Deilur innan Repúblikanaflokksins um neyðarástand Trump Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2019 11:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Líklegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings muni fordæma yfirlýsingu Donald Trump, forseta bandaríkjanna, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þrátt fyrir að Repúblikanaflokkurinn sé með meirihluta í öldungadeildinni. Starfsmenn Hvíta hússins hafa hringt ítrekað í þingmenn á undanförnum dögum og þrýst á þá sem hafa ekki lýst yfir stuðningi við Trump. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum í síðasta mánuði eftir að þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni komust að samkomulagi um að fjárveitingar til öryggismála á landamærunum. Það gerði forsetinn til að fá aðgang að neyðarsjóðum bandaríska hersins til að byggja múr og girðingar á landamærunum þar sem hann var ekki sáttur við hve litlu fé átti að veita til byggingar múrs í fjárlögum. Við eðlilegar kringumstæður væru neyðarsjóðir hersins notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Öldungadeildarþingmenn Repúlbikanaflokksins hafa farið fram á upplýsingar um hvaða byggingarverkefnum hersins bygging múrs myndi koma niður á. Varnarmálaráðuneytið hefur þó ekki veitt slíkar upplýsingar, samkvæmt Washington Post. Einhverjir þingmenn segjast vissir um að þær upplýsingar séu ekki til.Vísa hver á annan Þingmaðurinn John Boozman segir herinn hafa sagt að verið sé að bíða eftir upplýsingum frá Heimavarnaráðuneytinu og þær séu nauðsynlegar svo hægt sé að ákveða hvaðan peningarnir eiga að koma. Kirstjen Nielsen, heimavarnaráðherra, vísaði þó í vikunni til Varnarmálaráðuneytisins þegar þingmenn kröfðust svara frá henni. Margir þingmenn Repúblikanaflokksins eru ósáttir við neyðarástandsyfirlýsingu Trump. Þeir segja hana skapa slæmt fordæmi svo komandi forsetar Demókrataflokksins gætu einnig lýst yfir neyðarástandi til að grípa til umfangsmikilla aðgerða varðandi umhverfisvernd og byssueign. Þá segja einhverjir að hann sé að stíga út fyrir valdsvið sitt en fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem stjórnað er af Demókrataflokknum, hefur í raun vald yfir buddu Bandaríkjanna. Politico segir líklegt að um tíu þingmenn Repúblikanaflokksins séu mótfallnir ætlunum Trump og muni mögulega greiða atkvæði með tillögunni um að fordæma yfirlýsingu forsetans þegar kosið verður um hana, líklega í næstu viku. Þú þyrfti Trump að beita neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn og fella tillöguna.Einn þingmaður Repúblikaflokksins, Mike Lee, ætlar sér að leggja fram lagafrumvarp sem myndi í raun gera forsetum Bandaríkjanna ómögulegt að lýsa yfir neyðarástandi án þess að báðar deildir þingsins samþykki slíkar yfirlýsingar. Ron Johnson, þingmaður Repúblikanaflokksins, ræddi við fjölmiðla í gær. Þá sagðist hann hafa miklar áhyggjur af yfirlýsingu Trump og að hann væri að fara lengra með viðkomandi lög en áður hefði verið gert. Hann ætlaði hins vegar að styðja Trump. „Forsetinn tekur þessu mjög persónulega. Í hans huga ertu annað hvort að styðja hann, eða styðja Nancy Pelosi.“ Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira
Líklegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings muni fordæma yfirlýsingu Donald Trump, forseta bandaríkjanna, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þrátt fyrir að Repúblikanaflokkurinn sé með meirihluta í öldungadeildinni. Starfsmenn Hvíta hússins hafa hringt ítrekað í þingmenn á undanförnum dögum og þrýst á þá sem hafa ekki lýst yfir stuðningi við Trump. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum í síðasta mánuði eftir að þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni komust að samkomulagi um að fjárveitingar til öryggismála á landamærunum. Það gerði forsetinn til að fá aðgang að neyðarsjóðum bandaríska hersins til að byggja múr og girðingar á landamærunum þar sem hann var ekki sáttur við hve litlu fé átti að veita til byggingar múrs í fjárlögum. Við eðlilegar kringumstæður væru neyðarsjóðir hersins notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Öldungadeildarþingmenn Repúlbikanaflokksins hafa farið fram á upplýsingar um hvaða byggingarverkefnum hersins bygging múrs myndi koma niður á. Varnarmálaráðuneytið hefur þó ekki veitt slíkar upplýsingar, samkvæmt Washington Post. Einhverjir þingmenn segjast vissir um að þær upplýsingar séu ekki til.Vísa hver á annan Þingmaðurinn John Boozman segir herinn hafa sagt að verið sé að bíða eftir upplýsingum frá Heimavarnaráðuneytinu og þær séu nauðsynlegar svo hægt sé að ákveða hvaðan peningarnir eiga að koma. Kirstjen Nielsen, heimavarnaráðherra, vísaði þó í vikunni til Varnarmálaráðuneytisins þegar þingmenn kröfðust svara frá henni. Margir þingmenn Repúblikanaflokksins eru ósáttir við neyðarástandsyfirlýsingu Trump. Þeir segja hana skapa slæmt fordæmi svo komandi forsetar Demókrataflokksins gætu einnig lýst yfir neyðarástandi til að grípa til umfangsmikilla aðgerða varðandi umhverfisvernd og byssueign. Þá segja einhverjir að hann sé að stíga út fyrir valdsvið sitt en fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem stjórnað er af Demókrataflokknum, hefur í raun vald yfir buddu Bandaríkjanna. Politico segir líklegt að um tíu þingmenn Repúblikanaflokksins séu mótfallnir ætlunum Trump og muni mögulega greiða atkvæði með tillögunni um að fordæma yfirlýsingu forsetans þegar kosið verður um hana, líklega í næstu viku. Þú þyrfti Trump að beita neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn og fella tillöguna.Einn þingmaður Repúblikaflokksins, Mike Lee, ætlar sér að leggja fram lagafrumvarp sem myndi í raun gera forsetum Bandaríkjanna ómögulegt að lýsa yfir neyðarástandi án þess að báðar deildir þingsins samþykki slíkar yfirlýsingar. Ron Johnson, þingmaður Repúblikanaflokksins, ræddi við fjölmiðla í gær. Þá sagðist hann hafa miklar áhyggjur af yfirlýsingu Trump og að hann væri að fara lengra með viðkomandi lög en áður hefði verið gert. Hann ætlaði hins vegar að styðja Trump. „Forsetinn tekur þessu mjög persónulega. Í hans huga ertu annað hvort að styðja hann, eða styðja Nancy Pelosi.“
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira