Andvíg þvingunum en ekki bólusetningum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. mars 2019 07:00 Halldóra hefur verið þráspurð um skoðanir sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Reglulega er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, spurð hvort hún sé á móti bólusetningum við sjúkdómum. Ástæðan er ein af fyrstu ræðum hennar úr pontu þingsins. Halldóra hafnar því að hún sé andvíg bólusetningum en telur ekki rétt að skikka fólk til þeirra. Undanfarna daga hefur verið mikil umræða um bólusetningar og mikilvægi þeirra eftir að fjögur tilfelli af mislingum greindust hér á landi. Þá var fimmta smitið staðfest í gær. Á hluta heilsugæsla hefur starfsfólk nánast verið í færibandavinnu við bólusetningu. Sumum finnst ekki nægilega langt gengið og telja rétt að skikka fólk til að bólusetja börn sín. Umrædd ræða Halldóru var sú áttunda sem hún flutti í þingsal en þá var hún varaþingmaður Pírata. Umfjöllunarefnið voru viðbrögð við frétt Stöðvar 2 þar sem rætt var við móður sem bólusetti ekki yngra barn sitt vegna gruns um að eldra barn hefði brugðist illa við bólusetningu. „Maður spyr: Af hverju er ekki hægt að ræða bólusetningar á yfirvegaðan hátt eins og hvert annað mál? Hvað er fólk svona hrætt við?“ spurði Halldóra meðal annars í ræðunni. „Það hefur alltaf verið ríkt í mér að stökkva til varnar viðkvæmustu hópum samfélagsins sem komið er fram við á óréttmætan hátt. Þá skiptir litlu máli hvert málefnið er. Þarna var kona í viðkvæmum aðstæðum að lýsa reynslu sinni og hún var kölluð ógeðfelldum nöfnum vegna þess. Það var aðallega það sem ég var að bregðast við,“ segir Halldóra. Nefndarformaðurinn segist vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar til að forða því að einhver umræðuefni verði tabú og að hömlur verði settar á það hvað megi segja og hvað ekki. Hættulegt sé ef mál fari í þann farveg. „Fólk hættir ekkert að tala um aðrar hliðar en það verður jaðarsett við það. Sú umræða færist í skuggann og til verður hópur fólks sem fær engin utanaðkomandi rök inn í sína búbblu,“ segir Halldóra. Af þeim sökum sé hún ekki hlynnt því að bólusetningar verði gerðar að einhvers konar skyldu. „Ég er sammála sóttvarnalækni um að slíkt gæti haft öfug áhrif. Hluti sem þessa ber að tækla með fræðslu.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Íhugar að endurvekja bólusetningatillögu: „Eitthvað þurfum við að gera“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, íhugar að leggja aftur fram tillögu þess efnis að almennar bólusetningar verði gerðar að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. 7. mars 2019 17:34 Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Reglulega er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, spurð hvort hún sé á móti bólusetningum við sjúkdómum. Ástæðan er ein af fyrstu ræðum hennar úr pontu þingsins. Halldóra hafnar því að hún sé andvíg bólusetningum en telur ekki rétt að skikka fólk til þeirra. Undanfarna daga hefur verið mikil umræða um bólusetningar og mikilvægi þeirra eftir að fjögur tilfelli af mislingum greindust hér á landi. Þá var fimmta smitið staðfest í gær. Á hluta heilsugæsla hefur starfsfólk nánast verið í færibandavinnu við bólusetningu. Sumum finnst ekki nægilega langt gengið og telja rétt að skikka fólk til að bólusetja börn sín. Umrædd ræða Halldóru var sú áttunda sem hún flutti í þingsal en þá var hún varaþingmaður Pírata. Umfjöllunarefnið voru viðbrögð við frétt Stöðvar 2 þar sem rætt var við móður sem bólusetti ekki yngra barn sitt vegna gruns um að eldra barn hefði brugðist illa við bólusetningu. „Maður spyr: Af hverju er ekki hægt að ræða bólusetningar á yfirvegaðan hátt eins og hvert annað mál? Hvað er fólk svona hrætt við?“ spurði Halldóra meðal annars í ræðunni. „Það hefur alltaf verið ríkt í mér að stökkva til varnar viðkvæmustu hópum samfélagsins sem komið er fram við á óréttmætan hátt. Þá skiptir litlu máli hvert málefnið er. Þarna var kona í viðkvæmum aðstæðum að lýsa reynslu sinni og hún var kölluð ógeðfelldum nöfnum vegna þess. Það var aðallega það sem ég var að bregðast við,“ segir Halldóra. Nefndarformaðurinn segist vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar til að forða því að einhver umræðuefni verði tabú og að hömlur verði settar á það hvað megi segja og hvað ekki. Hættulegt sé ef mál fari í þann farveg. „Fólk hættir ekkert að tala um aðrar hliðar en það verður jaðarsett við það. Sú umræða færist í skuggann og til verður hópur fólks sem fær engin utanaðkomandi rök inn í sína búbblu,“ segir Halldóra. Af þeim sökum sé hún ekki hlynnt því að bólusetningar verði gerðar að einhvers konar skyldu. „Ég er sammála sóttvarnalækni um að slíkt gæti haft öfug áhrif. Hluti sem þessa ber að tækla með fræðslu.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Íhugar að endurvekja bólusetningatillögu: „Eitthvað þurfum við að gera“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, íhugar að leggja aftur fram tillögu þess efnis að almennar bólusetningar verði gerðar að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. 7. mars 2019 17:34 Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11
Íhugar að endurvekja bólusetningatillögu: „Eitthvað þurfum við að gera“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, íhugar að leggja aftur fram tillögu þess efnis að almennar bólusetningar verði gerðar að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. 7. mars 2019 17:34
Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00