Hátt í fjörutíu leikskólabörn í sóttkví vegna gruns um mislingasmit Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. mars 2019 19:00 Hátt í fjörutíu leikskólabörn eru í sóttkví vegna gruns um mislingasmit. Enn hafa engin ný smit komið fram en þrjátíu sýni hafa verið tekin á síðustu dögum. Sóttvarnalæknir segir að fleiri gætu átt eftir að greinast. Þá vinni hann nú að því að senda út upplýsingar til lækna um það hvernig eigi að túlka niðurstöður úr mislingaprófi en mistök á túlkun urðu til þess að smitað átján mánaða gamalt barn fór á leikskólann. Mislingasmitið kom til landsins með manni sem ferðaðist heim frá Filippseyjum um miðjan febrúar. Þrír smituðust af honum í innanlandsflugi til Egilsstaða, karlmaður, ellefu mánaða gamalt barn og átján mánaða gamalt barn en hér á landi eru börn ekki bólusett fyrir mislingum fyrr en átján mánaða. Nú eru tugir í sóttkví sem umgengust þá smituðu áður en þeir greindust. Átján mánaða gamla barnið fór einn dag á leikskólann á meðan það var enn smitandi og eru nú tuttugu óbólusett börn af leikskólanum heima í sóttkví. Þá eru fjórtán óbólusett börn af leikskóla á Reyðarfirði heima í sóttkví en annar hinna smituðu manna hafði farið inn á leikskólann. Auk þessa fengu um tuttugu foreldrar sem sóttu barnalæknaþjónustu Domus Medica á síðastliðinn sunnudag bréf frá sóttvarnalækni á þriðjudag vegna þess að átján mánaða gamla barnið hafði verið þar á sama tíma á börn þeirra. Þar eru þeir sem voru með óbólusett börn á biðstofunni beðnir um að vera heim í sautján daga. Ástæða þess að átján mánaða gamla barnið var ekki í sóttkví er sú að foreldrarnir höfðu fengið upplýsingar um að það hefði ekki smitast. Sóttvarnalæknir segir ástæðuna vera mistúlkun heilbriðisstarfsmanna á mislingaprófi. Prófið hafi verið tekið of snemma, en niðurstöður eru ekki áreiðanlegar fyrr en einkenni eru komin fram. „Það er ekki algengt að menn séu að túlka niðurstöður úr mislingaprófi,“ segir Þórólfur. Mistök á túlkun prófsins séu skiljanleg. Barnið hafi fengið inflúensu á sama tíma sem hafi verið villandi. „Þau eru óheppileg. Það getur auðvitað alltaf komið fyrir að próf eru ekki túlkuð alveg rétt en sem betur fer kemur það sjaldan fyrir,“ segir Þórólfur sem nú vinnur að því að senda læknum bréf þar sem hann áréttar hvenær eigi að taka prófið og hvernig eigi að túlka niðurstöðuna. Enn hafa engin ný mislingasmit komið fram, en þrjátíu sýni hafa verið tekin á síðustu dögum. Þórólfur telur að hugsanlega muni fleiri tilfelli koma upp. „En það eru ekki öll kurl komin til grafar ennþá og það munu verða rannsökuð fleiri sýni á næstunni.“ Þórólfur segir að ekki hafi smitast fleiri hér á landi í rúmlega fjörutíu ár. „Þegar við förum að fá fjögur tilfelli má alveg kalla það lítinn faraldur,“ segir Þórólfur. Nú sé vonandi búið að ná í alla sem talið er að gætu hafa smitast og því lítil hætta á mikið meiri útbreiðslu eins og staðan er í dag. Bólusetningar Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01 Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
Hátt í fjörutíu leikskólabörn eru í sóttkví vegna gruns um mislingasmit. Enn hafa engin ný smit komið fram en þrjátíu sýni hafa verið tekin á síðustu dögum. Sóttvarnalæknir segir að fleiri gætu átt eftir að greinast. Þá vinni hann nú að því að senda út upplýsingar til lækna um það hvernig eigi að túlka niðurstöður úr mislingaprófi en mistök á túlkun urðu til þess að smitað átján mánaða gamalt barn fór á leikskólann. Mislingasmitið kom til landsins með manni sem ferðaðist heim frá Filippseyjum um miðjan febrúar. Þrír smituðust af honum í innanlandsflugi til Egilsstaða, karlmaður, ellefu mánaða gamalt barn og átján mánaða gamalt barn en hér á landi eru börn ekki bólusett fyrir mislingum fyrr en átján mánaða. Nú eru tugir í sóttkví sem umgengust þá smituðu áður en þeir greindust. Átján mánaða gamla barnið fór einn dag á leikskólann á meðan það var enn smitandi og eru nú tuttugu óbólusett börn af leikskólanum heima í sóttkví. Þá eru fjórtán óbólusett börn af leikskóla á Reyðarfirði heima í sóttkví en annar hinna smituðu manna hafði farið inn á leikskólann. Auk þessa fengu um tuttugu foreldrar sem sóttu barnalæknaþjónustu Domus Medica á síðastliðinn sunnudag bréf frá sóttvarnalækni á þriðjudag vegna þess að átján mánaða gamla barnið hafði verið þar á sama tíma á börn þeirra. Þar eru þeir sem voru með óbólusett börn á biðstofunni beðnir um að vera heim í sautján daga. Ástæða þess að átján mánaða gamla barnið var ekki í sóttkví er sú að foreldrarnir höfðu fengið upplýsingar um að það hefði ekki smitast. Sóttvarnalæknir segir ástæðuna vera mistúlkun heilbriðisstarfsmanna á mislingaprófi. Prófið hafi verið tekið of snemma, en niðurstöður eru ekki áreiðanlegar fyrr en einkenni eru komin fram. „Það er ekki algengt að menn séu að túlka niðurstöður úr mislingaprófi,“ segir Þórólfur. Mistök á túlkun prófsins séu skiljanleg. Barnið hafi fengið inflúensu á sama tíma sem hafi verið villandi. „Þau eru óheppileg. Það getur auðvitað alltaf komið fyrir að próf eru ekki túlkuð alveg rétt en sem betur fer kemur það sjaldan fyrir,“ segir Þórólfur sem nú vinnur að því að senda læknum bréf þar sem hann áréttar hvenær eigi að taka prófið og hvernig eigi að túlka niðurstöðuna. Enn hafa engin ný mislingasmit komið fram, en þrjátíu sýni hafa verið tekin á síðustu dögum. Þórólfur telur að hugsanlega muni fleiri tilfelli koma upp. „En það eru ekki öll kurl komin til grafar ennþá og það munu verða rannsökuð fleiri sýni á næstunni.“ Þórólfur segir að ekki hafi smitast fleiri hér á landi í rúmlega fjörutíu ár. „Þegar við förum að fá fjögur tilfelli má alveg kalla það lítinn faraldur,“ segir Þórólfur. Nú sé vonandi búið að ná í alla sem talið er að gætu hafa smitast og því lítil hætta á mikið meiri útbreiðslu eins og staðan er í dag.
Bólusetningar Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01 Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01
Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03
Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30
Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00