Ónæmi og óþarfi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. febrúar 2019 07:00 Samráð er hafið um frumvarpsdrög atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra sem tekur til breytinga á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Hér er um að ræða viðbragð stjórnvalda við dómum Hæstaréttar Íslands og EFTA-dómstólsins um að núverandi fyrirkomulag leyfisveitinga fyrir innflutningi kjöts og eggja, og frystiskyldu kjöts, brjóti í bága við EES-samninginn. Frumvarpið er yfirgripsmikið; markmið þess og aðferðir virðast rækilega rökstudd. Að auki virðist, miðað við greinargerð frumvarpsins, að nokkuð víðtækt samráð hafi átt sér stað við ritun þess, þar á meðal um myndun verkefnastjórnar um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir sem stjórnvöld munu þurfa að grípa til með þessum breytingum. Í þeim hópi er að finna fulltrúa stjórnvalda, bændasamtaka og atvinnulífsins. Með breytingum er áætlað að ábati neytenda verði tæpar 900 milljónir króna á ári, á meðan áætlaður heildarsamdráttur í tekjum innlendra framleiðenda landbúnaðarafurða verði allt að 600 milljónum króna á ársgrundvelli. Að auki felst ábati neytenda í betra úrvali matvæla og meiri samkeppni á matvælamarkaði. Hins vegar er efnahagslegur ábati neytenda á engan hátt það mikilvægasta í þessu samhengi. Ógnin sem felst í auknu sýklalyfjaónæmi er ein sú alvarlegasta sem blasir við mannkyni og líkur eru á að um miðja öld verði ónæmi einhver mesta áskorun sem nútíma læknavísindi hafa þurft að takast á við. Margþættar ástæður búa að baki útbreiðslu sýklalyfjaónæmis, þar á meðal er ofnotkun sýklalyfja í almennri heilbrigðisþjónustu og búfjárframleiðslu. Sýklalyfjaónæmi á Íslandi er umtalsvert minna en gengur og gerist víðast hvar annars staðar, þennan árangur ber að vernda. En er það hægt með innflutningi á ferskum matvælum? Útbreiðsla sýklalyfjaónæmis er óneitanlega fylgifiskur þeirra tíma sem við lifum, en með skilvirkum og vel fjármögnuðum mótvægisaðgerðum, eins og þeim sem tíundaðar eru í frumvarpinu, á að lágmarka þá áhættu. Athyglisvert er að á sama tíma og tekist er á um ferska matvöru þá hefur greið leið sýklalyfjaónæmra baktería til landsins með ferðamönnum fengið litla athygli. Þetta er hætta sem er til staðar og mun fara vaxandi á næstu árum en lítill áhugi virðist á því að vekja ferðamenn og ferðaþjónustufyrirtæki til umhugsunar um þetta. Frumvarp atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra er nauðsynlegt viðbragð við skekkju sem leiðrétta þarf til að hlíta dómi EFTA, ellegar er hætta á neikvæðum áhrifum af aðild að EES. Þeir sem tala fyrir hagsmunum íslensks landbúnaðar ættu að horfast í augu við þessa staðreynd og þess í stað beina orku sinni og athygli að því að hvetja fólk til að kaupa frekar íslenskar vörur en aðrar. Það ætti ekki að vera flókið verk. Fjórðung af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda má rekja til framleiðslu og flutnings matvæla. Og á tímum þar sem heimsbyggðin hefur sameinast um að stemma stigu við allra verstu hörmungum hnattrænna loftslagsbreytinga með því að draga úr losun, þá skýtur skökku við að auka enn innflutning matvæla þegar höfuðáhersla ætti að vera á innlenda sjálfbærni í matvælaframleiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Landbúnaður Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Samráð er hafið um frumvarpsdrög atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra sem tekur til breytinga á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Hér er um að ræða viðbragð stjórnvalda við dómum Hæstaréttar Íslands og EFTA-dómstólsins um að núverandi fyrirkomulag leyfisveitinga fyrir innflutningi kjöts og eggja, og frystiskyldu kjöts, brjóti í bága við EES-samninginn. Frumvarpið er yfirgripsmikið; markmið þess og aðferðir virðast rækilega rökstudd. Að auki virðist, miðað við greinargerð frumvarpsins, að nokkuð víðtækt samráð hafi átt sér stað við ritun þess, þar á meðal um myndun verkefnastjórnar um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir sem stjórnvöld munu þurfa að grípa til með þessum breytingum. Í þeim hópi er að finna fulltrúa stjórnvalda, bændasamtaka og atvinnulífsins. Með breytingum er áætlað að ábati neytenda verði tæpar 900 milljónir króna á ári, á meðan áætlaður heildarsamdráttur í tekjum innlendra framleiðenda landbúnaðarafurða verði allt að 600 milljónum króna á ársgrundvelli. Að auki felst ábati neytenda í betra úrvali matvæla og meiri samkeppni á matvælamarkaði. Hins vegar er efnahagslegur ábati neytenda á engan hátt það mikilvægasta í þessu samhengi. Ógnin sem felst í auknu sýklalyfjaónæmi er ein sú alvarlegasta sem blasir við mannkyni og líkur eru á að um miðja öld verði ónæmi einhver mesta áskorun sem nútíma læknavísindi hafa þurft að takast á við. Margþættar ástæður búa að baki útbreiðslu sýklalyfjaónæmis, þar á meðal er ofnotkun sýklalyfja í almennri heilbrigðisþjónustu og búfjárframleiðslu. Sýklalyfjaónæmi á Íslandi er umtalsvert minna en gengur og gerist víðast hvar annars staðar, þennan árangur ber að vernda. En er það hægt með innflutningi á ferskum matvælum? Útbreiðsla sýklalyfjaónæmis er óneitanlega fylgifiskur þeirra tíma sem við lifum, en með skilvirkum og vel fjármögnuðum mótvægisaðgerðum, eins og þeim sem tíundaðar eru í frumvarpinu, á að lágmarka þá áhættu. Athyglisvert er að á sama tíma og tekist er á um ferska matvöru þá hefur greið leið sýklalyfjaónæmra baktería til landsins með ferðamönnum fengið litla athygli. Þetta er hætta sem er til staðar og mun fara vaxandi á næstu árum en lítill áhugi virðist á því að vekja ferðamenn og ferðaþjónustufyrirtæki til umhugsunar um þetta. Frumvarp atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra er nauðsynlegt viðbragð við skekkju sem leiðrétta þarf til að hlíta dómi EFTA, ellegar er hætta á neikvæðum áhrifum af aðild að EES. Þeir sem tala fyrir hagsmunum íslensks landbúnaðar ættu að horfast í augu við þessa staðreynd og þess í stað beina orku sinni og athygli að því að hvetja fólk til að kaupa frekar íslenskar vörur en aðrar. Það ætti ekki að vera flókið verk. Fjórðung af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda má rekja til framleiðslu og flutnings matvæla. Og á tímum þar sem heimsbyggðin hefur sameinast um að stemma stigu við allra verstu hörmungum hnattrænna loftslagsbreytinga með því að draga úr losun, þá skýtur skökku við að auka enn innflutning matvæla þegar höfuðáhersla ætti að vera á innlenda sjálfbærni í matvælaframleiðslu.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar