NASA hefur áhyggjur af þróun geimfara SpaceX og Boeing Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2019 12:30 Heimildarmenn Reuters segja starfsmenn NASA hafa gert lista yfir atriði sem þeir hafa áhyggjur af og á listunum eru 30 til 35 atriði sem nauðsynlegt sé fyrir Boeing og SpaceX að taka á, áður en hægt verður að senda geimfara með förum fyrirtækjanna. EPA/PAUL BUCK Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa varað SpaceX og Boeing við áhyggjum stofnunarinnar vegna hönnunar og öryggis þegar kemur að þróun fyrirtækjanna á eldflaugum og geimförum sem bera eiga menn út í geim. Útlit er fyrir að frekari tafir gætu orðið á því að Bandaríkin geti sent menn út í geim en það hefur ekki verið gert frá Bandaríkjunum síðan geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011. NASA hefur sett út á veikleika í smíði geimfari Boeing sem tengist hitaskyldi farsins og varðandi SpaceX hefur stofnunin sett út á endurhönnun á eldflaug fyrirtækisins eftir að ein slík sprakk árið 2016 og ferli SpaceX varðandi eldsneytisnotkun eldflauga. Sérstaklega það að setja eigi eldsneyti á eldflaugarnar eftir að geimfarar verði komnir um borð. Það vill SpaceX gera svo hægt sé að halda eldsneytinu sérstaklega köldu eins lengi og mögulegt er. Kuldinn dregur úr rúmmáli eldsneytisins og þannig er hægt að koma meira eldsneyti fyrir í eldflaugunum. Bæði Boeing og SpaceX hafa þar að auki átt í vandræðum með fallhlífar geimfaranna. Í skýrslu öryggisráðsnefndar NASA sem gefin var út fyrr í þessum mánuði segir að verulega hæpið sé að fyrirtækin muni geta staðið við áætlanir sínar.Samkvæmt heimildum Reuters eru áhyggjur starfsmanna NASA umfangsmeiri en nefndar eru í skýrslunni.Tveir heimildarmenn fréttaveitunnar segja starfsmenn NASA hafa gert lista yfir atriði sem þeir hafa áhyggjur af og á listunum eru 30 til 35 atriði sem nauðsynlegt sé fyrir Boeing og SpaceX að taka á, áður en hægt verður að senda geimfara með förum fyrirtækjanna. Talsmaður NASA vísaði fyrirspurnum Reuters til fyrirtækjanna tveggja en sagði að öryggi geimfara væri alltaf mikilvægara en að standast áætlanir. Algengt er að áætlanir standist ekki við þróun eldflauga og geimfara.Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra uppFrá Boeing fengust þau svör að búið væri að taka á einhverjum atriðum sem NASA hefur bent á og verið sé að vinna í öðrum. Talsmaður SpaceX sagði eingöngu að fyrirtækið væri að vinna með NASA að því að skapa eitt öruggasta og háþróaðasta geimfar sögunnar. Öryggi geimfara væri í fyrirrúmi. Á morgun munu starfsmenn NASA kanna hvort SpaceX sé tilbúið til að skjóta geimfari sínu, Dragon 2, á loft án geimfara 2. mars. Verkefnið er mikilvægt vegna þess að Bandaríkin hafa verið að greiða Rússum um 80 milljónir dala fyrir hvern geimfara sem sendur hefur verið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá Baikonur í Kasakstan. Bandaríkin hafa ekki keypt sæti fyrir geimfara árið 2020 en NASA sagði þó í síðustu viku að verið væri að íhuga að kaupa tvö sæti árið 2020 til að tryggja að Bandaríkin hefðu aðgang að geimstöðinni. Boeing Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa varað SpaceX og Boeing við áhyggjum stofnunarinnar vegna hönnunar og öryggis þegar kemur að þróun fyrirtækjanna á eldflaugum og geimförum sem bera eiga menn út í geim. Útlit er fyrir að frekari tafir gætu orðið á því að Bandaríkin geti sent menn út í geim en það hefur ekki verið gert frá Bandaríkjunum síðan geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011. NASA hefur sett út á veikleika í smíði geimfari Boeing sem tengist hitaskyldi farsins og varðandi SpaceX hefur stofnunin sett út á endurhönnun á eldflaug fyrirtækisins eftir að ein slík sprakk árið 2016 og ferli SpaceX varðandi eldsneytisnotkun eldflauga. Sérstaklega það að setja eigi eldsneyti á eldflaugarnar eftir að geimfarar verði komnir um borð. Það vill SpaceX gera svo hægt sé að halda eldsneytinu sérstaklega köldu eins lengi og mögulegt er. Kuldinn dregur úr rúmmáli eldsneytisins og þannig er hægt að koma meira eldsneyti fyrir í eldflaugunum. Bæði Boeing og SpaceX hafa þar að auki átt í vandræðum með fallhlífar geimfaranna. Í skýrslu öryggisráðsnefndar NASA sem gefin var út fyrr í þessum mánuði segir að verulega hæpið sé að fyrirtækin muni geta staðið við áætlanir sínar.Samkvæmt heimildum Reuters eru áhyggjur starfsmanna NASA umfangsmeiri en nefndar eru í skýrslunni.Tveir heimildarmenn fréttaveitunnar segja starfsmenn NASA hafa gert lista yfir atriði sem þeir hafa áhyggjur af og á listunum eru 30 til 35 atriði sem nauðsynlegt sé fyrir Boeing og SpaceX að taka á, áður en hægt verður að senda geimfara með förum fyrirtækjanna. Talsmaður NASA vísaði fyrirspurnum Reuters til fyrirtækjanna tveggja en sagði að öryggi geimfara væri alltaf mikilvægara en að standast áætlanir. Algengt er að áætlanir standist ekki við þróun eldflauga og geimfara.Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra uppFrá Boeing fengust þau svör að búið væri að taka á einhverjum atriðum sem NASA hefur bent á og verið sé að vinna í öðrum. Talsmaður SpaceX sagði eingöngu að fyrirtækið væri að vinna með NASA að því að skapa eitt öruggasta og háþróaðasta geimfar sögunnar. Öryggi geimfara væri í fyrirrúmi. Á morgun munu starfsmenn NASA kanna hvort SpaceX sé tilbúið til að skjóta geimfari sínu, Dragon 2, á loft án geimfara 2. mars. Verkefnið er mikilvægt vegna þess að Bandaríkin hafa verið að greiða Rússum um 80 milljónir dala fyrir hvern geimfara sem sendur hefur verið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá Baikonur í Kasakstan. Bandaríkin hafa ekki keypt sæti fyrir geimfara árið 2020 en NASA sagði þó í síðustu viku að verið væri að íhuga að kaupa tvö sæti árið 2020 til að tryggja að Bandaríkin hefðu aðgang að geimstöðinni.
Boeing Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent