Engin ein ákveðin einkenni hjá þeim sem stunda mansal Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. febrúar 2019 12:29 Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá Lögreglunni á Suðurnesjum segir mikið um mansal hér á landi. Fréttablaðið/Ernir Mansal er mikið hér á landi að sögn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur yfirlögfræðings hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mest sé hætta á mansali þar sem vöntun er á vinnuafli. Hún telur þörf á að færa löggjöf um mansal hér á landi nær evrópskum stöðlum þar sem það nær yfir víðtækari misnotkun á fólki. Hún segir birtingamyndir mansals margvíslegar og því geti verið erfitt að þekkja einkenni þess. Vinnuánauð og kynlífsþrælkun hafa færst í vöxt og eru gríðarlega arðbær glæpastarfsemi sem oft er stýrt af áhrifamiklum glæpasamtökum. „Það er mikið um mansal hér á landi og um misnotkun á vinnuafli og fólki í krafti valds. Það er fullt af fólki sem kemur hingað í leit að betra lífi og er í viðkæmri stöðu þegar kemur að mansali,“ segir Alda. Alda segir marga stunda mansal og mikilvægt að eyða staðaímyndum þegar kemur að því. „Það eru engin ein ákveðin einkenni á þeim sem stunda mansal. Þetta er alls konar fólk, úr öllum geirum,“ segir Alda. Hún segir hins vegar oft meiri hættu á mansali í störfum þar sem skortur er á vinnuafli. „Það er til að mynda í þjónustugeiranum, byggingargeiranum, við þrif og í öðrum láglaunastörfum. Þarna eru áhættuhóparnir,“ segir hún. Einkenni mansal eru af ýmsum toga og útvíkka þurfi viðmið um það hér á landi. „Samkvæmt evrópskum stöðlum og skilgreiningum þá er mansal skilgreint í skipulagðri brotastarfsemi, betli, nauðungarvinnu og svo framvegis. Við þurfum að breyta og bæta viðmið hér á landi til samræmis við þetta,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir. Lögreglumál Vinnumarkaður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Mansal er mikið hér á landi að sögn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur yfirlögfræðings hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mest sé hætta á mansali þar sem vöntun er á vinnuafli. Hún telur þörf á að færa löggjöf um mansal hér á landi nær evrópskum stöðlum þar sem það nær yfir víðtækari misnotkun á fólki. Hún segir birtingamyndir mansals margvíslegar og því geti verið erfitt að þekkja einkenni þess. Vinnuánauð og kynlífsþrælkun hafa færst í vöxt og eru gríðarlega arðbær glæpastarfsemi sem oft er stýrt af áhrifamiklum glæpasamtökum. „Það er mikið um mansal hér á landi og um misnotkun á vinnuafli og fólki í krafti valds. Það er fullt af fólki sem kemur hingað í leit að betra lífi og er í viðkæmri stöðu þegar kemur að mansali,“ segir Alda. Alda segir marga stunda mansal og mikilvægt að eyða staðaímyndum þegar kemur að því. „Það eru engin ein ákveðin einkenni á þeim sem stunda mansal. Þetta er alls konar fólk, úr öllum geirum,“ segir Alda. Hún segir hins vegar oft meiri hættu á mansali í störfum þar sem skortur er á vinnuafli. „Það er til að mynda í þjónustugeiranum, byggingargeiranum, við þrif og í öðrum láglaunastörfum. Þarna eru áhættuhóparnir,“ segir hún. Einkenni mansal eru af ýmsum toga og útvíkka þurfi viðmið um það hér á landi. „Samkvæmt evrópskum stöðlum og skilgreiningum þá er mansal skilgreint í skipulagðri brotastarfsemi, betli, nauðungarvinnu og svo framvegis. Við þurfum að breyta og bæta viðmið hér á landi til samræmis við þetta,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir.
Lögreglumál Vinnumarkaður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira