Bæði forráðamenn Philadelphia 76ers og Madison Square Garden tóku örugglega andköf þegar þeir sáu hinn 213 sentímetra miðherja hoppa á eftir boltanum og í fangið á fína fólkinu í dýru sætunum í Madison Square Garden.
Embiid almost took out Regina King pic.twitter.com/sLW47zNfZR
— Bleacher Report (@BleacherReport) February 14, 2019
Joel Embiid hoppaði yfir verðlaunaleikkonuna Reginu King sem vakti enn meiri athygli á atvikinu. Regina King er meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár og vann Golden Globe verðlaun fyrir sama hlutverk í myndinni If Beale Street Could Talk.
Reginu King er samt líklega þekktust fyrir að leika eiginkonu Rod Tidwell í myndinni "Jerry Maguire" en hún þakkaði fyirr íþróttahæfileika Joel Embiid eftir leikinn.
Yoooo. Thank you God and @JoelEmbiid for your athletic abilities. Crisis averted https://t.co/LLTtzECuV4
— Regina King (@ReginaKing) February 14, 2019
„Það er gott að ég bjargaði lífi hennar en því þurfti þá einhver annar að finna fyrir því. Ég biðst afsökunar á því,“ sagði Joel Embiid. Það var tölfræðingur MSG Network, sem sat við hlið Mike Breen, sem fékk Embiid í fangið. Hann hélt samt áfram leik þrátt fyrir að hafa fengið þennan 113 kílóa risa á sig.
Einhverjir gagnrýndu hann fyrir að taka svona áhættu enda var Philadelphia 76ers þarna fimmtán stigum yfir og hann hefði jafnvel getað endað hjá sér tímabilið.
„Ég kann bara spila á einn hátt og það er að vera á fullu og keppa um alla bolta. Ég mun gera það í hundrað prósent tilfella,“ sagði Joel Embiid.
Regina King’s life just flashed before her eyes pic.twitter.com/YPLAwjyR6E
— Rob Perez (@WorldWideWob) February 14, 2019