Brekka hjá Fjölni en jafnt hinum megin Hjörvar Ólafsson skrifar 8. mars 2019 15:30 Kristján Orri Jóhannsson úr ÍR með Ásbjörn Friðriksson á eftir sér. fréttablaðið Það ræðst í kvöld hvaða lið leika til úrslita í Coca-Cola-bikarnum í handbolta karla. Fjölnir ræðst á ansi háan garð þegar liðið mætir Val í fyrri leiknum klukkan 18.00 og FH og ÍR bítast um seinna sætið í úrslitaleiknum klukkan 20.15. Fréttablaðið fékk Stefán Árnason, þjálfara KA, til þess að rýna í þessa tvo leiki. „Þetta verður talsvert brött brekka hjá Fjölni þar sem er gæðamunurinn á milli liðanna í Grill 66-deildinni og Olísdeildinni er mjög mikill. Valsvörnin er feikilega sterk og liðið hefur verið að halda liðum í Olísdeildinni undir 20 mörkum og það er hætt við því að Fjölnir lendi á vegg. Þeirra upplegg verður líklega að reyna að halda leiknum jöfnum eins lengi og mögulegt er, spila langar og skynsamlega útfærðar sóknir og fá upp góða vörn og markvörslu,“ segir Stefán um fyrri leikinn. „Valur mun hins vegar reyna að klára leikinn í fyrri hálfleik þannig að liðið geti hvílt lykilleikmenn sína þegar líða tekur á leikinn. Þeir eru gríðarlega faglegir í allri sinni nálgun á leiki þannig að ég er ekki hræddur um fyrir þeirra hönd að þeir muni vanmeta andstæðing sinn. Þrátt fyrir að meiðsli hafi herjað á leikmannahóp þeirra þá er hópurinn stór og ræður vel við það,“ segir hann um Valsliðið. „Það er líklegra að hinn verði mjög spennandi og ég myndi segja að bæði lið eigi jafn mikinn möguleika á að vinna þrátt fyrir að FH sé ofar í deildinni. ÍR hefur verið að endurheimta sína lykilleikmenn úr meiðslum á meðan þeir leikmenn FH sem hafa verið að glíma við meiðsli eru annaðhvort enn meiddir eða nýskriðnir úr meiðslum. FH sýndi það hins vegar á móti Aftureldingu í átta liða úrslitunum og í fleiri leikjum í deildinni að liðið getur vel spjarað sig þrátt fyrir að lykilleikmenn vanti,“ segir hann um seinni leikinn. „Ásbjörn Friðriksson og skipulagður sóknarleikurinn verður lykillinn að því ef FH vinnur en hinum megin þarf Björgvin Hólmgeirsson að eiga góðan leik. Stephen Nielsen þarf svo að eiga góðan leik í marki ÍR ef vel á að fara. Þetta verður mikil refskák á milli þjálfaranna sem eru báðir klókir. ÍR mun byrja í 6-0 vörninni sinni en Bjarni er líklega að æfa leiðir til þess að koma Ásbirni út úr leiknum. Halldór Jóhann er líklega að impra á því að leikmenn leiki samkvæmt því skipulagi sem hann setur upp og sóknarleikurinn verði agaður,“ segir Stefán. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Það ræðst í kvöld hvaða lið leika til úrslita í Coca-Cola-bikarnum í handbolta karla. Fjölnir ræðst á ansi háan garð þegar liðið mætir Val í fyrri leiknum klukkan 18.00 og FH og ÍR bítast um seinna sætið í úrslitaleiknum klukkan 20.15. Fréttablaðið fékk Stefán Árnason, þjálfara KA, til þess að rýna í þessa tvo leiki. „Þetta verður talsvert brött brekka hjá Fjölni þar sem er gæðamunurinn á milli liðanna í Grill 66-deildinni og Olísdeildinni er mjög mikill. Valsvörnin er feikilega sterk og liðið hefur verið að halda liðum í Olísdeildinni undir 20 mörkum og það er hætt við því að Fjölnir lendi á vegg. Þeirra upplegg verður líklega að reyna að halda leiknum jöfnum eins lengi og mögulegt er, spila langar og skynsamlega útfærðar sóknir og fá upp góða vörn og markvörslu,“ segir Stefán um fyrri leikinn. „Valur mun hins vegar reyna að klára leikinn í fyrri hálfleik þannig að liðið geti hvílt lykilleikmenn sína þegar líða tekur á leikinn. Þeir eru gríðarlega faglegir í allri sinni nálgun á leiki þannig að ég er ekki hræddur um fyrir þeirra hönd að þeir muni vanmeta andstæðing sinn. Þrátt fyrir að meiðsli hafi herjað á leikmannahóp þeirra þá er hópurinn stór og ræður vel við það,“ segir hann um Valsliðið. „Það er líklegra að hinn verði mjög spennandi og ég myndi segja að bæði lið eigi jafn mikinn möguleika á að vinna þrátt fyrir að FH sé ofar í deildinni. ÍR hefur verið að endurheimta sína lykilleikmenn úr meiðslum á meðan þeir leikmenn FH sem hafa verið að glíma við meiðsli eru annaðhvort enn meiddir eða nýskriðnir úr meiðslum. FH sýndi það hins vegar á móti Aftureldingu í átta liða úrslitunum og í fleiri leikjum í deildinni að liðið getur vel spjarað sig þrátt fyrir að lykilleikmenn vanti,“ segir hann um seinni leikinn. „Ásbjörn Friðriksson og skipulagður sóknarleikurinn verður lykillinn að því ef FH vinnur en hinum megin þarf Björgvin Hólmgeirsson að eiga góðan leik. Stephen Nielsen þarf svo að eiga góðan leik í marki ÍR ef vel á að fara. Þetta verður mikil refskák á milli þjálfaranna sem eru báðir klókir. ÍR mun byrja í 6-0 vörninni sinni en Bjarni er líklega að æfa leiðir til þess að koma Ásbirni út úr leiknum. Halldór Jóhann er líklega að impra á því að leikmenn leiki samkvæmt því skipulagi sem hann setur upp og sóknarleikurinn verði agaður,“ segir Stefán.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira