Þrælar sér ekki út fyrir leigufélögin Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 20:00 Rekstrarumhverfi verslana- og veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur er dýrt og erfitt, íbúarnir eru horfnir á braut og flest íbúðahús orðin hótel eða gistirými segir Daníel Tryggvi Daníelsson, eigandi C is for Cookie kaffihússins í miðbæ Reykjavíkur, sem hættir rekstri nú um mánaðarmót því tvöfalda átti leigu á húsnæði staðarins. Húsnæði kaffihússins C is for Cookie var nýverið keypt af fasteignafélaginu Gamma ehf. Félagið á nú allt húsið og eru þar reknar svokallaðar lúxusíbúðir fyrir ferðamenn. Hækka átti leigu kaffihússins úr 315 þúsund í 650 þúsund krónur sem nemur 106 prósenta hækkun. Eigandi kaffihússins segir það gjörbreyta forsendum rekstursins og sér sig tilneyddan til að loka. „Þegar laun og leiga hækkar svona svakalega þá situr lítið sem ekkert eftir. Maður er ekki íþessu til að þræla sér út í snemmbúna gröf. Þannig að þegar maður sér þetta bara fara í vasana hjá einhverjum risa leigufyrirtækjum þá vill maður bara pakka saman og fara að gera eitthvað skemmtilegra,“ segir hann.Íbúarnir á förum Daníel segir margt hafa breyst síðustu fimm árin og bendir á að fjöldi veitinga- og verslunarhúsnæða standi auð og tengir hann það við erfitt rekstrar umhverfi. Nefna má dæmi um eitt fjölfarnasta horn í miðbæ Reykjavíkur á horni Skólavörðustígs og Laugavegs. Þar eru húsnæðin í kring mörg hver tóm. Verslunin Fóa, á Laugarvegi tvö, lokaði í nóvember síðastliðinn því hækka átti leiguna. Húsin þar við hliðina, á Laugavegi númer fjögur og sex, hafa staðið auðí nokkurn tíma. Handan götunnar á Laugavegi hefur 350 fermetra rými staðið autt síðan árið 2017. Daníel hefur áhyggjur af þróuninni. „Það sem hefur breyst einna mest er að í búarnir eru farnir. Við vorum með fullt af íbúum hér í öllum húsunum í kringum okkur. Það er búið að kaupa öll þessi hús upp, íbúarnir eru farnir allt annað. Það er búið að breyta þessu öllu í einhverskonar gistirými eða hótelíbúðir. Ef að túristarnir fara líka, þá verður enginn eftir,“ segir hann. Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Rekstrarumhverfi verslana- og veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur er dýrt og erfitt, íbúarnir eru horfnir á braut og flest íbúðahús orðin hótel eða gistirými segir Daníel Tryggvi Daníelsson, eigandi C is for Cookie kaffihússins í miðbæ Reykjavíkur, sem hættir rekstri nú um mánaðarmót því tvöfalda átti leigu á húsnæði staðarins. Húsnæði kaffihússins C is for Cookie var nýverið keypt af fasteignafélaginu Gamma ehf. Félagið á nú allt húsið og eru þar reknar svokallaðar lúxusíbúðir fyrir ferðamenn. Hækka átti leigu kaffihússins úr 315 þúsund í 650 þúsund krónur sem nemur 106 prósenta hækkun. Eigandi kaffihússins segir það gjörbreyta forsendum rekstursins og sér sig tilneyddan til að loka. „Þegar laun og leiga hækkar svona svakalega þá situr lítið sem ekkert eftir. Maður er ekki íþessu til að þræla sér út í snemmbúna gröf. Þannig að þegar maður sér þetta bara fara í vasana hjá einhverjum risa leigufyrirtækjum þá vill maður bara pakka saman og fara að gera eitthvað skemmtilegra,“ segir hann.Íbúarnir á förum Daníel segir margt hafa breyst síðustu fimm árin og bendir á að fjöldi veitinga- og verslunarhúsnæða standi auð og tengir hann það við erfitt rekstrar umhverfi. Nefna má dæmi um eitt fjölfarnasta horn í miðbæ Reykjavíkur á horni Skólavörðustígs og Laugavegs. Þar eru húsnæðin í kring mörg hver tóm. Verslunin Fóa, á Laugarvegi tvö, lokaði í nóvember síðastliðinn því hækka átti leiguna. Húsin þar við hliðina, á Laugavegi númer fjögur og sex, hafa staðið auðí nokkurn tíma. Handan götunnar á Laugavegi hefur 350 fermetra rými staðið autt síðan árið 2017. Daníel hefur áhyggjur af þróuninni. „Það sem hefur breyst einna mest er að í búarnir eru farnir. Við vorum með fullt af íbúum hér í öllum húsunum í kringum okkur. Það er búið að kaupa öll þessi hús upp, íbúarnir eru farnir allt annað. Það er búið að breyta þessu öllu í einhverskonar gistirými eða hótelíbúðir. Ef að túristarnir fara líka, þá verður enginn eftir,“ segir hann.
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15
Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00