Reglur um blóðgjafir samkynhneigðra verði rýmkaðar en varlega Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2019 17:36 Mikil umræða hefur skapast um hverjir mega gefa blóð. Vísir/Getty Ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu leggur til að rýmka megi reglur Blóðbankans um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna en telur að fara beri varlega í að breyta reglunum. Samkynhneigðum karlmönnum gæti verið vísað frá í tólf mánuði samkvæmt tillögu nefndarinnar. Heilbrigðisráðherra óskaði eftir áliti nefndarinnar á því hvort slaka mætti á reglum um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna eftir umræður sem höfðu þá spunnist um núgildandi reglur sem banna þeim alfarið að gefa blóð. Í áliti sem nefndin skilaði ráðherra í dag kemur fram að hún telji að tólf mánaða tímabundin frávísun fyrir blóðgjöf samkynhneigðra karlmanna sé hæfilegt fyrsta skref. Undirbúa þurfi breytinguna á margvíslegan hátt og því leggur nefndin til að reglum verði breytt eftir eitt til tvö ár. Til að tryggja gæði blóðs og blóðhluta vill nefndin að um leið og reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna verði rýmkaðar verði gripið til fleiri ráðstafana. Þar á meðal vill nefndin fara yfir og meta tímabundnar frávísanir vegna annarra þátta eins og húðmyndaskreytingar, íhluta í húð og slímhúðir, maga- og ristilspeglunar, kynmökum við fólk í sérstakri áhættu, ferðalögum á malaríusvæði og fleiri þátta. Þá vill nefndin auka rannsóknir á blóði sem er gefið og bæta við svonefndum kjarnsýruprófunum á öllum blóðhlutum og að kynningarherferð um breytingarnar fari fram. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðgjafir homma flókið mál að mati formanns ráðgjafanefndar Segir að blóðgjafir homma gætu haft mikinn kostnaðarauka í för með sér fyrir Blóðbankann. 3. janúar 2019 09:00 Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Þingmaður Framsóknarflokksins telur óraunhæft að starfsfólk Blóðbanka geti metið kynhneigð og kynhegðun fólks sem vill gefa blóð. 4. október 2018 21:19 Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. 2. september 2018 14:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Sjá meira
Ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu leggur til að rýmka megi reglur Blóðbankans um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna en telur að fara beri varlega í að breyta reglunum. Samkynhneigðum karlmönnum gæti verið vísað frá í tólf mánuði samkvæmt tillögu nefndarinnar. Heilbrigðisráðherra óskaði eftir áliti nefndarinnar á því hvort slaka mætti á reglum um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna eftir umræður sem höfðu þá spunnist um núgildandi reglur sem banna þeim alfarið að gefa blóð. Í áliti sem nefndin skilaði ráðherra í dag kemur fram að hún telji að tólf mánaða tímabundin frávísun fyrir blóðgjöf samkynhneigðra karlmanna sé hæfilegt fyrsta skref. Undirbúa þurfi breytinguna á margvíslegan hátt og því leggur nefndin til að reglum verði breytt eftir eitt til tvö ár. Til að tryggja gæði blóðs og blóðhluta vill nefndin að um leið og reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna verði rýmkaðar verði gripið til fleiri ráðstafana. Þar á meðal vill nefndin fara yfir og meta tímabundnar frávísanir vegna annarra þátta eins og húðmyndaskreytingar, íhluta í húð og slímhúðir, maga- og ristilspeglunar, kynmökum við fólk í sérstakri áhættu, ferðalögum á malaríusvæði og fleiri þátta. Þá vill nefndin auka rannsóknir á blóði sem er gefið og bæta við svonefndum kjarnsýruprófunum á öllum blóðhlutum og að kynningarherferð um breytingarnar fari fram.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðgjafir homma flókið mál að mati formanns ráðgjafanefndar Segir að blóðgjafir homma gætu haft mikinn kostnaðarauka í för með sér fyrir Blóðbankann. 3. janúar 2019 09:00 Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Þingmaður Framsóknarflokksins telur óraunhæft að starfsfólk Blóðbanka geti metið kynhneigð og kynhegðun fólks sem vill gefa blóð. 4. október 2018 21:19 Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. 2. september 2018 14:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Sjá meira
Blóðgjafir homma flókið mál að mati formanns ráðgjafanefndar Segir að blóðgjafir homma gætu haft mikinn kostnaðarauka í för með sér fyrir Blóðbankann. 3. janúar 2019 09:00
Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Þingmaður Framsóknarflokksins telur óraunhæft að starfsfólk Blóðbanka geti metið kynhneigð og kynhegðun fólks sem vill gefa blóð. 4. október 2018 21:19
Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. 2. september 2018 14:00