Bað um og fékk breytingar á reglugerð Sveinn Arnarsson skrifar 25. febrúar 2019 06:00 Kristján Loftsson sést hér kampakátur á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fréttablaðið/AntonBrink Tölvupóstur sem Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., sendi Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þann 15. maí 2018 sýnir að forstjórinn óskaði eftir því að ráðherrann myndi breyta reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum. Þremur mánuðum seinna skrifaði ráðherra undir breytingu á reglugerðinni þar sem felld var niður sú kvöð að Hvalur hf. þyrfti að skera hval á yfirbyggðum skurðarfleti. Fréttablaðið sagði frá því í ágúst síðastliðnum að reglum um hvalskurð hafi aldrei verið fylgt. Árið 2009 tók gildi reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum.TölvupósturinnÍ henni var kveðið á um að hvalskurður skuli hefjast um leið og hvalur er kominn á land og að skurðarflöturinn skuli vera innandyra. Það ákvæði kom þó ekki til áhrifa fyrr en ári seinna, árið 2010. „Sæll Kristján Þór, Mér þykir leitt að þurfa að hvabba [sic] á þér vegna eftirfarandi.“ Svo hefst bréf forstjórans til ráðherra málaflokksins. Kristján Loftsson benti nafna sínum á í bréfinu að það þyrfti að laga reglugerðina að hans mati. „Eins og þetta er í pottinn búið tel ég vonlaust að sækja um vinnsluleyfi fyrir komandi vertíð með reglugerðina óbreytta. Vísa ég þar sérstaklega til 10 [sic] gr. reglugerðarinnar,“ stendur í bréfi forstjórans. Sú grein reglugerðarinnar innihélt meðal annars þá kvöð að fyrirtækið ætti að skera hval á yfirbyggðum skurðarfleti. Sigurgeir Þorgeirsson, sérfræðingur hjá atvinnuvegaráðuneytinu, fékk einnig afrit af þessum pósti. Kristján Loftsson sendi með tölvupóstinum tillögur sínar um breytingar á reglugerðinni. „Einnig set ég sem viðhengi reglugerðina Nr. 489 frá 28. maí 2009, en þar hef ég sett inn breytingar þær, sem ég fer fram á að verði gerðar með rauðu,“ segir í bréfinu. Þær breytingar sem gerðar voru ríma margar hverjar við breytingartillögur Kristjáns Loftssonar. Í síðustu viku samþykkti Kristján Þór að leyfa fyrirtækinu að veiða hvali í fimm ár til viðbótar. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00 Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Tölvupóstur sem Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., sendi Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þann 15. maí 2018 sýnir að forstjórinn óskaði eftir því að ráðherrann myndi breyta reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum. Þremur mánuðum seinna skrifaði ráðherra undir breytingu á reglugerðinni þar sem felld var niður sú kvöð að Hvalur hf. þyrfti að skera hval á yfirbyggðum skurðarfleti. Fréttablaðið sagði frá því í ágúst síðastliðnum að reglum um hvalskurð hafi aldrei verið fylgt. Árið 2009 tók gildi reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum.TölvupósturinnÍ henni var kveðið á um að hvalskurður skuli hefjast um leið og hvalur er kominn á land og að skurðarflöturinn skuli vera innandyra. Það ákvæði kom þó ekki til áhrifa fyrr en ári seinna, árið 2010. „Sæll Kristján Þór, Mér þykir leitt að þurfa að hvabba [sic] á þér vegna eftirfarandi.“ Svo hefst bréf forstjórans til ráðherra málaflokksins. Kristján Loftsson benti nafna sínum á í bréfinu að það þyrfti að laga reglugerðina að hans mati. „Eins og þetta er í pottinn búið tel ég vonlaust að sækja um vinnsluleyfi fyrir komandi vertíð með reglugerðina óbreytta. Vísa ég þar sérstaklega til 10 [sic] gr. reglugerðarinnar,“ stendur í bréfi forstjórans. Sú grein reglugerðarinnar innihélt meðal annars þá kvöð að fyrirtækið ætti að skera hval á yfirbyggðum skurðarfleti. Sigurgeir Þorgeirsson, sérfræðingur hjá atvinnuvegaráðuneytinu, fékk einnig afrit af þessum pósti. Kristján Loftsson sendi með tölvupóstinum tillögur sínar um breytingar á reglugerðinni. „Einnig set ég sem viðhengi reglugerðina Nr. 489 frá 28. maí 2009, en þar hef ég sett inn breytingar þær, sem ég fer fram á að verði gerðar með rauðu,“ segir í bréfinu. Þær breytingar sem gerðar voru ríma margar hverjar við breytingartillögur Kristjáns Loftssonar. Í síðustu viku samþykkti Kristján Þór að leyfa fyrirtækinu að veiða hvali í fimm ár til viðbótar.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00 Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00
Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30