Þegar þeim sýnist Aron Leví Beck skrifar 26. febrúar 2019 07:00 Nýverið sendu þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, frá sér frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu. Ef frumvarpið verður samþykkt þá tekur Alþingi skipulagsvaldið frá Reykjavík á stóru svæði í Kvosinni en Reykjavíkurborg á tæplega helming eigna á þessu tiltekna svæði. Alþingislóðin er um 18,5 prósent af svæðinu og þá eru rúm 35 prósent lóða í einkaeigu. Þannig er lóð Alþingis einungis tæpur fimmtungur af því svæði sem lagt er til að tekið verði undan skipulags- og byggingarvaldi Reykjavíkurborgar. Þetta sendir mjög slæm skilaboð til allra sveitarfélaga á Íslandi. Ákveðnum aðilum í þinginu finnst borgin ekki vinna hlutina nákvæmlega eins og þeir sjálfir myndu gera en byggja svo mál sitt á litlum sem engum rökum. Að Alþingi geti komið og hrifsað skipulagsvald af sveitarfélögum þegar þeim sýnist er grafalvarlegt mál. Ég held að þetta endurspegli öðru fremur yfirgripsmikla vanþekkingu á skipulagsmálum. Í stjórnarskránni er talað um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og að skipulags- og mannvirkjamál séu almennt í höndum sveitarfélaga. Ég sé ekki hvernig þetta tiltekna svæði eigi að lúta öðrum lögmálum og fá einhverja sérmeðferð. Þetta eykur flækjustig og er aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum í borgarstjórn. Breytingar á skipulagsvaldi í tilteknum málum – til þess einfaldlega að koma sínum málum áfram – eru hvorki fagleg né lýðræðisleg vinnubrögð. Ef frumvarpið verður að lögum er um að ræða verulegt inngrip ríkisins í skipulagsvald Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðisf lokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um þetta mál í borgarráði. Ef það er eitthvað sem kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn hafa alltaf verið sammála um þá er það að standa vörð um skipulagsvald. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Aron Leví Beck Mest lesið Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið sendu þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, frá sér frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu. Ef frumvarpið verður samþykkt þá tekur Alþingi skipulagsvaldið frá Reykjavík á stóru svæði í Kvosinni en Reykjavíkurborg á tæplega helming eigna á þessu tiltekna svæði. Alþingislóðin er um 18,5 prósent af svæðinu og þá eru rúm 35 prósent lóða í einkaeigu. Þannig er lóð Alþingis einungis tæpur fimmtungur af því svæði sem lagt er til að tekið verði undan skipulags- og byggingarvaldi Reykjavíkurborgar. Þetta sendir mjög slæm skilaboð til allra sveitarfélaga á Íslandi. Ákveðnum aðilum í þinginu finnst borgin ekki vinna hlutina nákvæmlega eins og þeir sjálfir myndu gera en byggja svo mál sitt á litlum sem engum rökum. Að Alþingi geti komið og hrifsað skipulagsvald af sveitarfélögum þegar þeim sýnist er grafalvarlegt mál. Ég held að þetta endurspegli öðru fremur yfirgripsmikla vanþekkingu á skipulagsmálum. Í stjórnarskránni er talað um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og að skipulags- og mannvirkjamál séu almennt í höndum sveitarfélaga. Ég sé ekki hvernig þetta tiltekna svæði eigi að lúta öðrum lögmálum og fá einhverja sérmeðferð. Þetta eykur flækjustig og er aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum í borgarstjórn. Breytingar á skipulagsvaldi í tilteknum málum – til þess einfaldlega að koma sínum málum áfram – eru hvorki fagleg né lýðræðisleg vinnubrögð. Ef frumvarpið verður að lögum er um að ræða verulegt inngrip ríkisins í skipulagsvald Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðisf lokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um þetta mál í borgarráði. Ef það er eitthvað sem kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn hafa alltaf verið sammála um þá er það að standa vörð um skipulagsvald. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar