Þrælar sér ekki út fyrir leigufélögin Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 20:00 Rekstrarumhverfi verslana- og veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur er dýrt og erfitt, íbúarnir eru horfnir á braut og flest íbúðahús orðin hótel eða gistirými segir Daníel Tryggvi Daníelsson, eigandi C is for Cookie kaffihússins í miðbæ Reykjavíkur, sem hættir rekstri nú um mánaðarmót því tvöfalda átti leigu á húsnæði staðarins. Húsnæði kaffihússins C is for Cookie var nýverið keypt af fasteignafélaginu Gamma ehf. Félagið á nú allt húsið og eru þar reknar svokallaðar lúxusíbúðir fyrir ferðamenn. Hækka átti leigu kaffihússins úr 315 þúsund í 650 þúsund krónur sem nemur 106 prósenta hækkun. Eigandi kaffihússins segir það gjörbreyta forsendum rekstursins og sér sig tilneyddan til að loka. „Þegar laun og leiga hækkar svona svakalega þá situr lítið sem ekkert eftir. Maður er ekki íþessu til að þræla sér út í snemmbúna gröf. Þannig að þegar maður sér þetta bara fara í vasana hjá einhverjum risa leigufyrirtækjum þá vill maður bara pakka saman og fara að gera eitthvað skemmtilegra,“ segir hann.Íbúarnir á förum Daníel segir margt hafa breyst síðustu fimm árin og bendir á að fjöldi veitinga- og verslunarhúsnæða standi auð og tengir hann það við erfitt rekstrar umhverfi. Nefna má dæmi um eitt fjölfarnasta horn í miðbæ Reykjavíkur á horni Skólavörðustígs og Laugavegs. Þar eru húsnæðin í kring mörg hver tóm. Verslunin Fóa, á Laugarvegi tvö, lokaði í nóvember síðastliðinn því hækka átti leiguna. Húsin þar við hliðina, á Laugavegi númer fjögur og sex, hafa staðið auðí nokkurn tíma. Handan götunnar á Laugavegi hefur 350 fermetra rými staðið autt síðan árið 2017. Daníel hefur áhyggjur af þróuninni. „Það sem hefur breyst einna mest er að í búarnir eru farnir. Við vorum með fullt af íbúum hér í öllum húsunum í kringum okkur. Það er búið að kaupa öll þessi hús upp, íbúarnir eru farnir allt annað. Það er búið að breyta þessu öllu í einhverskonar gistirými eða hótelíbúðir. Ef að túristarnir fara líka, þá verður enginn eftir,“ segir hann. Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Rekstrarumhverfi verslana- og veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur er dýrt og erfitt, íbúarnir eru horfnir á braut og flest íbúðahús orðin hótel eða gistirými segir Daníel Tryggvi Daníelsson, eigandi C is for Cookie kaffihússins í miðbæ Reykjavíkur, sem hættir rekstri nú um mánaðarmót því tvöfalda átti leigu á húsnæði staðarins. Húsnæði kaffihússins C is for Cookie var nýverið keypt af fasteignafélaginu Gamma ehf. Félagið á nú allt húsið og eru þar reknar svokallaðar lúxusíbúðir fyrir ferðamenn. Hækka átti leigu kaffihússins úr 315 þúsund í 650 þúsund krónur sem nemur 106 prósenta hækkun. Eigandi kaffihússins segir það gjörbreyta forsendum rekstursins og sér sig tilneyddan til að loka. „Þegar laun og leiga hækkar svona svakalega þá situr lítið sem ekkert eftir. Maður er ekki íþessu til að þræla sér út í snemmbúna gröf. Þannig að þegar maður sér þetta bara fara í vasana hjá einhverjum risa leigufyrirtækjum þá vill maður bara pakka saman og fara að gera eitthvað skemmtilegra,“ segir hann.Íbúarnir á förum Daníel segir margt hafa breyst síðustu fimm árin og bendir á að fjöldi veitinga- og verslunarhúsnæða standi auð og tengir hann það við erfitt rekstrar umhverfi. Nefna má dæmi um eitt fjölfarnasta horn í miðbæ Reykjavíkur á horni Skólavörðustígs og Laugavegs. Þar eru húsnæðin í kring mörg hver tóm. Verslunin Fóa, á Laugarvegi tvö, lokaði í nóvember síðastliðinn því hækka átti leiguna. Húsin þar við hliðina, á Laugavegi númer fjögur og sex, hafa staðið auðí nokkurn tíma. Handan götunnar á Laugavegi hefur 350 fermetra rými staðið autt síðan árið 2017. Daníel hefur áhyggjur af þróuninni. „Það sem hefur breyst einna mest er að í búarnir eru farnir. Við vorum með fullt af íbúum hér í öllum húsunum í kringum okkur. Það er búið að kaupa öll þessi hús upp, íbúarnir eru farnir allt annað. Það er búið að breyta þessu öllu í einhverskonar gistirými eða hótelíbúðir. Ef að túristarnir fara líka, þá verður enginn eftir,“ segir hann.
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15
Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00