Landsbankinn gefur ekki upp bílaflota bankatoppa Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. febrúar 2019 07:15 Í ársreikningi eru laun sexmenninganna ekki sundurliðuð en heildarlaun og hlunnindi námu 199,6 milljónum króna á síðasta ári. vísir/vilhelm Landsbankinn sér framkvæmdastjórum sínum sex og bankastjóra fyrir bifreiðum og annast rekstur þeirra að fullu. Bankinn hafnaði beiðni Fréttablaðsins um upplýsingar um kaupverð og hvaða bíltegundir um er að ræða. Bankinn segir að bílarnir sem bankastjórnendurnir fá til fullra afnota séu á af árgerðum 2010 til 2016. Líkt og Fréttablaðið fjallaði um á laugardag þá samanstanda laun bankastjóra og framkvæmdastjóranna sex af launum og bifreiðahlunnindum. Í ráðningarsamningunum er kveðið á um heildarlaun en þar segir að starfsmenn geti farið fram á að bankinn sjái þeim fyrir bifreið. Geri þeir það lækka laun þeirra sem nemur tekjumati ríkisskattstjóra fyrir viðkomandi bifreið. Viðkomandi starfsmenn greiða hlunnindaskatt samkvæmt tekjumati ríkisskattstjóra. Í ljósi 17 prósenta launahækkunar bankastjóra Landsbankans á síðasta ári óskaði Fréttablaðið eftir upplýsingum um hækkanir framkvæmdastjóranna. Í ársreikningi eru laun sexmenninganna ekki sundurliðuð en heildarlaun og hlunnindi námu 199,6 milljónum króna á síðasta ári. Landsbankinn segir að meðaltal launa framkvæmdastjóranna sex hafi hækkað úr 2,6 milljónum króna á mánuði árið 2017 í 2,8 milljónir að meðaltali. Eða 7 prósent. „Skýrist hækkun á þessum lið að mestu vegna kjarasamningsbundinna hækkana,“ segir í svari bankans. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Landsbankinn sér framkvæmdastjórum sínum sex og bankastjóra fyrir bifreiðum og annast rekstur þeirra að fullu. Bankinn hafnaði beiðni Fréttablaðsins um upplýsingar um kaupverð og hvaða bíltegundir um er að ræða. Bankinn segir að bílarnir sem bankastjórnendurnir fá til fullra afnota séu á af árgerðum 2010 til 2016. Líkt og Fréttablaðið fjallaði um á laugardag þá samanstanda laun bankastjóra og framkvæmdastjóranna sex af launum og bifreiðahlunnindum. Í ráðningarsamningunum er kveðið á um heildarlaun en þar segir að starfsmenn geti farið fram á að bankinn sjái þeim fyrir bifreið. Geri þeir það lækka laun þeirra sem nemur tekjumati ríkisskattstjóra fyrir viðkomandi bifreið. Viðkomandi starfsmenn greiða hlunnindaskatt samkvæmt tekjumati ríkisskattstjóra. Í ljósi 17 prósenta launahækkunar bankastjóra Landsbankans á síðasta ári óskaði Fréttablaðið eftir upplýsingum um hækkanir framkvæmdastjóranna. Í ársreikningi eru laun sexmenninganna ekki sundurliðuð en heildarlaun og hlunnindi námu 199,6 milljónum króna á síðasta ári. Landsbankinn segir að meðaltal launa framkvæmdastjóranna sex hafi hækkað úr 2,6 milljónum króna á mánuði árið 2017 í 2,8 milljónir að meðaltali. Eða 7 prósent. „Skýrist hækkun á þessum lið að mestu vegna kjarasamningsbundinna hækkana,“ segir í svari bankans.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59
Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47
Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00