Fá ekki afslátt á hitaveitunni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. febrúar 2019 07:30 Frá Laugalandi. fréttablaðið/Veitur Veitur ætla ekki að verða við áskorun sveitarstjórna í Rangárþingi ytra og Rangárþingi eystra um að lækka hitaveitureikninga íbúa á svæðinu. „Sveitarstjórn harmar að Veitur skuli ekki samþykkja að koma til móts við íbúa sem þurftu að greiða margfalda hitaveitureikninga vegna vandræða Veitna við afhendingu á heitu vatni undanfarið og skorar á Veitur að endurskoða þá ákvörðun,“ bókar sveitarstjórn Rangárþings ytra vegna málsins. Segist sveitarstjórnin leggja mikinn þunga á að Veitur setji mun meiri kraft í öflun á heitu vatni fyrir vaxandi byggð. „Skoða ber alla möguleika í þeim efnum m.a. að sækja heitt vatn frá vesturbakka Þjórsár þar sem nægar uppsprettur virðast vera.“ Á fundi fulltrúa sveitarfélaganna með fulltrúum Veitna kom fram að eftirspurn eftir heitu vatni jókst um 9 prósent milli 2017 og 2018. Ekki hafi gengið vel að anna þessari eftirspurn. „Á fundinum kom fram að Veitur munu ekki taka á sig hluta kostnaðar vegna hærri reikninga sem hluti íbúa fékk síðastliðið haust,“ segir í minnisblaði af fundinum. Sveitarfélögin segja ástæðu hækkandi heitavatnsreikninga meiri notkun vegna lækkandi hitastigs á vatninu en Veitur segja ástæðuna fyrst og fremst kaldara veður í fyrra en árið 2017. „Í Rangárþingi miða Veitur við að lágmarkshiti til afhendingar í dreifbýli sé 50 gráður en 55 gráður í þéttbýli. Hitastig í Reykjavík inn í hús er að minnsta kosti 60 gráður en misjafnt eftir hverfum, hiti út úr kerfi í Reykjavík er um 80 gráður,“ segir í minnisblaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Veitur ætla ekki að verða við áskorun sveitarstjórna í Rangárþingi ytra og Rangárþingi eystra um að lækka hitaveitureikninga íbúa á svæðinu. „Sveitarstjórn harmar að Veitur skuli ekki samþykkja að koma til móts við íbúa sem þurftu að greiða margfalda hitaveitureikninga vegna vandræða Veitna við afhendingu á heitu vatni undanfarið og skorar á Veitur að endurskoða þá ákvörðun,“ bókar sveitarstjórn Rangárþings ytra vegna málsins. Segist sveitarstjórnin leggja mikinn þunga á að Veitur setji mun meiri kraft í öflun á heitu vatni fyrir vaxandi byggð. „Skoða ber alla möguleika í þeim efnum m.a. að sækja heitt vatn frá vesturbakka Þjórsár þar sem nægar uppsprettur virðast vera.“ Á fundi fulltrúa sveitarfélaganna með fulltrúum Veitna kom fram að eftirspurn eftir heitu vatni jókst um 9 prósent milli 2017 og 2018. Ekki hafi gengið vel að anna þessari eftirspurn. „Á fundinum kom fram að Veitur munu ekki taka á sig hluta kostnaðar vegna hærri reikninga sem hluti íbúa fékk síðastliðið haust,“ segir í minnisblaði af fundinum. Sveitarfélögin segja ástæðu hækkandi heitavatnsreikninga meiri notkun vegna lækkandi hitastigs á vatninu en Veitur segja ástæðuna fyrst og fremst kaldara veður í fyrra en árið 2017. „Í Rangárþingi miða Veitur við að lágmarkshiti til afhendingar í dreifbýli sé 50 gráður en 55 gráður í þéttbýli. Hitastig í Reykjavík inn í hús er að minnsta kosti 60 gráður en misjafnt eftir hverfum, hiti út úr kerfi í Reykjavík er um 80 gráður,“ segir í minnisblaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira