Öruggast að hafa góða lýsingu og nálabox á almenningssalernum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. febrúar 2019 20:30 Blá ljós á salernum fæla fólk ekki frá því að nota vímuefni í æð heldur valda einstaklingum meiri skaða og gera salernin óöruggari fyrir almenning að sögn verkefnastýru hjá Rauða krossinum. Hún fagnar því að Reykjavíkurborg hafi samþykkt að gera notkun blárra ljósa óheimila og hvetur aðra til að fylgja á eftir. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar samþykkti í lok síðustu viku að hætta nú þegar notkun blárra ljósa á salernum í húsnæði borgarinnar og leita samkomulags við leigjendur húsnæðis í eigu borgarinnar um hið sama. Rannsóknir hafa sýnt fram á að lýsingin fæli fólk ekki frá því að nota vímuefni í æð á salernum. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar hjá Rauða krossinum í Reykjavík, fagnar ákvörðuninni. „Fólk mun hvort sem er nota vímuefni í æð. Hvort sem það eru blá ljós á salerninu eða ekki.“ Þetta hafi rannsóknir sýnt fram á, sem og skjólstæðingar hennar sagt henni. „Ljósin valda því að fólk stingur oftar inn í æðina til þess að reyna ná inn í æð og það getur valdið meiri blæðingu sem getur síðan orðið eftir inn á salerninu.“ Það valdi því að notandinn sé líklegri til að fá sár og sýkingu. Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar.VísirBlá ljós eru notuð mun víðar en í húsnæði á vegum borgarinnar, til dæmis í verslunarmiðstöðvum. „Heilbrigðiskerfið okkar er einnig að nota þessi bláu ljós og önnur sveitarfélög, í þeirri von að fólk muni ekki nota vímuefni í æð.“ Svala leggur til að aðilar taki Reykjavíkurborg til fyrirmyndar og hugi að öryggisþáttum þegar kemur að almenningssalernum. „Ég hvet heilbrigðisyfirvöld og önnur sveitarfélög og einkarekin fyrirtæki að huga að þessu. Því það sem er öruggast fyrir alla á almenningssalernum er að vera með góða lýsingu og nálabox þannig að notandinn geti skilað af sér sprautubúnaðinum á öruggum stað.“ Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Hætta notkun blárra ljósa á salernum Ljósin eiga að fæla fólk frá því að sprauta sig með fíkniefnum en eru ekki talin skila árangri og auka skaða. 22. febrúar 2019 21:39 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Blá ljós á salernum fæla fólk ekki frá því að nota vímuefni í æð heldur valda einstaklingum meiri skaða og gera salernin óöruggari fyrir almenning að sögn verkefnastýru hjá Rauða krossinum. Hún fagnar því að Reykjavíkurborg hafi samþykkt að gera notkun blárra ljósa óheimila og hvetur aðra til að fylgja á eftir. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar samþykkti í lok síðustu viku að hætta nú þegar notkun blárra ljósa á salernum í húsnæði borgarinnar og leita samkomulags við leigjendur húsnæðis í eigu borgarinnar um hið sama. Rannsóknir hafa sýnt fram á að lýsingin fæli fólk ekki frá því að nota vímuefni í æð á salernum. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar hjá Rauða krossinum í Reykjavík, fagnar ákvörðuninni. „Fólk mun hvort sem er nota vímuefni í æð. Hvort sem það eru blá ljós á salerninu eða ekki.“ Þetta hafi rannsóknir sýnt fram á, sem og skjólstæðingar hennar sagt henni. „Ljósin valda því að fólk stingur oftar inn í æðina til þess að reyna ná inn í æð og það getur valdið meiri blæðingu sem getur síðan orðið eftir inn á salerninu.“ Það valdi því að notandinn sé líklegri til að fá sár og sýkingu. Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar.VísirBlá ljós eru notuð mun víðar en í húsnæði á vegum borgarinnar, til dæmis í verslunarmiðstöðvum. „Heilbrigðiskerfið okkar er einnig að nota þessi bláu ljós og önnur sveitarfélög, í þeirri von að fólk muni ekki nota vímuefni í æð.“ Svala leggur til að aðilar taki Reykjavíkurborg til fyrirmyndar og hugi að öryggisþáttum þegar kemur að almenningssalernum. „Ég hvet heilbrigðisyfirvöld og önnur sveitarfélög og einkarekin fyrirtæki að huga að þessu. Því það sem er öruggast fyrir alla á almenningssalernum er að vera með góða lýsingu og nálabox þannig að notandinn geti skilað af sér sprautubúnaðinum á öruggum stað.“
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Hætta notkun blárra ljósa á salernum Ljósin eiga að fæla fólk frá því að sprauta sig með fíkniefnum en eru ekki talin skila árangri og auka skaða. 22. febrúar 2019 21:39 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Hætta notkun blárra ljósa á salernum Ljósin eiga að fæla fólk frá því að sprauta sig með fíkniefnum en eru ekki talin skila árangri og auka skaða. 22. febrúar 2019 21:39
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent