Hundruð milljóna króna krafa á RKÍ í Sjúkrabílasjóði en engin endurnýjun bíla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. febrúar 2019 18:47 Þrjátíu af yfir áttatíu sjúkrabílum sem eru í notkun á landinu eru orðnir of gamlir eða of mikið keyrðir samkvæmt viðmiðunarreglum sem Rauði krossinn vinnur eftir. Þrjú hundruð og sextíu milljóna króna skuld í ársreikningi Sjúkrabílasjóðs vekur athygli Heilbrigðisráðuneytisins um hvernig fjármunum hafi verið ráðstafað enda ljóst að þeir hafi ekki verið nýttir til að kaupa nýja sjúkrabíla.Sjá einnig: „Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“ Á meðan sjúkrabílar eldast bítast Rauði krossinn á Íslandi og Heilbrigðisráðuneytið um yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Komið hefur fram í umfjöllun fréttastofunnar að sjúkrabílar hafi bilað í útkalli, jafnvel með slasaða eða veika skjólstæðinga um borð.Sjúkrabílarnir tveir á Ísafirði eru orðnir gamlir.AðsendEiga að reka 68 sjúkrabíla en reka 78 og sex varabíla að auki Í svari Rauða krossins við fyrirspurn fréttastofu segir að samkvæmt núgildandi samningi er tryggt að 68 sjúkrabílar séu í rekstri í gegnum Sjúkrabílasjóð. Í raun séu sjúkrabílarnir 78 auk 6 varabíla. Umsjónarmenn víða um land sögðu þó í samtali við fréttastofu í gær að þeir væri ekki tiltækir og ástand flotans í heild sinni orðið bágborið. Í svarinu segir jafnframt að endurnýjun skuli vera með þeim hætti að hámarksaldur sé ekki meiri en 10 ár eða hámarksakstur 200 þúsund kílómetrar. Frá þessu eru leyfð þau frávik að 10 bílar mega vera eldri en 10 ára, enda séu þeir keyrðir minna en 180 þúsund kílómetrar og í góðu ásigkomulagi. Gögn sem fréttastofa hefur undir höndum sýna að 16 bílanna séu komnir yfir 200 þúsund kílómetra og 30 þeirra eru eldri en tíu ára.Sjá einnig: Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deiluVegna deilu samningsaðila vann ráðgjafafyrirtækið Capacent skýrslu um Sjúkrabílasjóð og aðskilnað Rauða krossins og Heilbrigðisráðuneytisins um samninginn en aðilar hafa sagt að efni skýrslurnar verði ekki birt. Fréttastofan hefur óskað eftir skýrslunni auk allra tölvupóstsamskipta um yfirtöku ríkisins á rekstrinum á grundvelli upplýsingalaga.Sjúkrabíll frá Stykkishólmi var nýlega sóttur af dráttarbíl vegna bilunar. Búist er við að hann verði að minnsta kosti úr umferð í tvær vikurVísir/JóhannKRáðuneytið furðar sig á hundruð milljóna króna kröfu í Sjúkrabílasjóði á RKÍ Samkvæmt svari sem Heilbrigðisráðuneytið sendi fréttastofu áður en skýrslan um Sjúkrabílasjóð var afhent deiluaðilum, er ljóst að nægir fjármunir eru til þess að ráðast strax í endurnýjun. Afar strangar reglur eru um sjóðinn og spurði fréttastofan sérstaklega um það. Í svari Ráðuneytisins kemur fram að samkvæmt gildandi samningi um þjónustuna er RKÍ óheimilt að nota sjúkrabílasjóð til annars en endurnýjunar sjúkrabíla eða búnaðar, nema fyrir liggi skrifleg heimild verkkaupa um annað. RKÍ hefur ekki óskað eftir eða fengið slíka heimild. Það veki því athygli að í ársreikningi Sjúkrabílasjóðs hafa fjármunir verið teknir úr sjóðnum og skráð skuld á Landsskrifstofu Rauða krossins og aðrar deildir Krafan hljóðar uppá rúmar 240 milljónir 2016 og rúmar 360 milljónir 2017. Ekki fást upplýsingar frá Rauða krossinum um hvað standi að baki kröfunni, til hvers fjármunirnir voru notaðir og hvort heimild hafi verið fyrir gjörningnum frá ráðuneytinu. Skömmu fyrr fréttir sendi upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi svar við fyrirspurn fréttastofu um kröfurnar og ósk um aðgang að ársreikningi RKÍ.„Ársreikningurinn er sendur þar til bærum opinberum aðilum og þolir skoðun á allan hátt. Hann er hins vegar ekki opinbert plagg og þess vegna svörum við ekki opinberlega um efnisatriði hans. Hins vegar getum við upplýst að Rauði krossinn fær samningsbundnar greiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands og ráðstafar þeim eftir þörfum hverju sinni til Sjúkrabílasjóðs. Hver einasta króna þessara greiðslna er eyrnamerkt Sjúkrabílasjóðnum og á meðan einhverjum fjármunum hefur ekki verið ráðstafað eru þeir á lokuðum reikningi í vörslu Rauða krossins. Það er því ekki með nokkrum hætti hægt að líta þannig á að Rauði krossinn, sem stýrir ráðstöfun þessara fjármuna til reksturs sjúkrabílaþjónustunnar, sé með einhverjum hætti að taka fé að láni frá Sjúkrabílasjóðnum,“ segir í svari upplýsingafulltrúa RKÍVísir/Stöð 2 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs. 12. september 2018 14:39 „Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“ Nægir fjármunir eru til að endurnýja sjúkrabíla í landinu en deila Heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi kemur í veg fyrir það. 13. febrúar 2019 19:19 Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deilu Heilbrigðisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi deila sjúkrabílasjóð vegna yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Þrjú ár síðan síðasta endurnýju átti sér stað og flotinn orðinn gamal 8. febrúar 2019 18:30 Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Velferðarráðuneytið ætlaði sér að nota sjúkrabílasjóð til kaupanna en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins 11. september 2018 18:45 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Þrjátíu af yfir áttatíu sjúkrabílum sem eru í notkun á landinu eru orðnir of gamlir eða of mikið keyrðir samkvæmt viðmiðunarreglum sem Rauði krossinn vinnur eftir. Þrjú hundruð og sextíu milljóna króna skuld í ársreikningi Sjúkrabílasjóðs vekur athygli Heilbrigðisráðuneytisins um hvernig fjármunum hafi verið ráðstafað enda ljóst að þeir hafi ekki verið nýttir til að kaupa nýja sjúkrabíla.Sjá einnig: „Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“ Á meðan sjúkrabílar eldast bítast Rauði krossinn á Íslandi og Heilbrigðisráðuneytið um yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Komið hefur fram í umfjöllun fréttastofunnar að sjúkrabílar hafi bilað í útkalli, jafnvel með slasaða eða veika skjólstæðinga um borð.Sjúkrabílarnir tveir á Ísafirði eru orðnir gamlir.AðsendEiga að reka 68 sjúkrabíla en reka 78 og sex varabíla að auki Í svari Rauða krossins við fyrirspurn fréttastofu segir að samkvæmt núgildandi samningi er tryggt að 68 sjúkrabílar séu í rekstri í gegnum Sjúkrabílasjóð. Í raun séu sjúkrabílarnir 78 auk 6 varabíla. Umsjónarmenn víða um land sögðu þó í samtali við fréttastofu í gær að þeir væri ekki tiltækir og ástand flotans í heild sinni orðið bágborið. Í svarinu segir jafnframt að endurnýjun skuli vera með þeim hætti að hámarksaldur sé ekki meiri en 10 ár eða hámarksakstur 200 þúsund kílómetrar. Frá þessu eru leyfð þau frávik að 10 bílar mega vera eldri en 10 ára, enda séu þeir keyrðir minna en 180 þúsund kílómetrar og í góðu ásigkomulagi. Gögn sem fréttastofa hefur undir höndum sýna að 16 bílanna séu komnir yfir 200 þúsund kílómetra og 30 þeirra eru eldri en tíu ára.Sjá einnig: Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deiluVegna deilu samningsaðila vann ráðgjafafyrirtækið Capacent skýrslu um Sjúkrabílasjóð og aðskilnað Rauða krossins og Heilbrigðisráðuneytisins um samninginn en aðilar hafa sagt að efni skýrslurnar verði ekki birt. Fréttastofan hefur óskað eftir skýrslunni auk allra tölvupóstsamskipta um yfirtöku ríkisins á rekstrinum á grundvelli upplýsingalaga.Sjúkrabíll frá Stykkishólmi var nýlega sóttur af dráttarbíl vegna bilunar. Búist er við að hann verði að minnsta kosti úr umferð í tvær vikurVísir/JóhannKRáðuneytið furðar sig á hundruð milljóna króna kröfu í Sjúkrabílasjóði á RKÍ Samkvæmt svari sem Heilbrigðisráðuneytið sendi fréttastofu áður en skýrslan um Sjúkrabílasjóð var afhent deiluaðilum, er ljóst að nægir fjármunir eru til þess að ráðast strax í endurnýjun. Afar strangar reglur eru um sjóðinn og spurði fréttastofan sérstaklega um það. Í svari Ráðuneytisins kemur fram að samkvæmt gildandi samningi um þjónustuna er RKÍ óheimilt að nota sjúkrabílasjóð til annars en endurnýjunar sjúkrabíla eða búnaðar, nema fyrir liggi skrifleg heimild verkkaupa um annað. RKÍ hefur ekki óskað eftir eða fengið slíka heimild. Það veki því athygli að í ársreikningi Sjúkrabílasjóðs hafa fjármunir verið teknir úr sjóðnum og skráð skuld á Landsskrifstofu Rauða krossins og aðrar deildir Krafan hljóðar uppá rúmar 240 milljónir 2016 og rúmar 360 milljónir 2017. Ekki fást upplýsingar frá Rauða krossinum um hvað standi að baki kröfunni, til hvers fjármunirnir voru notaðir og hvort heimild hafi verið fyrir gjörningnum frá ráðuneytinu. Skömmu fyrr fréttir sendi upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi svar við fyrirspurn fréttastofu um kröfurnar og ósk um aðgang að ársreikningi RKÍ.„Ársreikningurinn er sendur þar til bærum opinberum aðilum og þolir skoðun á allan hátt. Hann er hins vegar ekki opinbert plagg og þess vegna svörum við ekki opinberlega um efnisatriði hans. Hins vegar getum við upplýst að Rauði krossinn fær samningsbundnar greiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands og ráðstafar þeim eftir þörfum hverju sinni til Sjúkrabílasjóðs. Hver einasta króna þessara greiðslna er eyrnamerkt Sjúkrabílasjóðnum og á meðan einhverjum fjármunum hefur ekki verið ráðstafað eru þeir á lokuðum reikningi í vörslu Rauða krossins. Það er því ekki með nokkrum hætti hægt að líta þannig á að Rauði krossinn, sem stýrir ráðstöfun þessara fjármuna til reksturs sjúkrabílaþjónustunnar, sé með einhverjum hætti að taka fé að láni frá Sjúkrabílasjóðnum,“ segir í svari upplýsingafulltrúa RKÍVísir/Stöð 2
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs. 12. september 2018 14:39 „Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“ Nægir fjármunir eru til að endurnýja sjúkrabíla í landinu en deila Heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi kemur í veg fyrir það. 13. febrúar 2019 19:19 Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deilu Heilbrigðisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi deila sjúkrabílasjóð vegna yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Þrjú ár síðan síðasta endurnýju átti sér stað og flotinn orðinn gamal 8. febrúar 2019 18:30 Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Velferðarráðuneytið ætlaði sér að nota sjúkrabílasjóð til kaupanna en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins 11. september 2018 18:45 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs. 12. september 2018 14:39
„Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“ Nægir fjármunir eru til að endurnýja sjúkrabíla í landinu en deila Heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi kemur í veg fyrir það. 13. febrúar 2019 19:19
Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30
Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deilu Heilbrigðisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi deila sjúkrabílasjóð vegna yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Þrjú ár síðan síðasta endurnýju átti sér stað og flotinn orðinn gamal 8. febrúar 2019 18:30
Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Velferðarráðuneytið ætlaði sér að nota sjúkrabílasjóð til kaupanna en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins 11. september 2018 18:45