„Mistök ríkisstjórnarinnar eru mistök í væntingastjórnun“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 16:33 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Tillögur ríkisstjórnar til breytingar á skattkerfinu sem voru kynntar í gær komu til umræðu á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Á meðal þeirra sem tók til máls var Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sem sagði viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar við tillögunum ekki hafa komið á óvart en verkalýðsleiðtogar hafa lýst reiði og sárum vonbrigðum með það sem kynnt var í gær. Þorsteinn gagnrýndi ríkisstjórn fyrir það hvernig hún hefur haldið á málum í tengslum við kjaraviðræðurnar sem ríkið er ekki hluti af. „Ríkisstjórnin hefur, allt frá því að hún tók við völdum, reynt að gera hlut sinn í lausn yfirstandandi kjaradeilu sem mestan. Það voru mistök. Með því hefur ríkisstjórnin undirbyggt miklar væntingar af hálfu forystu verkalýðshreyfingarinnar varðandi væntanlegt útspil. Vonbrigði forystu hennar koma því ekki á óvart,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði þó tillögur ríkisstjórnarinnar í skattamálum ekki með öllu ónothæfar. Tillögurnar væru áhugaverðar, vel mætt vinna með þær áfram og einnig skoða aðrar útfærslur sem kæmu tekjulægstu hópunum enn betur til góða.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í gær. Verkalýðsforystan er ósátt en þingmaður Viðreisnar segir þau viðbrögð ekki koma á óvart.Vísir/EgillSagði ríkisstjórnina sitja með eggin í andlitinu „Mistök ríkisstjórnarinnar eru mistök í væntingastjórnun. Það er ekki hlutverk ríkisstjórna að leiða kjaraviðræður eða ætla sér of stórt hlutverk við lausn þeirra. Ábyrgð á lausn kjaradeilna liggur alltaf fyrst og síðast hjá aðilum vinnumarkaðarins. Það má heldur ekki vera svo að stjórnmálaflokkar, hvort sem er í meirihluta eða minnihluta, séu að nýta sér kjaradeilur í pólitískum tilgangi. Þessi ríkisstjórn hefur ítrekað gert tilraun til að upphefja sig og mikilvægi sitt við lausn á þeirri stöðu sem uppi er á vinnumarkaði nú og situr með eggin í andlitinu eftir þá viðleitni,“ sagði Þorsteinn og minnti í lokin á að kjaradeilur ættu ekki mættu ekki lögum samkvæmt beinast að stjórnvöldum. „Kjaradeila sem beinist fyrst og fremst að Alþingi og ríkisstjórn en ekki að vinnuveitendum er pólitísk kjaradeila og sem slík brot á vinnulöggjöfinni. Það er líka ábyrgðarhluti af hálfu verkalýðshreyfingarinnar að fara fram með slíkum hætti.“Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna.Vísir/vilhelmNýja skattþrepið nákvæmlega það sem ríkisstjórnin hafði boðað Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, ræddi líka skattatillögur ríkisstjórnarinnar og annað sem boðað hefur verið í tengslum við kjaraviðræðurnar. Sagði hann leiðarstefið að allar breytingar sem gerðar væru á skatta- og bótakerfum kæmu þeim sem minna hafa á milli handanna best. „Það er réttlætismál og beinlínis gott fyrir samfélagið. Fólki líður betur í jafnari samfélögum og jafnara samfélag er betra samfélag fyrir alla,“ sagði Ólafur sem fór síðan yfir það sem ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur gert og nefndi meðal annars hækkað frítekjumark vegna atvinnutekna elli- og örorkulífeyrisþega, hækkun greiðslna á Ábyrgðasjóð launa, hækkun grunnatvinnuleysisbóta og hækkun barnabóta. „Hún hefur þyngt dagsektir tífalt vegna brota á lögum um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum. Framlög til heilbrigðismála hafa verið stóraukin og byrjað að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Þar var byrjað á viðkvæmasta hópnum, öldruðum og öryrkjum. Þá eru boðaðar breytingar gegn félagslegum undirboðum, kennitöluflakki og mansali,“ sagði Ólafur Þór. Hann sagði svo nýtt þrep í skattkerfinu fyrir tekjulága skref í rétta átt. Þá væri það nákvæmlega það sem ríkisstjórnin hefði boðað. „[…] að þær aðgerðir sem ráðist yrði í í skattamálum yrðu til að lækka skattbyrði tekjulágra og lægri millitekjuhópa. Það færir íslenska skattkerfið í áttina að norrænu skattkerfunum frá flötum skattkerfum.“ Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Tillögur ríkisstjórnar til breytingar á skattkerfinu sem voru kynntar í gær komu til umræðu á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Á meðal þeirra sem tók til máls var Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sem sagði viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar við tillögunum ekki hafa komið á óvart en verkalýðsleiðtogar hafa lýst reiði og sárum vonbrigðum með það sem kynnt var í gær. Þorsteinn gagnrýndi ríkisstjórn fyrir það hvernig hún hefur haldið á málum í tengslum við kjaraviðræðurnar sem ríkið er ekki hluti af. „Ríkisstjórnin hefur, allt frá því að hún tók við völdum, reynt að gera hlut sinn í lausn yfirstandandi kjaradeilu sem mestan. Það voru mistök. Með því hefur ríkisstjórnin undirbyggt miklar væntingar af hálfu forystu verkalýðshreyfingarinnar varðandi væntanlegt útspil. Vonbrigði forystu hennar koma því ekki á óvart,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði þó tillögur ríkisstjórnarinnar í skattamálum ekki með öllu ónothæfar. Tillögurnar væru áhugaverðar, vel mætt vinna með þær áfram og einnig skoða aðrar útfærslur sem kæmu tekjulægstu hópunum enn betur til góða.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í gær. Verkalýðsforystan er ósátt en þingmaður Viðreisnar segir þau viðbrögð ekki koma á óvart.Vísir/EgillSagði ríkisstjórnina sitja með eggin í andlitinu „Mistök ríkisstjórnarinnar eru mistök í væntingastjórnun. Það er ekki hlutverk ríkisstjórna að leiða kjaraviðræður eða ætla sér of stórt hlutverk við lausn þeirra. Ábyrgð á lausn kjaradeilna liggur alltaf fyrst og síðast hjá aðilum vinnumarkaðarins. Það má heldur ekki vera svo að stjórnmálaflokkar, hvort sem er í meirihluta eða minnihluta, séu að nýta sér kjaradeilur í pólitískum tilgangi. Þessi ríkisstjórn hefur ítrekað gert tilraun til að upphefja sig og mikilvægi sitt við lausn á þeirri stöðu sem uppi er á vinnumarkaði nú og situr með eggin í andlitinu eftir þá viðleitni,“ sagði Þorsteinn og minnti í lokin á að kjaradeilur ættu ekki mættu ekki lögum samkvæmt beinast að stjórnvöldum. „Kjaradeila sem beinist fyrst og fremst að Alþingi og ríkisstjórn en ekki að vinnuveitendum er pólitísk kjaradeila og sem slík brot á vinnulöggjöfinni. Það er líka ábyrgðarhluti af hálfu verkalýðshreyfingarinnar að fara fram með slíkum hætti.“Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna.Vísir/vilhelmNýja skattþrepið nákvæmlega það sem ríkisstjórnin hafði boðað Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, ræddi líka skattatillögur ríkisstjórnarinnar og annað sem boðað hefur verið í tengslum við kjaraviðræðurnar. Sagði hann leiðarstefið að allar breytingar sem gerðar væru á skatta- og bótakerfum kæmu þeim sem minna hafa á milli handanna best. „Það er réttlætismál og beinlínis gott fyrir samfélagið. Fólki líður betur í jafnari samfélögum og jafnara samfélag er betra samfélag fyrir alla,“ sagði Ólafur sem fór síðan yfir það sem ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur gert og nefndi meðal annars hækkað frítekjumark vegna atvinnutekna elli- og örorkulífeyrisþega, hækkun greiðslna á Ábyrgðasjóð launa, hækkun grunnatvinnuleysisbóta og hækkun barnabóta. „Hún hefur þyngt dagsektir tífalt vegna brota á lögum um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum. Framlög til heilbrigðismála hafa verið stóraukin og byrjað að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Þar var byrjað á viðkvæmasta hópnum, öldruðum og öryrkjum. Þá eru boðaðar breytingar gegn félagslegum undirboðum, kennitöluflakki og mansali,“ sagði Ólafur Þór. Hann sagði svo nýtt þrep í skattkerfinu fyrir tekjulága skref í rétta átt. Þá væri það nákvæmlega það sem ríkisstjórnin hefði boðað. „[…] að þær aðgerðir sem ráðist yrði í í skattamálum yrðu til að lækka skattbyrði tekjulágra og lægri millitekjuhópa. Það færir íslenska skattkerfið í áttina að norrænu skattkerfunum frá flötum skattkerfum.“
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16
Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30