Fimmtíu ár frá fyrsta flugi júmbó-þotunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 10. febrúar 2019 19:45 Fyrsta eintak Boeing 747 kom út úr verksmiðjunni þann 30. september árið 1968. Stjórnarformaður Boeing, Bill Allen, og forstjóri Pan Am, Juan Trippe, í stiganum en Pan Am hvatti Boeing til að framleiða tvöfalt stærri farþegaþotu en áður hafði þekkst. Mynd/Boeing. Flugheimurinn fagnar því um helgina að fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta flugi Boeing 747 risaþotunnar, fyrstu breiðþotu heims. Júmbó-þotan, eins og hún var almennt kölluð, olli straumhvörfum í flugsamgöngum og er talin hafa átt einn stærsta þátt í því að flugfargjöld lækkuðu og að flugferðir milli heimsálfa urðu á færi almennings á Vesturlöndum. Þotan tók fyrst á loft þann 9. febrúar árið 1969 og var þá stærri en nokkur önnur farþegaþota, sem mannkynið hafði smíðað, og gat borið allt að 490 farþega. Fyrsta farþegaflugið var í janúar árið 1970 á vegum Pan Am-flugfélagsins en júmbó-þotan hélt titlinum sem stærsta farþegaflugvél heims í 37 ár. Evrett-flugvélaverksmiðjan í Washington-ríki utan við Seattle, sem sérstaklega var reist vegna júmbó-þotunnar, var jafnframt stærsta bygging heims.Cargolux-flugfélagið, sem Loftleiðir stofnuðu í Lúxemborg ásamt fleirum, er með flota Boeing 747, sem sérsmíðaðar eru til fraktflutninga.Mynd/Boeing.Árið 1972 voru Loftleiðir nálægt því að kaupa júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna þegar Boeing-verksmiðjurnar gerðu Loftleiðum tilboð um kaup á tveimur Boeing 747-200. Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, ritaði þá undir viljayfirlýsingu um kaupin en stjórn félagsins lagðist gegn kaupunum. Árið 1982 ráku Flugleiðir um skamma hríð Boeing 747-100 þotu í pílagrímaflugi, sem félagið leigði frá SAS.Boeing 747-þota frá Air Atlanta.Árið 1993 tók flugfélagið Air Atlanta í notkun þrjár Boeing 747 þotur og árið 2002 vakti eigandinn, Arngrímur Jóhannsson, mikla athygli meðal flugáhugamanna þegar hann mætti á júmbó-þotu á Oshkosh-flughátíðina í Wisconsin, stærstu samkomu einkaflugmanna í heiminum. Air Atlanta státar af því á heimasíðu sinni að hafa einn stærsta flota heims af Boeing 747-400 þotum. Geimskutla NASA ferjuð á baki Boeing 747 þotu.NordicPhotos/gettyÞað er til marks um velgengni Boeing 747 að alls hafa 1.548 eintök verið smíðuð og hún er enn í framleiðslu. Hún hefur þó þróast mikið á þessum tíma en sýnilegasta breytingin er að efri hæðin er mun lengri en í upphaflegum gerðum.Dreamlifter er sennilega skrítnasta Boeing 747 þotan, en fyrirtækið notar hana til að flytja eigin flugvélahluta milli verksmiðja.Mynd/BoeingHún hefur einnig verið sérsmíðuð til ólíkra nota, eins og til að ferja geimskutlur á bakinu og til að flytja forseta Bandaríkjanna. Hér má sjá afmælismyndband frá Boeing um sögu flugvélarinnar: Boeing Fréttir af flugi Tímamót Tengdar fréttir Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30 Risaþota full af Íslendingum á EM í Frakklandi "Við erum að fara að fylgjast með Íslandi taka Ungverjana“ 17. júní 2016 14:24 35 ár síðan geimflaug flaug yfir Reykjavík Fyrir 35 árum flaug geimskutlan Enterprise yfir Reykjavíkurborg og lenti í Keflavík en hún var á leiðinni á flugsýningu í París. 19. maí 2018 07:15 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Flugheimurinn fagnar því um helgina að fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta flugi Boeing 747 risaþotunnar, fyrstu breiðþotu heims. Júmbó-þotan, eins og hún var almennt kölluð, olli straumhvörfum í flugsamgöngum og er talin hafa átt einn stærsta þátt í því að flugfargjöld lækkuðu og að flugferðir milli heimsálfa urðu á færi almennings á Vesturlöndum. Þotan tók fyrst á loft þann 9. febrúar árið 1969 og var þá stærri en nokkur önnur farþegaþota, sem mannkynið hafði smíðað, og gat borið allt að 490 farþega. Fyrsta farþegaflugið var í janúar árið 1970 á vegum Pan Am-flugfélagsins en júmbó-þotan hélt titlinum sem stærsta farþegaflugvél heims í 37 ár. Evrett-flugvélaverksmiðjan í Washington-ríki utan við Seattle, sem sérstaklega var reist vegna júmbó-þotunnar, var jafnframt stærsta bygging heims.Cargolux-flugfélagið, sem Loftleiðir stofnuðu í Lúxemborg ásamt fleirum, er með flota Boeing 747, sem sérsmíðaðar eru til fraktflutninga.Mynd/Boeing.Árið 1972 voru Loftleiðir nálægt því að kaupa júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna þegar Boeing-verksmiðjurnar gerðu Loftleiðum tilboð um kaup á tveimur Boeing 747-200. Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, ritaði þá undir viljayfirlýsingu um kaupin en stjórn félagsins lagðist gegn kaupunum. Árið 1982 ráku Flugleiðir um skamma hríð Boeing 747-100 þotu í pílagrímaflugi, sem félagið leigði frá SAS.Boeing 747-þota frá Air Atlanta.Árið 1993 tók flugfélagið Air Atlanta í notkun þrjár Boeing 747 þotur og árið 2002 vakti eigandinn, Arngrímur Jóhannsson, mikla athygli meðal flugáhugamanna þegar hann mætti á júmbó-þotu á Oshkosh-flughátíðina í Wisconsin, stærstu samkomu einkaflugmanna í heiminum. Air Atlanta státar af því á heimasíðu sinni að hafa einn stærsta flota heims af Boeing 747-400 þotum. Geimskutla NASA ferjuð á baki Boeing 747 þotu.NordicPhotos/gettyÞað er til marks um velgengni Boeing 747 að alls hafa 1.548 eintök verið smíðuð og hún er enn í framleiðslu. Hún hefur þó þróast mikið á þessum tíma en sýnilegasta breytingin er að efri hæðin er mun lengri en í upphaflegum gerðum.Dreamlifter er sennilega skrítnasta Boeing 747 þotan, en fyrirtækið notar hana til að flytja eigin flugvélahluta milli verksmiðja.Mynd/BoeingHún hefur einnig verið sérsmíðuð til ólíkra nota, eins og til að ferja geimskutlur á bakinu og til að flytja forseta Bandaríkjanna. Hér má sjá afmælismyndband frá Boeing um sögu flugvélarinnar:
Boeing Fréttir af flugi Tímamót Tengdar fréttir Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30 Risaþota full af Íslendingum á EM í Frakklandi "Við erum að fara að fylgjast með Íslandi taka Ungverjana“ 17. júní 2016 14:24 35 ár síðan geimflaug flaug yfir Reykjavík Fyrir 35 árum flaug geimskutlan Enterprise yfir Reykjavíkurborg og lenti í Keflavík en hún var á leiðinni á flugsýningu í París. 19. maí 2018 07:15 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30
Risaþota full af Íslendingum á EM í Frakklandi "Við erum að fara að fylgjast með Íslandi taka Ungverjana“ 17. júní 2016 14:24
35 ár síðan geimflaug flaug yfir Reykjavík Fyrir 35 árum flaug geimskutlan Enterprise yfir Reykjavíkurborg og lenti í Keflavík en hún var á leiðinni á flugsýningu í París. 19. maí 2018 07:15