Rafrettublús Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. febrúar 2019 07:00 Niðurstöður fyrstu rannsóknar sinnar tegundar á gagnsemi rafrettna sem valkosts í baráttunni við að minnka eða hætta alfarið reykingum tóbaks renna nokkuð styrkum stoðum undir þá kenningu að tækin hafi raunverulegt gildi sem hjálpartæki fyrir reykingafólk. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem birtar voru í vísindaritinu The New England Journal of Medicine á dögunum og fengnar voru úr vandaðri, árslangri slembirannsókn með samanburðarhópi, leiddu í ljós að reykingafólk sem notar rafrettur til að hætta að reykja er tvöfalt líklegra til að takast ætlunarverkið, miðað við þá sem nota hefðbundin hjálpartæki á borð við níkótíntyggjó eða -plástra. Þetta er umfangsmesta rannsókn sinnar tegundar, það er, þar sem samanburður er gerður á nútíma rafrettum og hefðbundnum hjálpartækjum fyrir reykingafólk. Þýðir þetta að óhætt sé að líta á rafrettur sem töfralausn við reykingum? Því miður er það ekki svo, enda eru viðtekin viðhorf í vísindum, og opinber stefnumörkun sem á þeim byggir, háð tregðulögmáli sem aðeins verður breytt með sannreyndum vísindum og sannfærandi rökstuðningi sem ekki getur byggt á takmörkuðu magni gagna. Á undanförnum árum og með æ fleiri rannsóknum virðist sú niðurstaða liggja fyrir að rafrettur eru almennt áhættuminni en hefðbundnar sígarettur, svo um munar í raun. Að auki hafa þær hjálpað fjölmörgum að segja skilið við sígarettur og aðra tóbaksnotkun. Þó er í gufu rafrettunnar oft að finna mikið magn fínagna. Þar á meðal eru, í sumum tilfellum, agnir formaldehýðs og acetaldehýðs. Að auki eru í gufunni bragðefni vökvans í úðaformi; bragðefni sem eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og viss óvissa ríkir um áhrif innöndunar þeirra á mannslíkamann. Langtímaáhrif rafrettunotkunar á heilsu fólks eru jafnframt að mestu ókunn. Sú mynd sem dregin hefur verið upp með rannsóknum undanfarið er sú að reykingafólk sem á í erfiðleikum með að hætta ætti að vera hvatt til að nota rafrettu, en um leið ættu vissir hópar að forðast þær. Það var afgerandi niðurstaða Bandarísku vísindanefndarinnar í janúar á síðasta ári að unglingar sem nota rafrettur eru líklegri til að prófa hefðbundnar reykingar en aðrir. Sýnt hefur verið fram á að nikótín getur haft skaðleg áhrif á heilaþroska ungmenna. Við spurningunni um það hvort rafrettur eru góðar eða slæmar er ekkert afgerandi svar. Þær virðast henta fyrir suma, en ættu vafalaust ekki að vera fyrsta úrræði unglinga sem glíma við nikótínfíkn eða eitthvað sem ungmenni ættu almennt að hafa aðgang að. Lög um rafrettur taka gildi 1. mars næstkomandi og samhliða því reglugerð heilbrigðisráðherra. Um lögin er margt gott að segja. Þau eru bæði tímabær og líkleg til þess að tryggja stöðu neytenda. En ströng lög líkt og þessi mega ekki leiða til þess að þeir sem raunverulega þurfa á rafrettum að halda eigi fyrir vikið erfiðara með að nálgast þær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Niðurstöður fyrstu rannsóknar sinnar tegundar á gagnsemi rafrettna sem valkosts í baráttunni við að minnka eða hætta alfarið reykingum tóbaks renna nokkuð styrkum stoðum undir þá kenningu að tækin hafi raunverulegt gildi sem hjálpartæki fyrir reykingafólk. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem birtar voru í vísindaritinu The New England Journal of Medicine á dögunum og fengnar voru úr vandaðri, árslangri slembirannsókn með samanburðarhópi, leiddu í ljós að reykingafólk sem notar rafrettur til að hætta að reykja er tvöfalt líklegra til að takast ætlunarverkið, miðað við þá sem nota hefðbundin hjálpartæki á borð við níkótíntyggjó eða -plástra. Þetta er umfangsmesta rannsókn sinnar tegundar, það er, þar sem samanburður er gerður á nútíma rafrettum og hefðbundnum hjálpartækjum fyrir reykingafólk. Þýðir þetta að óhætt sé að líta á rafrettur sem töfralausn við reykingum? Því miður er það ekki svo, enda eru viðtekin viðhorf í vísindum, og opinber stefnumörkun sem á þeim byggir, háð tregðulögmáli sem aðeins verður breytt með sannreyndum vísindum og sannfærandi rökstuðningi sem ekki getur byggt á takmörkuðu magni gagna. Á undanförnum árum og með æ fleiri rannsóknum virðist sú niðurstaða liggja fyrir að rafrettur eru almennt áhættuminni en hefðbundnar sígarettur, svo um munar í raun. Að auki hafa þær hjálpað fjölmörgum að segja skilið við sígarettur og aðra tóbaksnotkun. Þó er í gufu rafrettunnar oft að finna mikið magn fínagna. Þar á meðal eru, í sumum tilfellum, agnir formaldehýðs og acetaldehýðs. Að auki eru í gufunni bragðefni vökvans í úðaformi; bragðefni sem eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og viss óvissa ríkir um áhrif innöndunar þeirra á mannslíkamann. Langtímaáhrif rafrettunotkunar á heilsu fólks eru jafnframt að mestu ókunn. Sú mynd sem dregin hefur verið upp með rannsóknum undanfarið er sú að reykingafólk sem á í erfiðleikum með að hætta ætti að vera hvatt til að nota rafrettu, en um leið ættu vissir hópar að forðast þær. Það var afgerandi niðurstaða Bandarísku vísindanefndarinnar í janúar á síðasta ári að unglingar sem nota rafrettur eru líklegri til að prófa hefðbundnar reykingar en aðrir. Sýnt hefur verið fram á að nikótín getur haft skaðleg áhrif á heilaþroska ungmenna. Við spurningunni um það hvort rafrettur eru góðar eða slæmar er ekkert afgerandi svar. Þær virðast henta fyrir suma, en ættu vafalaust ekki að vera fyrsta úrræði unglinga sem glíma við nikótínfíkn eða eitthvað sem ungmenni ættu almennt að hafa aðgang að. Lög um rafrettur taka gildi 1. mars næstkomandi og samhliða því reglugerð heilbrigðisráðherra. Um lögin er margt gott að segja. Þau eru bæði tímabær og líkleg til þess að tryggja stöðu neytenda. En ströng lög líkt og þessi mega ekki leiða til þess að þeir sem raunverulega þurfa á rafrettum að halda eigi fyrir vikið erfiðara með að nálgast þær.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar