Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 74-90 | Valskonur bikarmeistarar í fyrsta sinn Axel Örn Sæmundsson skrifar 16. febrúar 2019 16:30 Valur er bikarmeistari í körfuknattleik kvenna. Vísir/Daníel Þór Valur varð í dag bikarmeistari kvenna í körfuknattleik í fyrsta sinn eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaleik í Laugardalshöll. Lokatölur 90-74 og Valskonur því bikarmeistarar. Bæði lið spiluðu á miðvikudaginn í undanúrslitum og unnu góða sigra. Stjarnan lagði Breiðablik af velli á meðan að Valskonur unnu Snæfell. Leikurinn fór skringilega af stað en Valskonur byrjuðu á sterku áhlaupi en Stjörnukonur svöruðu með sterkara áhlaupi, leikurinn byrjaði á miklum hraða og mjög skemmtilega. Liðin fóru fljótlega að vera varari um sig og passa betur upp á boltann. Þegar þessum áhlaupum lauk þá fóru bæði lið að skora til skiptis og varð aldrei mikill munur á liðunum. Annar leikhluti var gríðarlega jafn en Valskonur unnu hann með einu stigi 23-24. Liðin bókstaflega skiptust á að skora og voru alveg jafngóð í öðrum leikhluta. Munurinn á þessum liðum var aldrei meira en 7 stig í fyrri hálfleik sem gefur góða mynd á það hversu jafn leikurinn var. Þriðji lekhluti byrjaði eins og sá fyrsti. Mikið um áhlaup og skiptust liðin á áhlaupum. Valsarar voru þó örlítið sterkari og fóru inn í síðasta leikhlutann með 10 stiga forystu. Í fjórða leikhluta reyndust Valsarar vera einu númeri of stórir fyrir Stjörnuliðið. Spiluðu hörku vörn og settu niður skotin sín. Leikurinn endaði með 74-90 sigri Vals. Af hverju vann Valur? Valsstúlkur spiluðu flotta vörn hér í kvöld. Réðu ágætlega við sóknarleik Stjörnunnar og náðu að ýta þeim úr þeirra aðgerðum. Sóknarleikur Vals var líka flottur hér í kvöld og þá sérstaklega í seinni hálfleik þar sem fleiri leikmenn fóru að leggja í púkkið. Hverjar stóðu uppúr?Hver önnur en Helena stóð uppúr? Frábær leikur hjá henni í dag sem endar með 31 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar. Frábær leikmaður! Hvað gekk illa? Þriggja stiga skot Stjörnunnar gekk hreinlega skelfilega. Enda leikinn með 4/20 í þristum. Hefði líka mátt ganga aðeins betur að stöðva Helenu. Hvað gerist næst?Nú tekur við hörkubarátta í Dominos deild kvenna þar sem Valsstúlkur eru að berjast um fyrsta sæti deildarinnar á meðan að Stjarnan er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Næsti leikur Vals er gegn Snæfell á útivelli á meðan að Stjarnan spilar heima gegn Breiðablik.Stjarnan: Danielle Rodriquez 27/10 stoðsendingar/ 9 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 13, Auður Íris Ólafsdóttir 9, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 7, Bríet Sif Hinriksdóttir 7, Veronika Dzhikova 6, Ragnheiður Benónísdóttir 5.Valur: Helena Sverrisdóttir 31/13 fráköst/ 6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 19, Hallveig Jónsdóttir 14, Heather Butler 13/8 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 5, Simona Podesvova 4/8 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 4. Darri Freyr: Ég er í EuphoriaStuðningsmenn Vals fagna sigri.Vísir/Daníel Þór„Ég er bara í Euphoria, ógeðslega sáttur og stoltur.“ sagði Darri Freyr Atlason þjálfari Valskvenna eftir sigur í Geysisbikarnum 2019. „Við unnum alla leikhluta og yfir þessa fjóra leikhluta þá náðum við alltaf að finna aðeins betri lausnir en Stjarnan sem er mjög ánægjulegt, það gerir mig mjög ánægðan sem þjálfara þegar þetta er minna sveiflukennt.“ Það voru mörg áhlaup í þessum leik og voru liðin að skiptast á að skora 6-7 stig í röð. Darri minntist aðeins á þetta. „Þetta voru svona míkró áhlaup, maður vill frekar horfa á hver er að taka skotin. Mér fannst við gera það vel með Stjörnuna." Sóknarleikur Vals gekk mjög vel í dag og voru Valsstelpur alltaf að finna einhverjar lausnir á varnarleik Stjörnunnar. „Varnarlega byrjuðum við að skipta á Dani, þær leystu það betur þegar leið á annan leikhluta og þá breyttum við aðeins. Þannig við vorum alltaf að reyna að breyta örlítið til. Sóknarlega reynum við að fara mikið í gegnum Helenu og það gekk svona ljómandi vel í dag líka en aðrar stigu mikið upp og sérstaklega hérna í seinni hálfeik og má þar nefna Guðbjörgu.“ Nú er bikarnum lokið og Valsarar standa uppi sem sigurvegarar Geysisbikarsins. Aðspurður hvort að Valsarar tækju Íslandsmeistaratitilinn líka svaraði Darri: „Við ætlum að byrja á að vera mjög glaðar með þetta og fá að njóta augnabliksins. Þetta er í fyrsta sinn sem körfuknattleiksdeildin hjá Val kvennamegin vinnur bikar og hún er búin að vera til í fullt af árum þannig þetta er drulluflott afrek, en ef þú spyrð mig á mánudaginn þá verð ég sennilega kominn með annað svar.“ Pétur Már: Þetta fer í reynslubankannValskonur fagna í leikslok.Vísir/Daníel Þór„Fúlt að tapa en það verður bara að viðurkenna það að við töpuðum gegn betra liði í dag“ sagði Pétur Már Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar eftir tap gegn Val í bikarnum. Stjarnan skoraði 74 stig í leiknum en hleyptu á sig 90 stigum. Pétur fór aðeins yfir það hvað hann vildi gera sóknar- og varnarlega í leiknum í dag. „Sóknarlega fannst mér við vera að spila allt í lagi, vorum svolítið að hnoða boltanum, við vildum láta hann ganga og hreyfa boltann með árásum sem gerðist kannski ekki mikið. En varnarlega vorum við líka bara allt í lagi. Við vildum vera að þétta teiginn en gleymdum okkur aðeins.“ „Þetta fer allt saman í reynslubankann hjá okkur öllum, mér, leikmönnum og körfuknattleiksdeild Stjörnunnar.“ Nú er bikarinn búinn og tekur við hörð barátta Stjörnunnar um sæti í úrslitakeppninni. „Já við erum bara 1 sigri eftir Snæfell og það eru 8 leikir eftir þannig við erum í bullandi séns. Það er mikið eftir.“ Helena: Æðislega góð tilfinningValskonur lyfta bikarnum.Vísir/Daníel Þór„Æðislega góð tilfinning. Við erum með ákveðin markmið og það er ógeðslega gaman að ná þeim,“ sagði ánægð Helena Sverrisdóttir eftir sigur í Geysisbikarnum hér í dag. Helena Sverrisdóttir átti frábæran leik í dag og var valin maður leiksins. Aðspurð út í hennar leik hér í dag sagði hún: „Bara fínn, ég er með frábærar stelpur sem eru að finna mig á réttum tíma og ég er að reyna að finna pláss þarna undir og Gugga (Guðbjörg Sverrisdóttir) steig hrikalega vel upp í dag. Spiluðum geggjaða liðsvörn og þetta er bara frábært lið og var ógeðslega gaman.“ Leikurinn var alltaf frekar jafn þangað til undir lokin og varð aldrei mikill munur á liðunum. „Mér fannst við spila mjög góða vörn og í sókninni upplifði ég það þannig að við værum ekki að hitta neitt en svo fórum við að setja skotin niður og þá náðum við þessu upp.“ Deildin fer í gang í næstu viku og eru Valskonur í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn þar og svo sömuleiðis Íslandsmeistaratitilinn í lok tímabils. Aðspurð hvort Valsarar tækju þetta allt svaraði Helena: „Eins og ég sagði við erum með ákveðin markmið en við ætlum að fá að njóta þess að vera bikarmeistarar um helgina og fara svo að hugsa um þetta eftir helgi.“ Íslenski körfuboltinn
Valur varð í dag bikarmeistari kvenna í körfuknattleik í fyrsta sinn eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaleik í Laugardalshöll. Lokatölur 90-74 og Valskonur því bikarmeistarar. Bæði lið spiluðu á miðvikudaginn í undanúrslitum og unnu góða sigra. Stjarnan lagði Breiðablik af velli á meðan að Valskonur unnu Snæfell. Leikurinn fór skringilega af stað en Valskonur byrjuðu á sterku áhlaupi en Stjörnukonur svöruðu með sterkara áhlaupi, leikurinn byrjaði á miklum hraða og mjög skemmtilega. Liðin fóru fljótlega að vera varari um sig og passa betur upp á boltann. Þegar þessum áhlaupum lauk þá fóru bæði lið að skora til skiptis og varð aldrei mikill munur á liðunum. Annar leikhluti var gríðarlega jafn en Valskonur unnu hann með einu stigi 23-24. Liðin bókstaflega skiptust á að skora og voru alveg jafngóð í öðrum leikhluta. Munurinn á þessum liðum var aldrei meira en 7 stig í fyrri hálfleik sem gefur góða mynd á það hversu jafn leikurinn var. Þriðji lekhluti byrjaði eins og sá fyrsti. Mikið um áhlaup og skiptust liðin á áhlaupum. Valsarar voru þó örlítið sterkari og fóru inn í síðasta leikhlutann með 10 stiga forystu. Í fjórða leikhluta reyndust Valsarar vera einu númeri of stórir fyrir Stjörnuliðið. Spiluðu hörku vörn og settu niður skotin sín. Leikurinn endaði með 74-90 sigri Vals. Af hverju vann Valur? Valsstúlkur spiluðu flotta vörn hér í kvöld. Réðu ágætlega við sóknarleik Stjörnunnar og náðu að ýta þeim úr þeirra aðgerðum. Sóknarleikur Vals var líka flottur hér í kvöld og þá sérstaklega í seinni hálfleik þar sem fleiri leikmenn fóru að leggja í púkkið. Hverjar stóðu uppúr?Hver önnur en Helena stóð uppúr? Frábær leikur hjá henni í dag sem endar með 31 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar. Frábær leikmaður! Hvað gekk illa? Þriggja stiga skot Stjörnunnar gekk hreinlega skelfilega. Enda leikinn með 4/20 í þristum. Hefði líka mátt ganga aðeins betur að stöðva Helenu. Hvað gerist næst?Nú tekur við hörkubarátta í Dominos deild kvenna þar sem Valsstúlkur eru að berjast um fyrsta sæti deildarinnar á meðan að Stjarnan er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Næsti leikur Vals er gegn Snæfell á útivelli á meðan að Stjarnan spilar heima gegn Breiðablik.Stjarnan: Danielle Rodriquez 27/10 stoðsendingar/ 9 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 13, Auður Íris Ólafsdóttir 9, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 7, Bríet Sif Hinriksdóttir 7, Veronika Dzhikova 6, Ragnheiður Benónísdóttir 5.Valur: Helena Sverrisdóttir 31/13 fráköst/ 6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 19, Hallveig Jónsdóttir 14, Heather Butler 13/8 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 5, Simona Podesvova 4/8 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 4. Darri Freyr: Ég er í EuphoriaStuðningsmenn Vals fagna sigri.Vísir/Daníel Þór„Ég er bara í Euphoria, ógeðslega sáttur og stoltur.“ sagði Darri Freyr Atlason þjálfari Valskvenna eftir sigur í Geysisbikarnum 2019. „Við unnum alla leikhluta og yfir þessa fjóra leikhluta þá náðum við alltaf að finna aðeins betri lausnir en Stjarnan sem er mjög ánægjulegt, það gerir mig mjög ánægðan sem þjálfara þegar þetta er minna sveiflukennt.“ Það voru mörg áhlaup í þessum leik og voru liðin að skiptast á að skora 6-7 stig í röð. Darri minntist aðeins á þetta. „Þetta voru svona míkró áhlaup, maður vill frekar horfa á hver er að taka skotin. Mér fannst við gera það vel með Stjörnuna." Sóknarleikur Vals gekk mjög vel í dag og voru Valsstelpur alltaf að finna einhverjar lausnir á varnarleik Stjörnunnar. „Varnarlega byrjuðum við að skipta á Dani, þær leystu það betur þegar leið á annan leikhluta og þá breyttum við aðeins. Þannig við vorum alltaf að reyna að breyta örlítið til. Sóknarlega reynum við að fara mikið í gegnum Helenu og það gekk svona ljómandi vel í dag líka en aðrar stigu mikið upp og sérstaklega hérna í seinni hálfeik og má þar nefna Guðbjörgu.“ Nú er bikarnum lokið og Valsarar standa uppi sem sigurvegarar Geysisbikarsins. Aðspurður hvort að Valsarar tækju Íslandsmeistaratitilinn líka svaraði Darri: „Við ætlum að byrja á að vera mjög glaðar með þetta og fá að njóta augnabliksins. Þetta er í fyrsta sinn sem körfuknattleiksdeildin hjá Val kvennamegin vinnur bikar og hún er búin að vera til í fullt af árum þannig þetta er drulluflott afrek, en ef þú spyrð mig á mánudaginn þá verð ég sennilega kominn með annað svar.“ Pétur Már: Þetta fer í reynslubankannValskonur fagna í leikslok.Vísir/Daníel Þór„Fúlt að tapa en það verður bara að viðurkenna það að við töpuðum gegn betra liði í dag“ sagði Pétur Már Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar eftir tap gegn Val í bikarnum. Stjarnan skoraði 74 stig í leiknum en hleyptu á sig 90 stigum. Pétur fór aðeins yfir það hvað hann vildi gera sóknar- og varnarlega í leiknum í dag. „Sóknarlega fannst mér við vera að spila allt í lagi, vorum svolítið að hnoða boltanum, við vildum láta hann ganga og hreyfa boltann með árásum sem gerðist kannski ekki mikið. En varnarlega vorum við líka bara allt í lagi. Við vildum vera að þétta teiginn en gleymdum okkur aðeins.“ „Þetta fer allt saman í reynslubankann hjá okkur öllum, mér, leikmönnum og körfuknattleiksdeild Stjörnunnar.“ Nú er bikarinn búinn og tekur við hörð barátta Stjörnunnar um sæti í úrslitakeppninni. „Já við erum bara 1 sigri eftir Snæfell og það eru 8 leikir eftir þannig við erum í bullandi séns. Það er mikið eftir.“ Helena: Æðislega góð tilfinningValskonur lyfta bikarnum.Vísir/Daníel Þór„Æðislega góð tilfinning. Við erum með ákveðin markmið og það er ógeðslega gaman að ná þeim,“ sagði ánægð Helena Sverrisdóttir eftir sigur í Geysisbikarnum hér í dag. Helena Sverrisdóttir átti frábæran leik í dag og var valin maður leiksins. Aðspurð út í hennar leik hér í dag sagði hún: „Bara fínn, ég er með frábærar stelpur sem eru að finna mig á réttum tíma og ég er að reyna að finna pláss þarna undir og Gugga (Guðbjörg Sverrisdóttir) steig hrikalega vel upp í dag. Spiluðum geggjaða liðsvörn og þetta er bara frábært lið og var ógeðslega gaman.“ Leikurinn var alltaf frekar jafn þangað til undir lokin og varð aldrei mikill munur á liðunum. „Mér fannst við spila mjög góða vörn og í sókninni upplifði ég það þannig að við værum ekki að hitta neitt en svo fórum við að setja skotin niður og þá náðum við þessu upp.“ Deildin fer í gang í næstu viku og eru Valskonur í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn þar og svo sömuleiðis Íslandsmeistaratitilinn í lok tímabils. Aðspurð hvort Valsarar tækju þetta allt svaraði Helena: „Eins og ég sagði við erum með ákveðin markmið en við ætlum að fá að njóta þess að vera bikarmeistarar um helgina og fara svo að hugsa um þetta eftir helgi.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum