Tilkynna „skammarlistann“ til Persónuverndar og saka forsvarsmenn hótelsins um rangfærslur Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 18:11 Listinn sést hér hanga á töflu, að því er virðist í almennu rými á Grand hótel. Mynd/Efling Efling sendi í gær kvörtun til Persónuverndar um „skammarlista“ sem hékk á vegg í starfsmannarými Grand Hótels. Á listanum var starfsfólki raðað eftir fjölda veikindadaga sem það hafði tekið árið 2018. Þá sakar Efling forsvarsmenn hótelsins um rangfærslur í fjölmiðlum í umfjöllun um málið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu.Sjá einnig: Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Telur Efling að um sé að ræða óeðlilega meðhöndlun viðkvæmra persónuupplýsinga sem brjóti í bága við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. „Efling lítur málið mjög alvarlegum augum og skorar á Persónuvernd að beita þeim refsiúrræðum sem stofnunin hefur lögum samkvæmt. Forsvarsmenn Grand Hótel hafa brugðist við frásögnum af þessum lista með rangfærslum í fjölmiðlum. Þetta hefur vakið alvarlegar spurningar um starfsanda og meðferð starfsfólks á hótelinu,“ segir í tilkynningu Eflingar. Í tilkynningu segir einnig að nokkrir félagsmenn Eflingar hafi leitað til félagsins eftir að rekstrarstjóri hengdi listann upp í opnu rými. Starfsmennirnir hafi furðað sig á ummælum yfirmanna um málið, þar á meðal ummælum framkvæmdastjóra mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel. Hann fullyrti í samtali við Mbl í vikunni að listinn hefði ekki hangið neins staðar uppi heldur aðeins verið inni á lokaðri skrifstofu yfirmanns. Efling segir starfsmennina hins vegar hafna þessum fullyrðingum. Þeir hafi nafngreint stjórnandann sem hengdi listann upp og jafnframt haldið því fram að listinn hefði hangið á veggnum vikum saman. Í vikunni birti Efling einnig mynd af listanum, þar sem hann sást hanga uppi í almennu rými, máli sínu til stuðnings í kjölfar ummæla framkvæmdastjórans. Ekki náðist í Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, við vinnslu þessarar fréttar. Kjaramál Tengdar fréttir Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Efling sendi í gær kvörtun til Persónuverndar um „skammarlista“ sem hékk á vegg í starfsmannarými Grand Hótels. Á listanum var starfsfólki raðað eftir fjölda veikindadaga sem það hafði tekið árið 2018. Þá sakar Efling forsvarsmenn hótelsins um rangfærslur í fjölmiðlum í umfjöllun um málið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu.Sjá einnig: Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Telur Efling að um sé að ræða óeðlilega meðhöndlun viðkvæmra persónuupplýsinga sem brjóti í bága við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. „Efling lítur málið mjög alvarlegum augum og skorar á Persónuvernd að beita þeim refsiúrræðum sem stofnunin hefur lögum samkvæmt. Forsvarsmenn Grand Hótel hafa brugðist við frásögnum af þessum lista með rangfærslum í fjölmiðlum. Þetta hefur vakið alvarlegar spurningar um starfsanda og meðferð starfsfólks á hótelinu,“ segir í tilkynningu Eflingar. Í tilkynningu segir einnig að nokkrir félagsmenn Eflingar hafi leitað til félagsins eftir að rekstrarstjóri hengdi listann upp í opnu rými. Starfsmennirnir hafi furðað sig á ummælum yfirmanna um málið, þar á meðal ummælum framkvæmdastjóra mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel. Hann fullyrti í samtali við Mbl í vikunni að listinn hefði ekki hangið neins staðar uppi heldur aðeins verið inni á lokaðri skrifstofu yfirmanns. Efling segir starfsmennina hins vegar hafna þessum fullyrðingum. Þeir hafi nafngreint stjórnandann sem hengdi listann upp og jafnframt haldið því fram að listinn hefði hangið á veggnum vikum saman. Í vikunni birti Efling einnig mynd af listanum, þar sem hann sást hanga uppi í almennu rými, máli sínu til stuðnings í kjölfar ummæla framkvæmdastjórans. Ekki náðist í Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, við vinnslu þessarar fréttar.
Kjaramál Tengdar fréttir Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47