Trump gæti fengið mótframboð í Repúblikanaflokknum 15. febrúar 2019 14:32 Weld þótti fremur frjálslyndur repúblikani á sínum tíma. Í kosningabaráttunni árið 2016 kom hann Hillary Clinton meðal annars til varnar vegna rannsóknarinnar á tölvupóstum hennar. Vísir/EPA Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, tilkynnti í dag að hann ætli að bjóða sig fram gegn Donald Trump forseta í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Weld segist ætla að reyna að sigra eða að minnsta kosti að særa forsetann með framboði sínu. „Í hverju landi rennur upp sú stund sem þjóðhollir karlar og konur verða að rísa upp og láta raust sína heyrast. Þetta er sú stund í okkar landi,“ sagði Weld í New Hampshire í dag. Lofaði hann því að reyna að taka slaginn við Trump um útnefningu Repúblikanaflokksins, að sögn Washington Post. Weld er 73 ára gamall og var kjörinn ríkisstjóri í Massachusetts árið 1990. Eftir að hann náði endurkjöri árið 1994 bauð hann sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings en tapaði fyrir John Kerry árið 1996. Árið 2016 sagði hann skilið við Repúblikanaflokkinn og bauð sig fram sem varaforsetaefni Frjálshyggjuflokksins í forsetakosningunum. Weld gekk aftur í Repúblikanaflokkinn fyrr í þessum mánuði. Á viðburðinum í dag sagðist Weld ætla að reyna að ákveða á næstu mánuðum hvort hann geti aflað nægilegs fjár til að bjóða sig fram gegn forsetanum. Stefnumál hans yrðu hefðbundin baráttumál repúblikana um ábyrgð í ríkisfjármálum. Talaði Weld tæpitungulaust um álit sitt á Trump forseta sem hann sakaði um að hegða sér eins og „hrekkjusvín á skólalóðinn“. Repúblikanar í Washington-borg sýndu einkenni þess að vera haldnir svokölluðu Stokkhólmsheilkenni gagnvart forsetanum. „Við þurfum ekki á sex árum til viðbótar af þeim skrípalátum sem við höfum séð að halda,“ sagði Weld. Í viðtali í vikunni viðurkenndi Weld að staða Trump innan flokksins væri sterk og að erfitt yrði að velta honum úr sessi. Mótframboð gæti þó blóðgað forsetann fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember á næsta ári. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, tilkynnti í dag að hann ætli að bjóða sig fram gegn Donald Trump forseta í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Weld segist ætla að reyna að sigra eða að minnsta kosti að særa forsetann með framboði sínu. „Í hverju landi rennur upp sú stund sem þjóðhollir karlar og konur verða að rísa upp og láta raust sína heyrast. Þetta er sú stund í okkar landi,“ sagði Weld í New Hampshire í dag. Lofaði hann því að reyna að taka slaginn við Trump um útnefningu Repúblikanaflokksins, að sögn Washington Post. Weld er 73 ára gamall og var kjörinn ríkisstjóri í Massachusetts árið 1990. Eftir að hann náði endurkjöri árið 1994 bauð hann sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings en tapaði fyrir John Kerry árið 1996. Árið 2016 sagði hann skilið við Repúblikanaflokkinn og bauð sig fram sem varaforsetaefni Frjálshyggjuflokksins í forsetakosningunum. Weld gekk aftur í Repúblikanaflokkinn fyrr í þessum mánuði. Á viðburðinum í dag sagðist Weld ætla að reyna að ákveða á næstu mánuðum hvort hann geti aflað nægilegs fjár til að bjóða sig fram gegn forsetanum. Stefnumál hans yrðu hefðbundin baráttumál repúblikana um ábyrgð í ríkisfjármálum. Talaði Weld tæpitungulaust um álit sitt á Trump forseta sem hann sakaði um að hegða sér eins og „hrekkjusvín á skólalóðinn“. Repúblikanar í Washington-borg sýndu einkenni þess að vera haldnir svokölluðu Stokkhólmsheilkenni gagnvart forsetanum. „Við þurfum ekki á sex árum til viðbótar af þeim skrípalátum sem við höfum séð að halda,“ sagði Weld. Í viðtali í vikunni viðurkenndi Weld að staða Trump innan flokksins væri sterk og að erfitt yrði að velta honum úr sessi. Mótframboð gæti þó blóðgað forsetann fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember á næsta ári.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira