Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Andri Eysteinsson skrifar 10. febrúar 2019 17:30 Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. Kristján var gestur nafna síns, Kristjáns Kristjánssonar, á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. „Þetta er orðið, því miður, síendurtekið efni. Við höfum séð úrskurði kjararáðs í gegnum tíðina sem hafa skilað alþingismönnum og tekjuhæstu ríkisstarfsmönnum 45% hækkun á einu bretti. Nú sjáum við bankastjóra Landsbankans fara úr 2,1 milljón upp í 3,8 milljónir. Hækkun um 1,7 milljónir á skömmum tíma. Þetta er bara sprengja inn í þetta umhverfi sem við erum í,“ sagði Kristján Þórður.Þrátt fyrir dempaða rödd er málefnið brýnt Kristjánarnir ræddu saman um kjaraviðræðurnar og þá helst stöðu iðnaðarmanna, en minna hefur farið fyrir iðnaðarmönnum í þessum viðræðum en áður. Kristján Þórður sagði viðræður hafa gengið upp og ofan á síðustu vikum, þær hafi þokast áfram en hafi verið brokkgengar að undanförnu. Kristján segir að þrátt fyrir að rödd iðnaðarmanna í viðræðunum sé dempaðri en rödd þeirra sem hafa verið á oddinum fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar, sé málefnið brýnt. Iðnaðarmenn vilja að sögn Kristjáns halda í það sem náðst hefur, einnig þurfi að taka á málefnum erlendra starfsmanna. „Íslenskir iðnaðarmenn þeir fá greidd ákveðin markaðslaun en erlendir starfsmenn fá miklu lægri laun sem eru í besta falli að dansa á taxtanum,“ sagði Kristján og segir gapið á milli vera óásættanlegt. Kristján segir það einnig verkefni verkalýðsfélaganna að tryggja og bæta stöðu fólks eins og mögulegt er og minnist þar á brot gegn starfsmönnum sem fjallað var um í vikunni„Þurfum að sjá hvað ríkið er tilbúið að gera“ Annars segir Kristján Rafiðnaðarsambandið vera með ýmsar stefnur sem snúi að ríkinu, varðandi tekjuskattkerfið og átak í húsnæðismálum. Kristján segir að lækkun tekjuskatts á tekjulægsta hópinn geti létt undir í kjarasamningum. „Við þurfum að sjá hvað ríkið tilbúið að gera í skattamálum til þess að létta undir á öðrum stað. Ríkisstjórnin hefur ekki verið tilbúin til að sýna þeirra hugmyndir á þessum enda. Kristján segir að verkalýðshreyfingin muni ekki sætta sig við ef eingöngu yrði tekið á lægstu launum, og segir að finna þurfi leiðir svo að allir aðilar fái einhvern framgang. Kristján segir mikilvægt að staða láglaunafólks batni en á meðan „þessar gölnu hækkanir“ í efri stigum viðgangist verði engin sátt um slíkar leiðir. Íslenskir bankar Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Tillögur Eflingar gætu hækkað skatta á millistétt að hluta Leggja til fjögurra þrepa skattkerfi í stað tvgegja eins og í dag 7. febrúar 2019 20:00 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. Kristján var gestur nafna síns, Kristjáns Kristjánssonar, á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. „Þetta er orðið, því miður, síendurtekið efni. Við höfum séð úrskurði kjararáðs í gegnum tíðina sem hafa skilað alþingismönnum og tekjuhæstu ríkisstarfsmönnum 45% hækkun á einu bretti. Nú sjáum við bankastjóra Landsbankans fara úr 2,1 milljón upp í 3,8 milljónir. Hækkun um 1,7 milljónir á skömmum tíma. Þetta er bara sprengja inn í þetta umhverfi sem við erum í,“ sagði Kristján Þórður.Þrátt fyrir dempaða rödd er málefnið brýnt Kristjánarnir ræddu saman um kjaraviðræðurnar og þá helst stöðu iðnaðarmanna, en minna hefur farið fyrir iðnaðarmönnum í þessum viðræðum en áður. Kristján Þórður sagði viðræður hafa gengið upp og ofan á síðustu vikum, þær hafi þokast áfram en hafi verið brokkgengar að undanförnu. Kristján segir að þrátt fyrir að rödd iðnaðarmanna í viðræðunum sé dempaðri en rödd þeirra sem hafa verið á oddinum fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar, sé málefnið brýnt. Iðnaðarmenn vilja að sögn Kristjáns halda í það sem náðst hefur, einnig þurfi að taka á málefnum erlendra starfsmanna. „Íslenskir iðnaðarmenn þeir fá greidd ákveðin markaðslaun en erlendir starfsmenn fá miklu lægri laun sem eru í besta falli að dansa á taxtanum,“ sagði Kristján og segir gapið á milli vera óásættanlegt. Kristján segir það einnig verkefni verkalýðsfélaganna að tryggja og bæta stöðu fólks eins og mögulegt er og minnist þar á brot gegn starfsmönnum sem fjallað var um í vikunni„Þurfum að sjá hvað ríkið er tilbúið að gera“ Annars segir Kristján Rafiðnaðarsambandið vera með ýmsar stefnur sem snúi að ríkinu, varðandi tekjuskattkerfið og átak í húsnæðismálum. Kristján segir að lækkun tekjuskatts á tekjulægsta hópinn geti létt undir í kjarasamningum. „Við þurfum að sjá hvað ríkið tilbúið að gera í skattamálum til þess að létta undir á öðrum stað. Ríkisstjórnin hefur ekki verið tilbúin til að sýna þeirra hugmyndir á þessum enda. Kristján segir að verkalýðshreyfingin muni ekki sætta sig við ef eingöngu yrði tekið á lægstu launum, og segir að finna þurfi leiðir svo að allir aðilar fái einhvern framgang. Kristján segir mikilvægt að staða láglaunafólks batni en á meðan „þessar gölnu hækkanir“ í efri stigum viðgangist verði engin sátt um slíkar leiðir.
Íslenskir bankar Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Tillögur Eflingar gætu hækkað skatta á millistétt að hluta Leggja til fjögurra þrepa skattkerfi í stað tvgegja eins og í dag 7. febrúar 2019 20:00 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46
Tillögur Eflingar gætu hækkað skatta á millistétt að hluta Leggja til fjögurra þrepa skattkerfi í stað tvgegja eins og í dag 7. febrúar 2019 20:00
Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30
Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00