Ferðamálaráðherra segir fólk ekki nærast á verðbólgu og vaxtahækkunum Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2019 19:30 Ferðamálaráðherra segir fólk ekki borða óstöðugleika, verðbólgu og vaxtahækkanir frekar en meðaltöl í launahækkunum. Lægst launaða fólkið í heiminum byggi hvergi við mikið réttlæti en hér á landi hefðu lægstu tíundirnar fengið meiri kjarabætur á undanförnum árum en þeir hæst launuðu. Formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að fjölmenn kvennastétt í ferðaþjónustu væri nú á leið í verkfall. Á sama tíma tæki ferðamálaráðherra undir með fjármálaráðherra um að lítið svigrúm væri til launahækkana og einkennilegt væri að verkföll ættu að bitna á þeirri atvinnugrein sem skapað hefði flest störf og verðmæti undanfarinna ára. „En hverjir eru það sem skapa verðmætin? Er það ekki einmitt fólkið sem starfar í greininni oft á lúsarlaunum. Mikið af því hefur flust hingað til landsins til að skapa þessi verðmæti fyrir Ísland,“ sagði Logi. Og spurði hvort ríkisstjórnin myndi leggja fram frekari tillögur til að liðka fyrir samningum en kynntar voru í síðustu viku. „Og ég frábið mér ræðu um að hér sé einn mesti tekjujöfnuður í heimi. Við lifum nefninlega ekki í meðaltölum og lægstu laun duga ekki til framfærslu,“ sagði Logi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði erfitt að svara fyrirspurninni ef ekki mætti minnast á aðgerðir ríksistjórnarinnar. „Það er kunnulegt stef að fólk borði ekki meðaltölin og exel skjölin. En fólk borðar ekki heldur óstöðugleika. Fólk borðar heldur ekki verðbólgu eða vaxtahækkanir,“ sagði ferðamálaráðherra. Að sjálfsögðu þætti henni laun þeirra lægst launuðu ekki réttlát. Það samfélag væri ekki til þar sem þeir lægst launuðu lifðu við öflugt og mikið réttlæti. Skoða þyrfti á hvaða vegferð Ísland hafi verið. „Þegar við skoðum, og það má kalla það meðaltöl sem enginn étur; ég kýs að kalla það staðreyndir, við hljótum að tala út frá staðreyndum. Þegar maður skoðar uppsafnaða raunávöxtun ráðstöfunartekna þá er það mynd sem sýnir ákveðið réttlæti. Vegna þess að tekjulægstu tíundirnar hafa fengið meira hlutfallslega, jú það er hlutgallslega, heldur en tekju tekjuhæstu,“ sagði Þórdís Kolbrún. Alþingi Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Félagsmál Kjaramál Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Skimun fyrir ristil- og endaþarmskrabbameinum að hefjast Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Sjá meira
Ferðamálaráðherra segir fólk ekki borða óstöðugleika, verðbólgu og vaxtahækkanir frekar en meðaltöl í launahækkunum. Lægst launaða fólkið í heiminum byggi hvergi við mikið réttlæti en hér á landi hefðu lægstu tíundirnar fengið meiri kjarabætur á undanförnum árum en þeir hæst launuðu. Formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að fjölmenn kvennastétt í ferðaþjónustu væri nú á leið í verkfall. Á sama tíma tæki ferðamálaráðherra undir með fjármálaráðherra um að lítið svigrúm væri til launahækkana og einkennilegt væri að verkföll ættu að bitna á þeirri atvinnugrein sem skapað hefði flest störf og verðmæti undanfarinna ára. „En hverjir eru það sem skapa verðmætin? Er það ekki einmitt fólkið sem starfar í greininni oft á lúsarlaunum. Mikið af því hefur flust hingað til landsins til að skapa þessi verðmæti fyrir Ísland,“ sagði Logi. Og spurði hvort ríkisstjórnin myndi leggja fram frekari tillögur til að liðka fyrir samningum en kynntar voru í síðustu viku. „Og ég frábið mér ræðu um að hér sé einn mesti tekjujöfnuður í heimi. Við lifum nefninlega ekki í meðaltölum og lægstu laun duga ekki til framfærslu,“ sagði Logi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði erfitt að svara fyrirspurninni ef ekki mætti minnast á aðgerðir ríksistjórnarinnar. „Það er kunnulegt stef að fólk borði ekki meðaltölin og exel skjölin. En fólk borðar ekki heldur óstöðugleika. Fólk borðar heldur ekki verðbólgu eða vaxtahækkanir,“ sagði ferðamálaráðherra. Að sjálfsögðu þætti henni laun þeirra lægst launuðu ekki réttlát. Það samfélag væri ekki til þar sem þeir lægst launuðu lifðu við öflugt og mikið réttlæti. Skoða þyrfti á hvaða vegferð Ísland hafi verið. „Þegar við skoðum, og það má kalla það meðaltöl sem enginn étur; ég kýs að kalla það staðreyndir, við hljótum að tala út frá staðreyndum. Þegar maður skoðar uppsafnaða raunávöxtun ráðstöfunartekna þá er það mynd sem sýnir ákveðið réttlæti. Vegna þess að tekjulægstu tíundirnar hafa fengið meira hlutfallslega, jú það er hlutgallslega, heldur en tekju tekjuhæstu,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Alþingi Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Félagsmál Kjaramál Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Skimun fyrir ristil- og endaþarmskrabbameinum að hefjast Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Sjá meira