Ferðamálaráðherra segir fólk ekki nærast á verðbólgu og vaxtahækkunum Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2019 19:30 Ferðamálaráðherra segir fólk ekki borða óstöðugleika, verðbólgu og vaxtahækkanir frekar en meðaltöl í launahækkunum. Lægst launaða fólkið í heiminum byggi hvergi við mikið réttlæti en hér á landi hefðu lægstu tíundirnar fengið meiri kjarabætur á undanförnum árum en þeir hæst launuðu. Formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að fjölmenn kvennastétt í ferðaþjónustu væri nú á leið í verkfall. Á sama tíma tæki ferðamálaráðherra undir með fjármálaráðherra um að lítið svigrúm væri til launahækkana og einkennilegt væri að verkföll ættu að bitna á þeirri atvinnugrein sem skapað hefði flest störf og verðmæti undanfarinna ára. „En hverjir eru það sem skapa verðmætin? Er það ekki einmitt fólkið sem starfar í greininni oft á lúsarlaunum. Mikið af því hefur flust hingað til landsins til að skapa þessi verðmæti fyrir Ísland,“ sagði Logi. Og spurði hvort ríkisstjórnin myndi leggja fram frekari tillögur til að liðka fyrir samningum en kynntar voru í síðustu viku. „Og ég frábið mér ræðu um að hér sé einn mesti tekjujöfnuður í heimi. Við lifum nefninlega ekki í meðaltölum og lægstu laun duga ekki til framfærslu,“ sagði Logi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði erfitt að svara fyrirspurninni ef ekki mætti minnast á aðgerðir ríksistjórnarinnar. „Það er kunnulegt stef að fólk borði ekki meðaltölin og exel skjölin. En fólk borðar ekki heldur óstöðugleika. Fólk borðar heldur ekki verðbólgu eða vaxtahækkanir,“ sagði ferðamálaráðherra. Að sjálfsögðu þætti henni laun þeirra lægst launuðu ekki réttlát. Það samfélag væri ekki til þar sem þeir lægst launuðu lifðu við öflugt og mikið réttlæti. Skoða þyrfti á hvaða vegferð Ísland hafi verið. „Þegar við skoðum, og það má kalla það meðaltöl sem enginn étur; ég kýs að kalla það staðreyndir, við hljótum að tala út frá staðreyndum. Þegar maður skoðar uppsafnaða raunávöxtun ráðstöfunartekna þá er það mynd sem sýnir ákveðið réttlæti. Vegna þess að tekjulægstu tíundirnar hafa fengið meira hlutfallslega, jú það er hlutgallslega, heldur en tekju tekjuhæstu,“ sagði Þórdís Kolbrún. Alþingi Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Félagsmál Kjaramál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Ferðamálaráðherra segir fólk ekki borða óstöðugleika, verðbólgu og vaxtahækkanir frekar en meðaltöl í launahækkunum. Lægst launaða fólkið í heiminum byggi hvergi við mikið réttlæti en hér á landi hefðu lægstu tíundirnar fengið meiri kjarabætur á undanförnum árum en þeir hæst launuðu. Formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að fjölmenn kvennastétt í ferðaþjónustu væri nú á leið í verkfall. Á sama tíma tæki ferðamálaráðherra undir með fjármálaráðherra um að lítið svigrúm væri til launahækkana og einkennilegt væri að verkföll ættu að bitna á þeirri atvinnugrein sem skapað hefði flest störf og verðmæti undanfarinna ára. „En hverjir eru það sem skapa verðmætin? Er það ekki einmitt fólkið sem starfar í greininni oft á lúsarlaunum. Mikið af því hefur flust hingað til landsins til að skapa þessi verðmæti fyrir Ísland,“ sagði Logi. Og spurði hvort ríkisstjórnin myndi leggja fram frekari tillögur til að liðka fyrir samningum en kynntar voru í síðustu viku. „Og ég frábið mér ræðu um að hér sé einn mesti tekjujöfnuður í heimi. Við lifum nefninlega ekki í meðaltölum og lægstu laun duga ekki til framfærslu,“ sagði Logi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði erfitt að svara fyrirspurninni ef ekki mætti minnast á aðgerðir ríksistjórnarinnar. „Það er kunnulegt stef að fólk borði ekki meðaltölin og exel skjölin. En fólk borðar ekki heldur óstöðugleika. Fólk borðar heldur ekki verðbólgu eða vaxtahækkanir,“ sagði ferðamálaráðherra. Að sjálfsögðu þætti henni laun þeirra lægst launuðu ekki réttlát. Það samfélag væri ekki til þar sem þeir lægst launuðu lifðu við öflugt og mikið réttlæti. Skoða þyrfti á hvaða vegferð Ísland hafi verið. „Þegar við skoðum, og það má kalla það meðaltöl sem enginn étur; ég kýs að kalla það staðreyndir, við hljótum að tala út frá staðreyndum. Þegar maður skoðar uppsafnaða raunávöxtun ráðstöfunartekna þá er það mynd sem sýnir ákveðið réttlæti. Vegna þess að tekjulægstu tíundirnar hafa fengið meira hlutfallslega, jú það er hlutgallslega, heldur en tekju tekjuhæstu,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Alþingi Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Félagsmál Kjaramál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira