Segðu mér sögu Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Einn af mínum ógleymanlegu fermingarsonum sat við morgunverðarborðið með móður sinni og það vildi svo til að það var viðtal við mig í morgunútvarpi. Þegar því var lokið sagði pilturinn: Hún Jóna Hrönn er alltaf að æfa sig í að verða gömul. Af hverju segir þú það? spurði mamman. Hún er alltaf að segja sögur, ansaði hann. Blessaður drengurinn var búinn að sitja hjá mér í fermingarfræðslu og hlýða á biblíusögurnar heilan vetur. Í dæmisögum Jesú er sterkur undirtónn af jákvæðri sálfræði sem varpar ljósi á styrkleika, veikleika, tilfinningar og gildi. Það er t.d. mikilvægt fyrir nútímaunglinga að heyra söguna af manninum sem byggði á bjargi og hinum sem byggði á sandi; það besta í lífinu kostar oft mikla þrautseigju. Sá sem ætlar létt í gegnum lífið missir af því. Við þekkjum það hvernig sömu sögur eru sífellt endurteknar innan fjölskyldna. Þetta eru sögur af barnsfæðingum, bílakaupum, flutningum, fyndnum tilsvörum barna, gaman- og áfallasögur. Fjölskylda sem hættir að segja sögur gliðnar með tímanum. Sama gildir um þjóðfélagið. Ef sögurnar þagna missir samfélagið af sjálfu sér. Hver einasti fréttatími er sögustund. Minningarorð við jarðarfarir er hluti af sagnahefð okkar. Svo eigum við þjóðsögur, ævintýri, rapptexta og ótal fleiri sagnaform sem hjálpa okkur að skilja lífið. Blái hnötturinn, Gosi og sagan af Ríka bóndanum fjalla um það þegar fólk gleymir raunverulegum lífsgildum og verður græðgi að bráð. Rauðhetta, Vesalingarnir og píslarsaga Krists kenna okkur margt um eðli ofbeldismenningar. Dýrin í Hálsaskógi, hjónaband Hallgerðar og Gunnars á Hlíðarenda og sagan af Týnda syninum varpa ljósi á hefnd og fyrirgefningu … Höldum áfram að segja sögur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Einn af mínum ógleymanlegu fermingarsonum sat við morgunverðarborðið með móður sinni og það vildi svo til að það var viðtal við mig í morgunútvarpi. Þegar því var lokið sagði pilturinn: Hún Jóna Hrönn er alltaf að æfa sig í að verða gömul. Af hverju segir þú það? spurði mamman. Hún er alltaf að segja sögur, ansaði hann. Blessaður drengurinn var búinn að sitja hjá mér í fermingarfræðslu og hlýða á biblíusögurnar heilan vetur. Í dæmisögum Jesú er sterkur undirtónn af jákvæðri sálfræði sem varpar ljósi á styrkleika, veikleika, tilfinningar og gildi. Það er t.d. mikilvægt fyrir nútímaunglinga að heyra söguna af manninum sem byggði á bjargi og hinum sem byggði á sandi; það besta í lífinu kostar oft mikla þrautseigju. Sá sem ætlar létt í gegnum lífið missir af því. Við þekkjum það hvernig sömu sögur eru sífellt endurteknar innan fjölskyldna. Þetta eru sögur af barnsfæðingum, bílakaupum, flutningum, fyndnum tilsvörum barna, gaman- og áfallasögur. Fjölskylda sem hættir að segja sögur gliðnar með tímanum. Sama gildir um þjóðfélagið. Ef sögurnar þagna missir samfélagið af sjálfu sér. Hver einasti fréttatími er sögustund. Minningarorð við jarðarfarir er hluti af sagnahefð okkar. Svo eigum við þjóðsögur, ævintýri, rapptexta og ótal fleiri sagnaform sem hjálpa okkur að skilja lífið. Blái hnötturinn, Gosi og sagan af Ríka bóndanum fjalla um það þegar fólk gleymir raunverulegum lífsgildum og verður græðgi að bráð. Rauðhetta, Vesalingarnir og píslarsaga Krists kenna okkur margt um eðli ofbeldismenningar. Dýrin í Hálsaskógi, hjónaband Hallgerðar og Gunnars á Hlíðarenda og sagan af Týnda syninum varpa ljósi á hefnd og fyrirgefningu … Höldum áfram að segja sögur.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar