Umhverfisráðherra ósammála ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 20:00 Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í gær reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til næstu fimm ára. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kveðst afar ósammála ákvörðuninni. „Það er alveg ljóst og ég tel að við þurfum að byggja þessa ákvarðanatöku upp á fleiru heldur en bara vísindaráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar, það þurfi að líta meira til efnahagslegra og samfélagslegra áhrifa eins og ég hef bent á áður,“ segir Guðmundir Ingi. „Þetta var ekki rætt í ríkisstjórn, þetta er náttúrlega ákvörðun ráðherrans, hann hefur heimildir til þess að gera þetta.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður VG.vísir/vilhelmBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna gerði málið jafnframt að umræðuefni á Alþingi í dag. „Engir útreikningar eru til staðar um það hver áhrifin gætu verið á stórauknum hvalveiðum við Íslandsstrendur, ekki síst á hvalaskoðunarfyrirtækin og ferðaþjónustuna í heild,“ sagði Bjarkey meðal annars í ræðunni sem hún flutti undir dagskrárliðnum störf þingsins.35,7% segjast andvígir Samkvæmt könnun sem Gallup vann fyrir náttúruverndarsamtökin Jarðarvini í október og nóvember í fyrra segjast 35,7% þátttakenda vera andvígir því að veiðar á langreyði verði leyfðar. Ögn færri, eða 35,1% segjast hlynntir og 29,2% segjast hvorki hlynntir né andvígir. Sjávarútvegsráðherra stendur keikur við ákvörðun sína og kveðst ekki óttast að hún valdi titringi í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Eðlilega eru skiptar skoðanir á þessu og ég virði alveg skoðanir Vinstri grænna í þessu. Þetta er á verksviði sjávarútvegsráðherra hverju sinni og honum er falið þetta verkefni og þarf að sinna því eins vel og hann framast getur og þetta er sú ákvörðun sem að ég tek á grunni þeirra upplýsinga sem mér hafa verið bornar og ég stend að sjálfsögðu með henni,“ segir Kristján Þór.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,Vísir/vilhelm Alþingi Hvalveiðar Vinstri græn Tengdar fréttir Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 Telur að sjávarútvegsráðherra stilli sér upp gegn náttúruvernd Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir nauðsynlegt að styrkja málsstað Íslands á alþjóðavettvangi og til þess þurfi meðal annars að hætta hvaladrápi. 20. febrúar 2019 14:30 Hafró telur veiðar á hrefnu og langreyðum ekki hafa haft neikvæð áhrif á stofnana Sjávarútvegsráðherra óskaði eftir áliti Hafró á þeim vistfræðilegu forsendum sem Hagfræðistofnun grundvallaði niðurstöður sínar á.í hvalveiðiskýrslu sinni. 18. febrúar 2019 17:55 Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í gær reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til næstu fimm ára. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kveðst afar ósammála ákvörðuninni. „Það er alveg ljóst og ég tel að við þurfum að byggja þessa ákvarðanatöku upp á fleiru heldur en bara vísindaráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar, það þurfi að líta meira til efnahagslegra og samfélagslegra áhrifa eins og ég hef bent á áður,“ segir Guðmundir Ingi. „Þetta var ekki rætt í ríkisstjórn, þetta er náttúrlega ákvörðun ráðherrans, hann hefur heimildir til þess að gera þetta.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður VG.vísir/vilhelmBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna gerði málið jafnframt að umræðuefni á Alþingi í dag. „Engir útreikningar eru til staðar um það hver áhrifin gætu verið á stórauknum hvalveiðum við Íslandsstrendur, ekki síst á hvalaskoðunarfyrirtækin og ferðaþjónustuna í heild,“ sagði Bjarkey meðal annars í ræðunni sem hún flutti undir dagskrárliðnum störf þingsins.35,7% segjast andvígir Samkvæmt könnun sem Gallup vann fyrir náttúruverndarsamtökin Jarðarvini í október og nóvember í fyrra segjast 35,7% þátttakenda vera andvígir því að veiðar á langreyði verði leyfðar. Ögn færri, eða 35,1% segjast hlynntir og 29,2% segjast hvorki hlynntir né andvígir. Sjávarútvegsráðherra stendur keikur við ákvörðun sína og kveðst ekki óttast að hún valdi titringi í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Eðlilega eru skiptar skoðanir á þessu og ég virði alveg skoðanir Vinstri grænna í þessu. Þetta er á verksviði sjávarútvegsráðherra hverju sinni og honum er falið þetta verkefni og þarf að sinna því eins vel og hann framast getur og þetta er sú ákvörðun sem að ég tek á grunni þeirra upplýsinga sem mér hafa verið bornar og ég stend að sjálfsögðu með henni,“ segir Kristján Þór.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,Vísir/vilhelm
Alþingi Hvalveiðar Vinstri græn Tengdar fréttir Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 Telur að sjávarútvegsráðherra stilli sér upp gegn náttúruvernd Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir nauðsynlegt að styrkja málsstað Íslands á alþjóðavettvangi og til þess þurfi meðal annars að hætta hvaladrápi. 20. febrúar 2019 14:30 Hafró telur veiðar á hrefnu og langreyðum ekki hafa haft neikvæð áhrif á stofnana Sjávarútvegsráðherra óskaði eftir áliti Hafró á þeim vistfræðilegu forsendum sem Hagfræðistofnun grundvallaði niðurstöður sínar á.í hvalveiðiskýrslu sinni. 18. febrúar 2019 17:55 Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45
Telur að sjávarútvegsráðherra stilli sér upp gegn náttúruvernd Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir nauðsynlegt að styrkja málsstað Íslands á alþjóðavettvangi og til þess þurfi meðal annars að hætta hvaladrápi. 20. febrúar 2019 14:30
Hafró telur veiðar á hrefnu og langreyðum ekki hafa haft neikvæð áhrif á stofnana Sjávarútvegsráðherra óskaði eftir áliti Hafró á þeim vistfræðilegu forsendum sem Hagfræðistofnun grundvallaði niðurstöður sínar á.í hvalveiðiskýrslu sinni. 18. febrúar 2019 17:55
Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57