Bjargaði manni í hjartastoppi á hlaupastíg í Reykjavík Birgir Olgeirsson skrifar 11. febrúar 2019 16:10 Guðni Ásgeirsson ásamt Oddi Ingasyni sem hann bjargaði í fyrra. Vísir/Vilhelm Skyndihjálparmaður ársins 2018 er Guðni Ásgeirsson en hann bjargaði manni sem hafði fengið hjartaáfall á hlaupastíg í Reykjavík. Guðni kom að Oddi Ingasyni þar sem hann hafði lagst í jörðina, veitti honum hjartahnoð og stjórnaði aðgerðum á vettvangi með mikilli yfirvegun. Atvikið átti sér stað þann 22. september Kópavogsmegin í Fossvoginum. Í fyrstu hélt Guðni að Oddur, sem hafði verið að skokka, væri að teygja en eitthvað við aðstæðurnar fékk Guðna til að stöðva reiðhjól sitt og kanna ástandið á honum. Oddur hafði þá fengið hjartaáfall og farið í hjartastopp. Guðni kallað til tvo vegfarendur og fékk annan til að hringja í neyðarlínuna og hinn til að aðstoða við að veita Oddi hjartahnoð. Guðni hnoðaði Odd af miklum krafti þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Oddur fékk eitt rafstuð frá sjúkraflutningamönnunum og var kominn til meðvitundar þegar hann var borinn upp í sjúkrabílinn. Á spítalanum var hann settur í aðgerð og hefur náð fullum bata í dag þökk sé hárréttum viðbrögðum Guðna á vettvangi. Aðspurður sagði Guðni að hann vissi ekki hvað olli því að hann brást svona við. Hann sá strax að eitthvað sérstakt var í gangi þarna og hann gat ekki hugsað sér að hjóla fram hjá og gera ekkert.Guðni og Oddur ræða hér við fjölmiðlamenn.Vísir/Vilhelm„Ég gat ekki látið þetta afskiptalaust og treyst á að einhver annar kæmi til aðstoðar Ég sá að það var ekki í lagi með manninn. Ég fór á skyndihjálparnámskeið í verkmenntaskólanum á Akureyri fyrir mörgum árum. Í vinnunni hjá mér eru svo reglulega haldin stutt námskeið sem stýrði mér áfram í þessi réttu viðbrögð þennan dag" sagði Guðni. Guðni vill líka koma á framfæri þakklæti til þeirra sem aðstoðuðu hann þennan dag. Einstaklingar á vettvangi aðstoðuðu hann við að hringja á 112 og framkvæma hjartahnoð. Einnig komu lögregluþjónar að honum og bentu honum á að þessi lífsreynsla gæti haft áhrif á hann seinna enda mikið sjokk að lenda í þessum aðstæðum. „Maður veit aldrei hvernig maður bregst við þegar maður kemur á slysi. Ég hafði í rauninni ekki hugmynd um það hvernig ég myndi bregðast við en ég hugsaði að það er alltaf best að gera eitthvað í stað þess að gera ekki neitt. Í þessu tilfelli hefði það verið stór mistök að gera ekki neitt. Ég fékk ótrúlega hugarró þegar ég heyrði í manninum sem ég bjargaði rúmum sólarhring síðar og hann þakkaði mér kærlega fyrir lífsbjörgina." sagði Guðni Af lýsingunni að dæma er ljóst að Guðni brást hárrétt við aðstæðum og voru aðgerðir hans þennan dag til fyrirmyndar. Rauði krossinn óskar Guðna til hamingju með titilinn Skyndihjálparmaður ársins 2018.Rauði krossinn á Íslandi stendur árlega fyrir vali á skyndihjálparmanni ársins og heldur námskeið í skyndihjálp fyrir almenning allt árið um kring. Hjálparstarf Reykjavík Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Sjá meira
Skyndihjálparmaður ársins 2018 er Guðni Ásgeirsson en hann bjargaði manni sem hafði fengið hjartaáfall á hlaupastíg í Reykjavík. Guðni kom að Oddi Ingasyni þar sem hann hafði lagst í jörðina, veitti honum hjartahnoð og stjórnaði aðgerðum á vettvangi með mikilli yfirvegun. Atvikið átti sér stað þann 22. september Kópavogsmegin í Fossvoginum. Í fyrstu hélt Guðni að Oddur, sem hafði verið að skokka, væri að teygja en eitthvað við aðstæðurnar fékk Guðna til að stöðva reiðhjól sitt og kanna ástandið á honum. Oddur hafði þá fengið hjartaáfall og farið í hjartastopp. Guðni kallað til tvo vegfarendur og fékk annan til að hringja í neyðarlínuna og hinn til að aðstoða við að veita Oddi hjartahnoð. Guðni hnoðaði Odd af miklum krafti þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Oddur fékk eitt rafstuð frá sjúkraflutningamönnunum og var kominn til meðvitundar þegar hann var borinn upp í sjúkrabílinn. Á spítalanum var hann settur í aðgerð og hefur náð fullum bata í dag þökk sé hárréttum viðbrögðum Guðna á vettvangi. Aðspurður sagði Guðni að hann vissi ekki hvað olli því að hann brást svona við. Hann sá strax að eitthvað sérstakt var í gangi þarna og hann gat ekki hugsað sér að hjóla fram hjá og gera ekkert.Guðni og Oddur ræða hér við fjölmiðlamenn.Vísir/Vilhelm„Ég gat ekki látið þetta afskiptalaust og treyst á að einhver annar kæmi til aðstoðar Ég sá að það var ekki í lagi með manninn. Ég fór á skyndihjálparnámskeið í verkmenntaskólanum á Akureyri fyrir mörgum árum. Í vinnunni hjá mér eru svo reglulega haldin stutt námskeið sem stýrði mér áfram í þessi réttu viðbrögð þennan dag" sagði Guðni. Guðni vill líka koma á framfæri þakklæti til þeirra sem aðstoðuðu hann þennan dag. Einstaklingar á vettvangi aðstoðuðu hann við að hringja á 112 og framkvæma hjartahnoð. Einnig komu lögregluþjónar að honum og bentu honum á að þessi lífsreynsla gæti haft áhrif á hann seinna enda mikið sjokk að lenda í þessum aðstæðum. „Maður veit aldrei hvernig maður bregst við þegar maður kemur á slysi. Ég hafði í rauninni ekki hugmynd um það hvernig ég myndi bregðast við en ég hugsaði að það er alltaf best að gera eitthvað í stað þess að gera ekki neitt. Í þessu tilfelli hefði það verið stór mistök að gera ekki neitt. Ég fékk ótrúlega hugarró þegar ég heyrði í manninum sem ég bjargaði rúmum sólarhring síðar og hann þakkaði mér kærlega fyrir lífsbjörgina." sagði Guðni Af lýsingunni að dæma er ljóst að Guðni brást hárrétt við aðstæðum og voru aðgerðir hans þennan dag til fyrirmyndar. Rauði krossinn óskar Guðna til hamingju með titilinn Skyndihjálparmaður ársins 2018.Rauði krossinn á Íslandi stendur árlega fyrir vali á skyndihjálparmanni ársins og heldur námskeið í skyndihjálp fyrir almenning allt árið um kring.
Hjálparstarf Reykjavík Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Sjá meira