Þá henti Chad Johnson, áður kallaður Ochocinco, út léttu tísti hvernig föstudagurinn væri að fara í fólk. Chris Olivas frá Texas var einn af þeim sem svöruðu. Hann sagði að það ætti að bera sig út úr íbúðinni sinni en annars væri hann léttur.
Facing eviction but it’s Friday so?
— Chris (@swordinthedark) February 22, 2019
Eftir að hafa séð sönnun þess að það ætti að bera manninn út og staðfestingu á því að Olives skuldaði 158 þúsund krónur í leigu tók hann málin í sínar hendur.
Hann lagði um 200 þúsund krónur inn á Olives sem er í tveimur störfum til þess að framfleyta sér. Það hefur þó ekki alltaf dugað honum.
Olives var eðlilega óendanlega þakklátur og sagði Ochocinco hafa bjargað lífi sínu. NFL-stjarnan fyrrverandi sagði svo í tísti að næst þegar ÞEIR ættu ekki fyrir leigunni þá myndi hann spila leik í FIFA við leigusalann upp á leiguna.
Ochocinco er mikill knattspyrnuáhugamaður. Spilar mikið FIFA og mætir oft á stórleiki í Evrópu og þá aðallega á Spáni.
“tell your landlord next time WE fall behind on rent to play me in fifa for the balance” https://t.co/UFQhvh1ndu
— Chad Johnson (@ochocinco) February 22, 2019