Rannsaka fjárdrátt á Ísafirði Ari Brynjólfsson skrifar 20. febrúar 2019 06:00 Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Meint brot áttu sér stað á þriggja ára tímabili og komust upp við innra eftirlit bæjarins um mitt ár í fyrra. Upphæðirnar hlaupa á nokkrum milljónum króna. Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir málið litið grafalvarlegum augum. Meint brot áttu sér stað á þriggja ára tímabili og komust upp við innra eftirlit bæjarins um mitt ár í fyrra. Upphæðirnar hlaupa á nokkrum milljónum króna. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið sér fé af reikningum skjólstæðinga velferðarsviðs, reikningum sem viðkomandi hafði aðgang að í gegnum störf sín fyrir sveitarfélagið. Guðmundur segir að búið sé að bæta þessu fólki tjónið og það sé nú í höndum bæjarins að sækja bætur. Rannsóknin mun vera vel á veg komin. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfesti við Fréttablaðið að lögreglan væri með fjárdráttarmál til rannsóknar sem sneri að starfsmanni velferðarsviðs bæjarins. Aðeins einn aðili væri til rannsóknar og að meint brot hafi átt sér stað á árunum 2015 til 2018. Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar, vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. Guðmundur segir að bæjaryfirvöld hafi gripið til aðgerða um leið og málið komst upp. Starfsmanninum var vikið úr starfi og málið kært til lögreglu fyrir hönd skjólstæðinganna, en um er ræða viðkvæman hóp sem þarf á þjónustu sveitarfélagsins að halda. „Frá okkar bæjardyrum séð var aldrei neinn vafi á að grípa til tafarlausra aðgerða og kæra málið fyrir hönd okkar þjónustuþega til lögreglu. Brotin áttu sér stað á löngu tímabili og þetta eru þannig fjárhæðir að málið er litið grafalvarlegum augum,“ segir Guðmundur. Málið komst upp við innra eftirlit bæjarins og segir Guðmundur að málið hafi orðið til þess að breytingar voru gerðar á verkferlum. „Við hefðum viljað sjá málið koma upp fyrr og það er sá spegill sem við settum á okkur í kjölfarið, að fara þá oftar í innra eftirlit. Við breyttum líka ferlunum til að vakta þetta með reglulegra millibili. Fyrir hönd Ísafjarðarbæjar þá getum við verið stolt af því að vita að innra eftirlitið virkar. Viðbrögðin voru líka eins og maður hefði viljað sjá við mál af þessu tagi.“ Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Lögreglumál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir málið litið grafalvarlegum augum. Meint brot áttu sér stað á þriggja ára tímabili og komust upp við innra eftirlit bæjarins um mitt ár í fyrra. Upphæðirnar hlaupa á nokkrum milljónum króna. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið sér fé af reikningum skjólstæðinga velferðarsviðs, reikningum sem viðkomandi hafði aðgang að í gegnum störf sín fyrir sveitarfélagið. Guðmundur segir að búið sé að bæta þessu fólki tjónið og það sé nú í höndum bæjarins að sækja bætur. Rannsóknin mun vera vel á veg komin. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfesti við Fréttablaðið að lögreglan væri með fjárdráttarmál til rannsóknar sem sneri að starfsmanni velferðarsviðs bæjarins. Aðeins einn aðili væri til rannsóknar og að meint brot hafi átt sér stað á árunum 2015 til 2018. Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar, vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. Guðmundur segir að bæjaryfirvöld hafi gripið til aðgerða um leið og málið komst upp. Starfsmanninum var vikið úr starfi og málið kært til lögreglu fyrir hönd skjólstæðinganna, en um er ræða viðkvæman hóp sem þarf á þjónustu sveitarfélagsins að halda. „Frá okkar bæjardyrum séð var aldrei neinn vafi á að grípa til tafarlausra aðgerða og kæra málið fyrir hönd okkar þjónustuþega til lögreglu. Brotin áttu sér stað á löngu tímabili og þetta eru þannig fjárhæðir að málið er litið grafalvarlegum augum,“ segir Guðmundur. Málið komst upp við innra eftirlit bæjarins og segir Guðmundur að málið hafi orðið til þess að breytingar voru gerðar á verkferlum. „Við hefðum viljað sjá málið koma upp fyrr og það er sá spegill sem við settum á okkur í kjölfarið, að fara þá oftar í innra eftirlit. Við breyttum líka ferlunum til að vakta þetta með reglulegra millibili. Fyrir hönd Ísafjarðarbæjar þá getum við verið stolt af því að vita að innra eftirlitið virkar. Viðbrögðin voru líka eins og maður hefði viljað sjá við mál af þessu tagi.“
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Lögreglumál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira