Thomas Møller fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 17:42 Thomas Møller Olsen í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hafnaði í dag áfrýjunarbeiðni Thomasar Møller Olsen, sem var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefnabrot. Lögmaður Thomasar hafði óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í málinu til Hæstaréttar. Synjunin þýðir að máli Thomasar er lokið. Dómur yfir Thomasi féll í Landsrétti í nóvember í fyrra og var þar með staðfestur dómur Héraðsdóms Reykjaness. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, óskaði eftir því í kjölfarið fyrir hönd skjólstæðings síns að dómi Landsréttar yrði áfrýjað. Beiðni Björgvins var byggð á því að málsmeðferð fyrir Landsrétti hefði verið stórlega ábótavant og brotið í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Vísað var til þess að einn af dómendum í málinu fyrir Landsrétti hefði verið vanhæfur til að leysa úr málinu. Að auki taldi Björgvin að niðurstaða Landsréttar um réttarfarslegar afleiðingar handtöku leyfisbeiðanda utan íslenskrar refsilögsögu „sé bersýnilega röng og í andstöðu við dómaframkvæmd Hæstaréttar og Mannréttindadómstóls Evrópu“. Þá hafi mat Landsréttar á sönnunargildi annarra gagna málsins en munnlegum framburði ekki verið í samræmi við þær reglur sem gildi við meðferð sakamála. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ekki verði séð að úrslit málsins geti ráðist af atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þau. Var beiðninni því hafnað. Máli Thomasar Møller er þar með lokið og mun hann afplána refsingu sína. Birna Brjánsdóttir Dómsmál Tengdar fréttir Sagðist óttast að það kæmist upp um hann og hann yrði handtekinn Í dómi Landsréttar kemur fram að i málinu liggi fyrir þýðing á SMS-samskiptum Thomasar við þáverandi unnustu sína. 23. nóvember 2018 19:00 Segir málsmeðferð í Landsrétti hafa einkennst af virðingarleysi Óskað verður eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli Thomasar Møller Olsen. Verjandi telur dómsformanninn, Sigurð Tómas Magnússon, vanhæfan vegna verktakavinnu fyrir ákæruvaldið. 24. nóvember 2018 07:45 Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Hæstiréttur hafnaði í dag áfrýjunarbeiðni Thomasar Møller Olsen, sem var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefnabrot. Lögmaður Thomasar hafði óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í málinu til Hæstaréttar. Synjunin þýðir að máli Thomasar er lokið. Dómur yfir Thomasi féll í Landsrétti í nóvember í fyrra og var þar með staðfestur dómur Héraðsdóms Reykjaness. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, óskaði eftir því í kjölfarið fyrir hönd skjólstæðings síns að dómi Landsréttar yrði áfrýjað. Beiðni Björgvins var byggð á því að málsmeðferð fyrir Landsrétti hefði verið stórlega ábótavant og brotið í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Vísað var til þess að einn af dómendum í málinu fyrir Landsrétti hefði verið vanhæfur til að leysa úr málinu. Að auki taldi Björgvin að niðurstaða Landsréttar um réttarfarslegar afleiðingar handtöku leyfisbeiðanda utan íslenskrar refsilögsögu „sé bersýnilega röng og í andstöðu við dómaframkvæmd Hæstaréttar og Mannréttindadómstóls Evrópu“. Þá hafi mat Landsréttar á sönnunargildi annarra gagna málsins en munnlegum framburði ekki verið í samræmi við þær reglur sem gildi við meðferð sakamála. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ekki verði séð að úrslit málsins geti ráðist af atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þau. Var beiðninni því hafnað. Máli Thomasar Møller er þar með lokið og mun hann afplána refsingu sína.
Birna Brjánsdóttir Dómsmál Tengdar fréttir Sagðist óttast að það kæmist upp um hann og hann yrði handtekinn Í dómi Landsréttar kemur fram að i málinu liggi fyrir þýðing á SMS-samskiptum Thomasar við þáverandi unnustu sína. 23. nóvember 2018 19:00 Segir málsmeðferð í Landsrétti hafa einkennst af virðingarleysi Óskað verður eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli Thomasar Møller Olsen. Verjandi telur dómsformanninn, Sigurð Tómas Magnússon, vanhæfan vegna verktakavinnu fyrir ákæruvaldið. 24. nóvember 2018 07:45 Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Sagðist óttast að það kæmist upp um hann og hann yrði handtekinn Í dómi Landsréttar kemur fram að i málinu liggi fyrir þýðing á SMS-samskiptum Thomasar við þáverandi unnustu sína. 23. nóvember 2018 19:00
Segir málsmeðferð í Landsrétti hafa einkennst af virðingarleysi Óskað verður eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli Thomasar Møller Olsen. Verjandi telur dómsformanninn, Sigurð Tómas Magnússon, vanhæfan vegna verktakavinnu fyrir ákæruvaldið. 24. nóvember 2018 07:45
Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00