Staða réttarríkisins Guðmundur Steingrímsson skrifar 11. febrúar 2019 07:00 Einu sinni heyrði ég í fyrirlestri greint frá niðurstöðum hollenskrar könnunar, þar sem grafist var fyrir um það með hnitmiðuðum spurningum, hvað það væri sem hefði mest áhrif á hamingju fólks. Niðurstöðurnar voru áhugaverðar. Það kom á daginn, að til dæmis það að fjölskyldan í næsta húsi væri ríkari en maður sjálfur reyndist ekki hafa mjög mikil áhrif á hamingju fólks. Að við næsta hús væri stærri pallur með stærra grilli, með sex brennurum, bjórkæli og pizzuofni, það skipti litlu. Fólk var hamingjusamt með sína tvo brennara úr Byko. Hitt reyndist skipta fólk miklu meira máli: Ríkir réttlæti í samfélaginu? Er hægt að treysta því að allir fáir réttláta meðferð hjá öllum þessum aðilum í kringum mann, sem sýsla með mál manns? Á vinnumarkaði, í viðskiptum, í daglegu lífi. Það er fólki mikilvægt, samkvæmt þessu, að það sé til dæmis ekki gerður greinarmunur á Jóni og séra Jóni, að allir sitji við sama borð. Það er fólki mikilvægt að verða ekki fyrir gerræðislegri valdbeitingu, að geta búið við öryggi og vissan fyrirsjáanleika, og sanngirni, þegar kemur að alls kyns úrskurðar- og íhlutunarvaldi hinna fjölmörgu valdaaðila samfélagsins.Dæmin mörg Ég hef hugsað töluvert um þennan fyrirlestur síðan. Mér finnst þetta merkilegt, en líka augljóst þegar maður spáir í það. Þetta blasir samt ekki við, þegar maður hlýðir á umræðuna. Stundum, af umræðunni að dæma, virðist eins og það sé lykilatriði þegar kemur að hamingju að allir séu jafnríkir. Að enginn sé ríkur, helst. En þetta er misskilningur. Fáir býsnast yfir því, held ég, að einhver lúsiðin manneskja sé rík og láta það hafa áhrif á hamingju sína. Hitt skiptir meira máli: Öðlaðist viðkomandi ríkidæmi sitt á sanngjarnan hátt? Réð kannski klíkuskapur og ósanngjörn forgjöf úrslitum? Þetta er eitt dæmi af mörgum. Ég held að fátt sé eins niðurdrepandi, og þar með áhrifavaldur þegar kemur að hamingju manns, eins og verða að vitni að óréttlæti eða verða fyrir óréttlæti, jafnvel trekk í trekk, og hvað þá að búa í samfélagi sem einkennist í mörgum meginatriðum af óréttlæti. Óréttlætið getur verið æði lúmskt, en opnast manni smám saman eftir því sem árin safnast upp og reynslan eykst. Af þessum sjónarhóli þarf að skoða Ísland. Mér finnst ég skilja betur og betur fólk sem segir á efri árum, eftir langvarandi þátttöku í samfélagsumræðu og nálægð við ákvarðanatöku og vald, að íslenskt samfélag sé ógeðslegt. Stór orð, en þau hafa jú fallið.Tvenns konar dómstólar Hvað er átt við? Er Ísland ekki til fyrirmyndar? Tært vatn og hreint loft. Fremst í jafnrétti. Umburðarlynd og víðsýn. Eða hvað? Jú, jú. Margt er frábært. En samt er hún svo djúp og svo yfirgripsmikil þessi reiði og óþreyja. Það þarf ekki að tala lengi um samfélagsmál í samkvæmi á Íslandi þar til kemur að suðupunkti. Hitinn er alltaf undirliggjandi. Hverju sætir? Ég held að meginástæða óróa á vinnumarkaði, til dæmis, og líka uppsafnaðrar reiði þegar kemur að málefnum tengdum kynferðislegri áreitni og ofbeldi, sé sú að um langt skeið hefur sú tilfinning ríkt að á Íslandi ríki ekki almennilegt réttlæti. Fólk hefur hagnast gegnum klíku, auðlindir gefnar, stórir hagsmunaaðilar ráða allt of miklu, alls konar embættismenn hafa vald í mikilvægum málefnum borgaranna en enga ábyrgð – þurfa aldrei að rökstyðja mál sitt – og borgararnir eru lítt varðir af dómstólum. Einu sinni sagði mér maður að dómstólar í löndum heimsins hefðu annaðhvort tilhneigingu til þess að draga taum borgaranna, í viðureign þeirra við hið mikla vald sem opinberar stofnanir hafa, eða draga taum stofnananna og hins opinbera, gegn borgurunum, og þá væntanlega í nafni þess að ekki megi láta mannréttindi rugga bátnum um of. Því miður bendir margt til þess að á Íslandi sé hið síðarnefnda raunin.Nokkrar spurningar Hér eru nokkrar samfélagslegar samviskuspurningar: Skiptir máli í íslensku viðskiptalífi að vera í réttu klíkunni? Hafa ákvarðanir í stjórnmálum fært sumum einstaklingum auð á ósanngjarnan og ógagnsæjan hátt? (Uuu já.) Lenda þegnarnir í því að vera synjað um alls konar hluti af embættismönnum eða starfsmönnum stofnana og fá engar útskýringar eða möguleika til þess að hnekkja slíku? Getur fötluð manneskja vænst þess fyrir dómstólum á Íslandi að mannréttindi hennar séu metin mikilvægari en til dæmis fjárhagslegir hagsmunir, eða aðrir hagsmunir, stofnunar sem hún berst við? Dæmin eru sláandi um hið gagnstæða. Áfram, Freyja segi ég þó. Og að síðustu, ein góð hugleiðing í ljósi umræðunnar upp á síðkastið: Hefur einhver trú á því að mögulega einhver sem verður uppvís að því að hafa káfað á kvenfólki og abbast upp á það um áratugaskeið, jafnvel, verði nokkurn tímann dæmdur fyrir eitthvað slíkt af réttarríkinu? Það held ég ekki. Ég held að á Íslandi gangi vofa laus. Hún heitir óréttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Sjá meira
Einu sinni heyrði ég í fyrirlestri greint frá niðurstöðum hollenskrar könnunar, þar sem grafist var fyrir um það með hnitmiðuðum spurningum, hvað það væri sem hefði mest áhrif á hamingju fólks. Niðurstöðurnar voru áhugaverðar. Það kom á daginn, að til dæmis það að fjölskyldan í næsta húsi væri ríkari en maður sjálfur reyndist ekki hafa mjög mikil áhrif á hamingju fólks. Að við næsta hús væri stærri pallur með stærra grilli, með sex brennurum, bjórkæli og pizzuofni, það skipti litlu. Fólk var hamingjusamt með sína tvo brennara úr Byko. Hitt reyndist skipta fólk miklu meira máli: Ríkir réttlæti í samfélaginu? Er hægt að treysta því að allir fáir réttláta meðferð hjá öllum þessum aðilum í kringum mann, sem sýsla með mál manns? Á vinnumarkaði, í viðskiptum, í daglegu lífi. Það er fólki mikilvægt, samkvæmt þessu, að það sé til dæmis ekki gerður greinarmunur á Jóni og séra Jóni, að allir sitji við sama borð. Það er fólki mikilvægt að verða ekki fyrir gerræðislegri valdbeitingu, að geta búið við öryggi og vissan fyrirsjáanleika, og sanngirni, þegar kemur að alls kyns úrskurðar- og íhlutunarvaldi hinna fjölmörgu valdaaðila samfélagsins.Dæmin mörg Ég hef hugsað töluvert um þennan fyrirlestur síðan. Mér finnst þetta merkilegt, en líka augljóst þegar maður spáir í það. Þetta blasir samt ekki við, þegar maður hlýðir á umræðuna. Stundum, af umræðunni að dæma, virðist eins og það sé lykilatriði þegar kemur að hamingju að allir séu jafnríkir. Að enginn sé ríkur, helst. En þetta er misskilningur. Fáir býsnast yfir því, held ég, að einhver lúsiðin manneskja sé rík og láta það hafa áhrif á hamingju sína. Hitt skiptir meira máli: Öðlaðist viðkomandi ríkidæmi sitt á sanngjarnan hátt? Réð kannski klíkuskapur og ósanngjörn forgjöf úrslitum? Þetta er eitt dæmi af mörgum. Ég held að fátt sé eins niðurdrepandi, og þar með áhrifavaldur þegar kemur að hamingju manns, eins og verða að vitni að óréttlæti eða verða fyrir óréttlæti, jafnvel trekk í trekk, og hvað þá að búa í samfélagi sem einkennist í mörgum meginatriðum af óréttlæti. Óréttlætið getur verið æði lúmskt, en opnast manni smám saman eftir því sem árin safnast upp og reynslan eykst. Af þessum sjónarhóli þarf að skoða Ísland. Mér finnst ég skilja betur og betur fólk sem segir á efri árum, eftir langvarandi þátttöku í samfélagsumræðu og nálægð við ákvarðanatöku og vald, að íslenskt samfélag sé ógeðslegt. Stór orð, en þau hafa jú fallið.Tvenns konar dómstólar Hvað er átt við? Er Ísland ekki til fyrirmyndar? Tært vatn og hreint loft. Fremst í jafnrétti. Umburðarlynd og víðsýn. Eða hvað? Jú, jú. Margt er frábært. En samt er hún svo djúp og svo yfirgripsmikil þessi reiði og óþreyja. Það þarf ekki að tala lengi um samfélagsmál í samkvæmi á Íslandi þar til kemur að suðupunkti. Hitinn er alltaf undirliggjandi. Hverju sætir? Ég held að meginástæða óróa á vinnumarkaði, til dæmis, og líka uppsafnaðrar reiði þegar kemur að málefnum tengdum kynferðislegri áreitni og ofbeldi, sé sú að um langt skeið hefur sú tilfinning ríkt að á Íslandi ríki ekki almennilegt réttlæti. Fólk hefur hagnast gegnum klíku, auðlindir gefnar, stórir hagsmunaaðilar ráða allt of miklu, alls konar embættismenn hafa vald í mikilvægum málefnum borgaranna en enga ábyrgð – þurfa aldrei að rökstyðja mál sitt – og borgararnir eru lítt varðir af dómstólum. Einu sinni sagði mér maður að dómstólar í löndum heimsins hefðu annaðhvort tilhneigingu til þess að draga taum borgaranna, í viðureign þeirra við hið mikla vald sem opinberar stofnanir hafa, eða draga taum stofnananna og hins opinbera, gegn borgurunum, og þá væntanlega í nafni þess að ekki megi láta mannréttindi rugga bátnum um of. Því miður bendir margt til þess að á Íslandi sé hið síðarnefnda raunin.Nokkrar spurningar Hér eru nokkrar samfélagslegar samviskuspurningar: Skiptir máli í íslensku viðskiptalífi að vera í réttu klíkunni? Hafa ákvarðanir í stjórnmálum fært sumum einstaklingum auð á ósanngjarnan og ógagnsæjan hátt? (Uuu já.) Lenda þegnarnir í því að vera synjað um alls konar hluti af embættismönnum eða starfsmönnum stofnana og fá engar útskýringar eða möguleika til þess að hnekkja slíku? Getur fötluð manneskja vænst þess fyrir dómstólum á Íslandi að mannréttindi hennar séu metin mikilvægari en til dæmis fjárhagslegir hagsmunir, eða aðrir hagsmunir, stofnunar sem hún berst við? Dæmin eru sláandi um hið gagnstæða. Áfram, Freyja segi ég þó. Og að síðustu, ein góð hugleiðing í ljósi umræðunnar upp á síðkastið: Hefur einhver trú á því að mögulega einhver sem verður uppvís að því að hafa káfað á kvenfólki og abbast upp á það um áratugaskeið, jafnvel, verði nokkurn tímann dæmdur fyrir eitthvað slíkt af réttarríkinu? Það held ég ekki. Ég held að á Íslandi gangi vofa laus. Hún heitir óréttlæti.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun