegn birtingu viðkvæmra og persónugreinanlegra upplýsinga úr dómsmálum.Höfundur er umboðsmaður barna
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun