Tilkynna „skammarlistann“ til Persónuverndar og saka forsvarsmenn hótelsins um rangfærslur Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 18:11 Listinn sést hér hanga á töflu, að því er virðist í almennu rými á Grand hótel. Mynd/Efling Efling sendi í gær kvörtun til Persónuverndar um „skammarlista“ sem hékk á vegg í starfsmannarými Grand Hótels. Á listanum var starfsfólki raðað eftir fjölda veikindadaga sem það hafði tekið árið 2018. Þá sakar Efling forsvarsmenn hótelsins um rangfærslur í fjölmiðlum í umfjöllun um málið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu.Sjá einnig: Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Telur Efling að um sé að ræða óeðlilega meðhöndlun viðkvæmra persónuupplýsinga sem brjóti í bága við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. „Efling lítur málið mjög alvarlegum augum og skorar á Persónuvernd að beita þeim refsiúrræðum sem stofnunin hefur lögum samkvæmt. Forsvarsmenn Grand Hótel hafa brugðist við frásögnum af þessum lista með rangfærslum í fjölmiðlum. Þetta hefur vakið alvarlegar spurningar um starfsanda og meðferð starfsfólks á hótelinu,“ segir í tilkynningu Eflingar. Í tilkynningu segir einnig að nokkrir félagsmenn Eflingar hafi leitað til félagsins eftir að rekstrarstjóri hengdi listann upp í opnu rými. Starfsmennirnir hafi furðað sig á ummælum yfirmanna um málið, þar á meðal ummælum framkvæmdastjóra mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel. Hann fullyrti í samtali við Mbl í vikunni að listinn hefði ekki hangið neins staðar uppi heldur aðeins verið inni á lokaðri skrifstofu yfirmanns. Efling segir starfsmennina hins vegar hafna þessum fullyrðingum. Þeir hafi nafngreint stjórnandann sem hengdi listann upp og jafnframt haldið því fram að listinn hefði hangið á veggnum vikum saman. Í vikunni birti Efling einnig mynd af listanum, þar sem hann sást hanga uppi í almennu rými, máli sínu til stuðnings í kjölfar ummæla framkvæmdastjórans. Ekki náðist í Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, við vinnslu þessarar fréttar. Kjaramál Tengdar fréttir Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Efling sendi í gær kvörtun til Persónuverndar um „skammarlista“ sem hékk á vegg í starfsmannarými Grand Hótels. Á listanum var starfsfólki raðað eftir fjölda veikindadaga sem það hafði tekið árið 2018. Þá sakar Efling forsvarsmenn hótelsins um rangfærslur í fjölmiðlum í umfjöllun um málið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu.Sjá einnig: Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Telur Efling að um sé að ræða óeðlilega meðhöndlun viðkvæmra persónuupplýsinga sem brjóti í bága við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. „Efling lítur málið mjög alvarlegum augum og skorar á Persónuvernd að beita þeim refsiúrræðum sem stofnunin hefur lögum samkvæmt. Forsvarsmenn Grand Hótel hafa brugðist við frásögnum af þessum lista með rangfærslum í fjölmiðlum. Þetta hefur vakið alvarlegar spurningar um starfsanda og meðferð starfsfólks á hótelinu,“ segir í tilkynningu Eflingar. Í tilkynningu segir einnig að nokkrir félagsmenn Eflingar hafi leitað til félagsins eftir að rekstrarstjóri hengdi listann upp í opnu rými. Starfsmennirnir hafi furðað sig á ummælum yfirmanna um málið, þar á meðal ummælum framkvæmdastjóra mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel. Hann fullyrti í samtali við Mbl í vikunni að listinn hefði ekki hangið neins staðar uppi heldur aðeins verið inni á lokaðri skrifstofu yfirmanns. Efling segir starfsmennina hins vegar hafna þessum fullyrðingum. Þeir hafi nafngreint stjórnandann sem hengdi listann upp og jafnframt haldið því fram að listinn hefði hangið á veggnum vikum saman. Í vikunni birti Efling einnig mynd af listanum, þar sem hann sást hanga uppi í almennu rými, máli sínu til stuðnings í kjölfar ummæla framkvæmdastjórans. Ekki náðist í Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, við vinnslu þessarar fréttar.
Kjaramál Tengdar fréttir Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47