Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson skrifar 22. febrúar 2019 08:00 Ferðamaður vill komast að Dettifossi að vetri til. Ekki furða, hann vill fá að sjá aflmesta foss Evrópu og einstaka náttúruperlu. Hann vill fá að upplifa kraftinn sem býr í fossinum og sjá þetta undur með eigin augum. Engan skal undra, því Dettifoss er eitt helsta aðdráttarafl Norðurlands og ein meginstoð ferðaþjónustu svæðisins. Ferðamaðurinn heldur því af stað, úr Mývatnssveit, nú eða frá Egilstöðum eða Akureyri. Hann keyrir á vel mokuðum og breiðum þjóðvegi 1 og heldur á Öræfin. Hann nálgast afleggjarann að Dettifossvegi en þar er lokað. Snjómokstur er ekki á áætlun á veturna, bara vorin og á haustin. Ferðamaðurinn annað hvort ákveður að hunsa lokanir, ætlar sér að komast að fossinum og festir sig og þarf að kalla eftir aðstoð, eða snýr við dapur í bragði. Skipulagðar ferðir að fossinum eru vissulega í boði, á mikið breyttum bílum á 42“ dekkjum, með tilheyrandi kostnaði og vandræðum því það er jú verið að fara ófæran veg. Það er svo sem ekkert rangt við það að vegur sé lokaður á vetrum, ef hann er ekki í notkun. En þessi vegur er í notkun og það er töluverð eftirspurn eftir því að nota hann, allt árið um kring. Það vilja nefnilega margir heimsækja Dettifoss. Vegagerðin segir að vetrarmokstur sé ekki á áætlun og að það sé ekki til fjármagn fyrir þessari þjónustu. Gott og vel, hver stýrir því? Stjórnmálin. Hvað segja þau? Ekki bofs og allir vísa málinu áfram á einhvern annan. Eru þetta boðleg vinnubrögð? Það finnst mér ekki. Hafa stjórnmálin áhuga á því að efla ferðaþjónustu um land allt, eða bara við sjóndeildarhringinn? Hafa þau áhuga á að efla byggðir og búa til heilsársstörf í ferðaþjónustu, eða er það bara eitthvað sem er sagt við sérstök tilefni? Við sem störfum í ferðaþjónustu á Norðurlandi viljum gera einmitt þetta, efla og bæta þjónustu, fjölga störfum og starfa allt árið við þessa starfsgrein. Fyrst og fremst viljum við taka vel á móti fólki og sýna þeim hvað landið okkar hefur upp á að bjóða, og skila því ánægðu og heilu heim. Það væri langt best ef það væri hægt að koma þessu í lag núna strax. Hvað gerist svo næsta vetur, þegar vegurinn frá Dettifossi og að Ásbyrgi verður fullkláraður og malbikaður alla leið? Verður veginum þá lokað yfir veturinn og mun öll þessi dýrmæta framkvæmd aðeins skila því að hægt verður að keyra frá Dettifossi að Ásbyrgi frá maí og fram í október, í stað þess að hann sé opin frá júní og fram í september eins og verið hefur? Tryggjum vetrarmokstur á þessum vegi allan ársins hring og gerum það strax.Baldvin Esra EinarssonFormaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands og forsvarsmaður ferðaþjónustufyrirtækis á Norðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Ferðamaður vill komast að Dettifossi að vetri til. Ekki furða, hann vill fá að sjá aflmesta foss Evrópu og einstaka náttúruperlu. Hann vill fá að upplifa kraftinn sem býr í fossinum og sjá þetta undur með eigin augum. Engan skal undra, því Dettifoss er eitt helsta aðdráttarafl Norðurlands og ein meginstoð ferðaþjónustu svæðisins. Ferðamaðurinn heldur því af stað, úr Mývatnssveit, nú eða frá Egilstöðum eða Akureyri. Hann keyrir á vel mokuðum og breiðum þjóðvegi 1 og heldur á Öræfin. Hann nálgast afleggjarann að Dettifossvegi en þar er lokað. Snjómokstur er ekki á áætlun á veturna, bara vorin og á haustin. Ferðamaðurinn annað hvort ákveður að hunsa lokanir, ætlar sér að komast að fossinum og festir sig og þarf að kalla eftir aðstoð, eða snýr við dapur í bragði. Skipulagðar ferðir að fossinum eru vissulega í boði, á mikið breyttum bílum á 42“ dekkjum, með tilheyrandi kostnaði og vandræðum því það er jú verið að fara ófæran veg. Það er svo sem ekkert rangt við það að vegur sé lokaður á vetrum, ef hann er ekki í notkun. En þessi vegur er í notkun og það er töluverð eftirspurn eftir því að nota hann, allt árið um kring. Það vilja nefnilega margir heimsækja Dettifoss. Vegagerðin segir að vetrarmokstur sé ekki á áætlun og að það sé ekki til fjármagn fyrir þessari þjónustu. Gott og vel, hver stýrir því? Stjórnmálin. Hvað segja þau? Ekki bofs og allir vísa málinu áfram á einhvern annan. Eru þetta boðleg vinnubrögð? Það finnst mér ekki. Hafa stjórnmálin áhuga á því að efla ferðaþjónustu um land allt, eða bara við sjóndeildarhringinn? Hafa þau áhuga á að efla byggðir og búa til heilsársstörf í ferðaþjónustu, eða er það bara eitthvað sem er sagt við sérstök tilefni? Við sem störfum í ferðaþjónustu á Norðurlandi viljum gera einmitt þetta, efla og bæta þjónustu, fjölga störfum og starfa allt árið við þessa starfsgrein. Fyrst og fremst viljum við taka vel á móti fólki og sýna þeim hvað landið okkar hefur upp á að bjóða, og skila því ánægðu og heilu heim. Það væri langt best ef það væri hægt að koma þessu í lag núna strax. Hvað gerist svo næsta vetur, þegar vegurinn frá Dettifossi og að Ásbyrgi verður fullkláraður og malbikaður alla leið? Verður veginum þá lokað yfir veturinn og mun öll þessi dýrmæta framkvæmd aðeins skila því að hægt verður að keyra frá Dettifossi að Ásbyrgi frá maí og fram í október, í stað þess að hann sé opin frá júní og fram í september eins og verið hefur? Tryggjum vetrarmokstur á þessum vegi allan ársins hring og gerum það strax.Baldvin Esra EinarssonFormaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands og forsvarsmaður ferðaþjónustufyrirtækis á Norðurlandi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun