Svikapóstar og fjársvik Hópur skrifar 27. febrúar 2019 08:15 Mikið hefur borið á því í fréttum nýlega að íslensk fyrirtæki eru að lenda í fjársvikum í formi svikapósta. Þessi tegund netglæpa felst í því að óprúttnir aðilar reyna að blekkja fólk með trúverðugum tölvupóstum (e. phishing). Slíkir aðilar stunda það að brjóta sér leið inn í tölvupóstkerfi fyrirtækja og vakta tölvupóstsamskipti með það fyrir augum að komast yfir fjármuni eða upplýsingar. Umfang þessara netglæpa er óþekkt þar sem glæpirnir eru í mörgum tilvikum ekki kærðir en ljóst er að fjöldi þeirra hefur aukist mikið síðustu ár. Með svolítilli rannsóknarvinnu og góðri vöktun getur hinn óprúttni aðili til dæmis fundið út hvaða einstaklingur innan fyrirtækisins hefur heimild til að senda út og greiða reikninga í nafni þess. Óprúttni aðilinn kemur sér inn í samskipti þess aðila og fer að svara í nafni fyrirtækisins. Í samskiptum sínum gefur hann upp falskt reikningsnúmer sem viðkomandi hefur aðgang að. Er þetta allt gert þannig að hvorki viðskiptamaðurinn né viðskiptavinurinn verða varir við eitthvað óvenjulegt. Þegar greiðslan hefur verið innt af hendi er viðskiptavinurinn búinn að tapa sínum pening og fyrirtækið fær ekki greitt fyrir vöru sína eða þjónustu. Önnur svik sem einnig eru algeng eru þau að fyrirtæki fá senda til sín reikninga sem átt hefur verið við. Reikningarnir eru þá gefnir út í nafni þess birgis sem fyrirtækið er vant að versla við eða í nafni falsks félags. Til þess að þessi svik gangi upp þarf gjaldkerinn að greiða reikninginn án þess að staðfesta hann eða hver greiðandinn er. Þriðja tegundin af svikapóstum sem borið hefur mikið á eru svokölluð „CEO svik“ sem á íslensku kallast stjórnendasvik. Hér kemst óprúttni aðilinn inn í tölvupóstkerfi fyrirtækisins og tekur yfir pósthólf þess stjórnanda sem er í samskiptum við gjaldkera og hefur heimild til að senda greiðslufyrirmæli fyrir hönd fyrirtækisins.Kristín Aðalheiður Birgisdóttir.Stundum býr hann til lén sem svipar mikið til þess léns sem fyrirtækið notar og sendir póstinn frá því netfangi. Í þessum tilfellum er óprúttni aðilinn búinn að leggja mikla vinnu í undirbúning og skipulagningu. Oft er hann búinn að kynna sér hvernig greiðslufyrirmæli eru gefin og reynir að líkja eftir fyrri samskiptum aðila. Í tölvupóstinum frá yfirmanninum til gjaldkerans, sem inniheldur greiðslufyrirmæli, er lögð áhersla á að gengið sé frá greiðslu sem fyrst. Jafnvel kemur fram neðst í póstinum að hann hafi verið sendur úr farsíma en þar með er auðveldara að fyrirgefa innsláttarvillur. Falli gjaldkerinn í gildruna nær óprúttni aðilinn að fá greiðslu inn á reikning sem hann hefur yfirráð yfir og er fyrirtækið þar með í flestum tilfellum búið að tapa þeim fjármunum. Að lokum hefur ný aðferð einnig verið að ryðja sér til rúms. Um er að ræða skilaboðasvik í gegnum snjallsíma og samfélagsmiðla. Markmiðið er að komast yfir upplýsingar eins og lykilorð, notendanöfn, bankaupplýsingar eða aðrar viðkvæmar upplýsingar. Upplýsingarnar eru síðan nýttar af óprúttnum aðilum til að villa á sér heimildir í samskiptum við ýmsa þjónustuaðila og fjármálastofnanir.Hvað er hægt að gera? Mikilvægur þáttur í að lágmarka líkurnar á svikum af þessu tagi er að auka vitundarvakningu innan fyrirtækisins. Einkum þarf að veita starfsfólki viðeigandi fræðslu, þjálfun og upplýsingar. Þá þurfa stjórnendur að gæta þess að netöryggismál fái sama vægi og önnur rekstrarmál innan fyrirtækisins. Einnig þarf að tryggja að boðleiðir og viðbrögð starfsmanna sem varir verða við netógnir séu einföld, skýr og markviss. Starfsfólkið þarf þannig að þekkja vel ferla fyrirtækisins og kunna að bregðast rétt við. Segja má að þjálfun starfsmanna, öflug öryggisvitund og aðgát séu í raun besta forvörnin. Stjórnendur fyrirtækja þurfa því að kynna sér málefnið vel. Starfsmenn þurfa að æfa viðbrögð við árásum og þekkja það verklag sem gildir undir slíkum kringumstæðum. Ásamt þessu er nauðsynlegt að huga vel að upplýsingaöryggi, yfirfara reglulega öryggisstillingar og framkvæma úttektir á netöryggismálum. Þetta á ekki síst við ef verið er að framkvæma breytingar á upplýsingatækniumhverfi félagsins. Einnig er þetta mikilvægt ef upplýsingatækniþjónustu er úthýst til þriðja aðila. Endanlegri ábyrgð á rekstri og innra eftirliti verður ekki útvistað og því er nauðsynlegt að viðhafa virkt eftirlit með útvistuðum þáttum. Tjónum af völdum þeirra netglæpa sem um ræðir fer hratt fjölgandi. Oft á tíðum er um töluverðar fjárhæðir að ræða fyrir íslensk fyrirtæki. Fjárhagstap það sem orsakast af svikunum getur því haft alvarlegar afleiðingar fyrir fyrirtækið. Slík óhöpp geta þó ekki síður skaðað og jafnvel eyðilagt orðspor fyrirtækisins. KPMG aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að efla netvarnir, auka almenna þekkingu starfsmanna sem og að yfirfara og uppfæra innra verklag vegna netöryggis. KPMG hefur einnig veitt aðstoð við rannsóknir sviksemismála, til dæmis við frumrannsókn, með það að markmiði að greina hvað fór úrskeiðis hjá félaginu. Byggt á reynslu okkar hjá KPMG á þessu sviði er ljóst að ekki mun draga úr tíðni netglæpa og svikamála af því tagi sem hér um ræðir í fyrirsjáanlegri framtíð. Þvert á móti sjáum við nýjar aðferðir og tegundir fjársvika sífellt skjóta upp kollinum. Ógn vegna slíkra svikamála mun því halda áfram að vera áskorun í rekstri íslenskra fyrirtækja og aðferðir munu taka á sig enn fjölbreyttari myndir samhliða þróun á sviði upplýsingatækni.Höfundar Stella Thors, ráðgjafi hjá KPMGKristín Aðalheiður Birgisdóttir, ráðgjafi hjá KPMG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Mikið hefur borið á því í fréttum nýlega að íslensk fyrirtæki eru að lenda í fjársvikum í formi svikapósta. Þessi tegund netglæpa felst í því að óprúttnir aðilar reyna að blekkja fólk með trúverðugum tölvupóstum (e. phishing). Slíkir aðilar stunda það að brjóta sér leið inn í tölvupóstkerfi fyrirtækja og vakta tölvupóstsamskipti með það fyrir augum að komast yfir fjármuni eða upplýsingar. Umfang þessara netglæpa er óþekkt þar sem glæpirnir eru í mörgum tilvikum ekki kærðir en ljóst er að fjöldi þeirra hefur aukist mikið síðustu ár. Með svolítilli rannsóknarvinnu og góðri vöktun getur hinn óprúttni aðili til dæmis fundið út hvaða einstaklingur innan fyrirtækisins hefur heimild til að senda út og greiða reikninga í nafni þess. Óprúttni aðilinn kemur sér inn í samskipti þess aðila og fer að svara í nafni fyrirtækisins. Í samskiptum sínum gefur hann upp falskt reikningsnúmer sem viðkomandi hefur aðgang að. Er þetta allt gert þannig að hvorki viðskiptamaðurinn né viðskiptavinurinn verða varir við eitthvað óvenjulegt. Þegar greiðslan hefur verið innt af hendi er viðskiptavinurinn búinn að tapa sínum pening og fyrirtækið fær ekki greitt fyrir vöru sína eða þjónustu. Önnur svik sem einnig eru algeng eru þau að fyrirtæki fá senda til sín reikninga sem átt hefur verið við. Reikningarnir eru þá gefnir út í nafni þess birgis sem fyrirtækið er vant að versla við eða í nafni falsks félags. Til þess að þessi svik gangi upp þarf gjaldkerinn að greiða reikninginn án þess að staðfesta hann eða hver greiðandinn er. Þriðja tegundin af svikapóstum sem borið hefur mikið á eru svokölluð „CEO svik“ sem á íslensku kallast stjórnendasvik. Hér kemst óprúttni aðilinn inn í tölvupóstkerfi fyrirtækisins og tekur yfir pósthólf þess stjórnanda sem er í samskiptum við gjaldkera og hefur heimild til að senda greiðslufyrirmæli fyrir hönd fyrirtækisins.Kristín Aðalheiður Birgisdóttir.Stundum býr hann til lén sem svipar mikið til þess léns sem fyrirtækið notar og sendir póstinn frá því netfangi. Í þessum tilfellum er óprúttni aðilinn búinn að leggja mikla vinnu í undirbúning og skipulagningu. Oft er hann búinn að kynna sér hvernig greiðslufyrirmæli eru gefin og reynir að líkja eftir fyrri samskiptum aðila. Í tölvupóstinum frá yfirmanninum til gjaldkerans, sem inniheldur greiðslufyrirmæli, er lögð áhersla á að gengið sé frá greiðslu sem fyrst. Jafnvel kemur fram neðst í póstinum að hann hafi verið sendur úr farsíma en þar með er auðveldara að fyrirgefa innsláttarvillur. Falli gjaldkerinn í gildruna nær óprúttni aðilinn að fá greiðslu inn á reikning sem hann hefur yfirráð yfir og er fyrirtækið þar með í flestum tilfellum búið að tapa þeim fjármunum. Að lokum hefur ný aðferð einnig verið að ryðja sér til rúms. Um er að ræða skilaboðasvik í gegnum snjallsíma og samfélagsmiðla. Markmiðið er að komast yfir upplýsingar eins og lykilorð, notendanöfn, bankaupplýsingar eða aðrar viðkvæmar upplýsingar. Upplýsingarnar eru síðan nýttar af óprúttnum aðilum til að villa á sér heimildir í samskiptum við ýmsa þjónustuaðila og fjármálastofnanir.Hvað er hægt að gera? Mikilvægur þáttur í að lágmarka líkurnar á svikum af þessu tagi er að auka vitundarvakningu innan fyrirtækisins. Einkum þarf að veita starfsfólki viðeigandi fræðslu, þjálfun og upplýsingar. Þá þurfa stjórnendur að gæta þess að netöryggismál fái sama vægi og önnur rekstrarmál innan fyrirtækisins. Einnig þarf að tryggja að boðleiðir og viðbrögð starfsmanna sem varir verða við netógnir séu einföld, skýr og markviss. Starfsfólkið þarf þannig að þekkja vel ferla fyrirtækisins og kunna að bregðast rétt við. Segja má að þjálfun starfsmanna, öflug öryggisvitund og aðgát séu í raun besta forvörnin. Stjórnendur fyrirtækja þurfa því að kynna sér málefnið vel. Starfsmenn þurfa að æfa viðbrögð við árásum og þekkja það verklag sem gildir undir slíkum kringumstæðum. Ásamt þessu er nauðsynlegt að huga vel að upplýsingaöryggi, yfirfara reglulega öryggisstillingar og framkvæma úttektir á netöryggismálum. Þetta á ekki síst við ef verið er að framkvæma breytingar á upplýsingatækniumhverfi félagsins. Einnig er þetta mikilvægt ef upplýsingatækniþjónustu er úthýst til þriðja aðila. Endanlegri ábyrgð á rekstri og innra eftirliti verður ekki útvistað og því er nauðsynlegt að viðhafa virkt eftirlit með útvistuðum þáttum. Tjónum af völdum þeirra netglæpa sem um ræðir fer hratt fjölgandi. Oft á tíðum er um töluverðar fjárhæðir að ræða fyrir íslensk fyrirtæki. Fjárhagstap það sem orsakast af svikunum getur því haft alvarlegar afleiðingar fyrir fyrirtækið. Slík óhöpp geta þó ekki síður skaðað og jafnvel eyðilagt orðspor fyrirtækisins. KPMG aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að efla netvarnir, auka almenna þekkingu starfsmanna sem og að yfirfara og uppfæra innra verklag vegna netöryggis. KPMG hefur einnig veitt aðstoð við rannsóknir sviksemismála, til dæmis við frumrannsókn, með það að markmiði að greina hvað fór úrskeiðis hjá félaginu. Byggt á reynslu okkar hjá KPMG á þessu sviði er ljóst að ekki mun draga úr tíðni netglæpa og svikamála af því tagi sem hér um ræðir í fyrirsjáanlegri framtíð. Þvert á móti sjáum við nýjar aðferðir og tegundir fjársvika sífellt skjóta upp kollinum. Ógn vegna slíkra svikamála mun því halda áfram að vera áskorun í rekstri íslenskra fyrirtækja og aðferðir munu taka á sig enn fjölbreyttari myndir samhliða þróun á sviði upplýsingatækni.Höfundar Stella Thors, ráðgjafi hjá KPMGKristín Aðalheiður Birgisdóttir, ráðgjafi hjá KPMG
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun