Leyndarhjúpur laskar traust til lífeyrissjóða Hallgrímur Óskarsson skrifar 14. febrúar 2019 13:30 Af hverju skyldi einhver treysta bankakerfinu, spurði Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor, á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins í vikunni. Þetta er réttmæt spurning, enda mælist traust almennings á bankakerfinu mjög lágt. Á svipuðum stað – jafnvel lægra – er traust almennings til lífeyrissjóða og mætti því með sama hætti einnig spyrja af hverju skyldi einhver treysta lífeyriskerfinu? Ástæða þess að bankakerfið skorar örlítið hærra en lífeyriskerfið í mælingum á trausti er að fólk á þar peninga og getur séð skýrar upplýsingar um inneign m.v. inngreiðslur. Lífeyriskerfið er hins vegar sveipað svo miklum þokuhjúp að þrátt fyrir stöðugar inngreiðslur í hverjum mánuði, áratugum saman, veit varla nokkur hvort hann muni fá mikið eða lítið í lífeyri. Hvernig verður tilveran á efri árum, spyrja margir sig? Verður lambalæri á sunnudögum eða skinkusamloka, eins og hina dagana? Lög í landinu skylda alla til að greiða mikla fjármuni inn í lífeyrissjóði í hverjum mánuði. Á móti ætti lífeyriskerfið að endurgjalda almenningi – herrum sínum – með auðlæsilegum upplýsingum um allt sem lýtur að meðhöndlun fjárins. Allir ættu að geta fengið læsilegar upplýsingar eins og þessar: l Hver er heildarávöxtun lífeyrissjóða? Hvernig er röð þeirra frá ári til árs? l Hverjar eru mínar inngreiðslur í krónutölu frá upphafi, hvernig hefur gengið að ávaxta þær, frá ári til árs? l Í hvaða verkefnum fjárfesta sjóðir? Hvaða verkefni skila ábata og hver ekki? l Hefur minn lífeyrissjóður tapað fé vegna verkefna þar sem fjárfestar fengu sína umbun en lífeyrissjóðir tóku tapið? l Hversu mikill er kostnaður sjóða? Heildarlaun? Með bónusgreiðslum? Hvað greiða þeir mikið til banka og verðbréfafyrirtækja í fjárfestingagjöld? Það napurlegasta í þessu samhengi er að fólk hefur nær ekkert aðgengi að þessum eðlilegu upplýsingum. Kerfið er umvafið leyndarhjúp og samanburður á milli sjóða er eitthvað sem íslenskum lífeyrissjóðum þykir vont að þurfa að taka þátt í. Samt er slíkur samanburður algengur í flestum nágrannalöndum. Það þurfti „menn útí bæ“ nú í desember til að taka saman ávöxtun sjóða síðustu 20 ár af því að lífeyrissjóðir voru enn að þráast við að birta þær upplýsingar á aðgengilegu formi fyrir almenning. Í fljótu bragði er erfitt að ímynda sér lægra stig þjónustu: Sjóðir fá um milljarð á dag frá almenningi en telja sig samt þess umkomna að neita almenningi um upplýsingar hvort gangi vel eða illa að ávaxta þetta fé! Þarna er komin of mikil eigendahugsun í stað þjónustuhugsunar. Hættan við það er að lífeyrissjóðir verði tregir til að taka þátt í verkefnum sem almenningur hefur beina hagsmuni af. Að fókusinn fari í aðrar áttir. Það er því eðlilegt að almenningur beri lítið traust til lífeyrissjóða, slíkur er leyndarhjúpurinn sem sveipaður hefur verið um margt í starfsemi þeirra, árangur, ávöxtun, fjárfestingar og kostnað. Og ekki er það til að opna glufu á þennan hjúp að heyra talsmann lífeyrissjóðakerfisins ræða í útvarpi, rétt fyrir áramót, og segja að lífeyrissjóðir aðhyllist svo sannarlega gagnsæi í sínum störfum því slíkt gagnsæi er erfitt að koma auga á. Tregða til að birta upplýsingar er hins vegar um of til staðar. Það er því ljóst að margt þarf að breytast í hugsun, stefnu og skilaboðum lífeyrissjóða áður en þeir geta vænst þess að þoka sér upp þann kvarða er mælir traust.Höfundur er verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Af hverju skyldi einhver treysta bankakerfinu, spurði Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor, á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins í vikunni. Þetta er réttmæt spurning, enda mælist traust almennings á bankakerfinu mjög lágt. Á svipuðum stað – jafnvel lægra – er traust almennings til lífeyrissjóða og mætti því með sama hætti einnig spyrja af hverju skyldi einhver treysta lífeyriskerfinu? Ástæða þess að bankakerfið skorar örlítið hærra en lífeyriskerfið í mælingum á trausti er að fólk á þar peninga og getur séð skýrar upplýsingar um inneign m.v. inngreiðslur. Lífeyriskerfið er hins vegar sveipað svo miklum þokuhjúp að þrátt fyrir stöðugar inngreiðslur í hverjum mánuði, áratugum saman, veit varla nokkur hvort hann muni fá mikið eða lítið í lífeyri. Hvernig verður tilveran á efri árum, spyrja margir sig? Verður lambalæri á sunnudögum eða skinkusamloka, eins og hina dagana? Lög í landinu skylda alla til að greiða mikla fjármuni inn í lífeyrissjóði í hverjum mánuði. Á móti ætti lífeyriskerfið að endurgjalda almenningi – herrum sínum – með auðlæsilegum upplýsingum um allt sem lýtur að meðhöndlun fjárins. Allir ættu að geta fengið læsilegar upplýsingar eins og þessar: l Hver er heildarávöxtun lífeyrissjóða? Hvernig er röð þeirra frá ári til árs? l Hverjar eru mínar inngreiðslur í krónutölu frá upphafi, hvernig hefur gengið að ávaxta þær, frá ári til árs? l Í hvaða verkefnum fjárfesta sjóðir? Hvaða verkefni skila ábata og hver ekki? l Hefur minn lífeyrissjóður tapað fé vegna verkefna þar sem fjárfestar fengu sína umbun en lífeyrissjóðir tóku tapið? l Hversu mikill er kostnaður sjóða? Heildarlaun? Með bónusgreiðslum? Hvað greiða þeir mikið til banka og verðbréfafyrirtækja í fjárfestingagjöld? Það napurlegasta í þessu samhengi er að fólk hefur nær ekkert aðgengi að þessum eðlilegu upplýsingum. Kerfið er umvafið leyndarhjúp og samanburður á milli sjóða er eitthvað sem íslenskum lífeyrissjóðum þykir vont að þurfa að taka þátt í. Samt er slíkur samanburður algengur í flestum nágrannalöndum. Það þurfti „menn útí bæ“ nú í desember til að taka saman ávöxtun sjóða síðustu 20 ár af því að lífeyrissjóðir voru enn að þráast við að birta þær upplýsingar á aðgengilegu formi fyrir almenning. Í fljótu bragði er erfitt að ímynda sér lægra stig þjónustu: Sjóðir fá um milljarð á dag frá almenningi en telja sig samt þess umkomna að neita almenningi um upplýsingar hvort gangi vel eða illa að ávaxta þetta fé! Þarna er komin of mikil eigendahugsun í stað þjónustuhugsunar. Hættan við það er að lífeyrissjóðir verði tregir til að taka þátt í verkefnum sem almenningur hefur beina hagsmuni af. Að fókusinn fari í aðrar áttir. Það er því eðlilegt að almenningur beri lítið traust til lífeyrissjóða, slíkur er leyndarhjúpurinn sem sveipaður hefur verið um margt í starfsemi þeirra, árangur, ávöxtun, fjárfestingar og kostnað. Og ekki er það til að opna glufu á þennan hjúp að heyra talsmann lífeyrissjóðakerfisins ræða í útvarpi, rétt fyrir áramót, og segja að lífeyrissjóðir aðhyllist svo sannarlega gagnsæi í sínum störfum því slíkt gagnsæi er erfitt að koma auga á. Tregða til að birta upplýsingar er hins vegar um of til staðar. Það er því ljóst að margt þarf að breytast í hugsun, stefnu og skilaboðum lífeyrissjóða áður en þeir geta vænst þess að þoka sér upp þann kvarða er mælir traust.Höfundur er verkfræðingur
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar